Ekki ýkja mörg hótelherbergi til skiptanna á landsbyggðinni Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 1. maí 2020 09:00 Hér sést hótelið Hótel Framtíð sem er á Djúpavogi á Austurlandi. Vísir/Vilhelm Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur hjá Íslandsbanka, segir að það séu ekki svo mörg hótelherbergi til skiptanna úti á landi, til að mynda á Norðvesturlandi, Norðausturlandi, að Akureyri undanskildri, og á Austfjörðum. Ef það verði einhver verulegur áhugi hjá þjóðinni að ferðast innanlands geti herbergin verið fljót að fyllast. Rætt var við Jón Bjarka í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær en hann hefur lagst yfir hótelmarkaðinn hér á landi og tölfræði tengda honum. „Það sem kemur í ljós í tölunum er að Íslendingar voru þó tíundi hver hótelgestur í fyrra og það er misskipt eftir landsvæðum, á höfuðborgarsvæðinu er þetta hlutfall bara sjö prósent en úti á landi er þetta töluvert,“ sagði Jón Bjarki. Vegna kórónuveirufaraldursins má gera ráð fyrir því að fáir, ef einhverjir, erlendir ferðamenn komi hingað í sumar en að sama skapi munu Íslendingar lítið sem ekkert fara til útlanda í frí. Spurningin er hvort fólk ferðist meira innanlands en verið hefur og hvort að Íslendingar muni þá gista meira á hótelum. Jón Bjarki Bentsson er aðalhagfræðingur Íslandsbanka.Vísir/Baldur Hrafnkell „Nú ferðumst við auðvitað öðruvísi innanlands og það verður að taka tillit til þess en með góðum vilja og þessu átaki sem á að ráðast í í sumar þá er nú samt hægt að gera ráð fyrir verulegri aukningu í gistingunni. Þannig að ég var að gefa mér að þetta gæti orðið jafnvel eitthvað á annað hundrað þúsund gistinætur sem bættust við hérna innanlands og Íslendingar væru þá að gista á innlendum hótelum í sumar, þetta 200 upp í 280 þúsund gistinætur,“ sagði Jón Bjarki. Í fyrra voru gistinætur yfir sumartímann 1,4 milljónir og gistinætur Íslendinga, verði þær allt að 280 þúsund, fylla það skarð ekki nema að litlum hluta. „Mergurinn málsins er hins vegar sá að þetta dreifist svo mismunandi á milli landshluta. Hér á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjunum búa 70 prósent landsmanna og væntanlega eru þeir ekkert svakalega spenntir að fara nánast í eigin bakgarð þegar þeir fá loksins frí og vilja breyta til. Þá erum við einmitt komin að þessu að víða úti á landi, til dæmis á Austurlandi, þar eru bara fjögur prósent hótelherbergja landsins og íbúar fjögur prósent landsmanna þannig að allur þorri landsmanna getur örugglega alveg hugsað sér að breyta til og fara austur, eða að minnsta kosti hafa það á radarnum, og þar eru ekkert svakalega mörg herbergi til skiptanna. Þetta er líka staðan í minni mæli á Norðurlandi og í rauninni að hluta til á Suðurlandi og Vesturlandi líka,“ sagði Jón Bjarki. Verði ferðavilji landsmanna því mikill til að ferðast um landið gæti það hreinlega gert gæfumuninn fyrir landsbyggðina. Yfir helmingur hótelherbergja sé á suðvesturhorninu, um 20 prósent á Suðurlandi og töluvert af því sem eftir stendur á Akureyri og í nágrenni. Það séu því ekki ýkja mörg hótelpláss til að mynda á Norðvesturlandi og Austurlandi. Hlusta má á viðtalið við Jón Bjarka í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Neytendur Tengdar fréttir Vonast til að opna hótelið aftur í júní Vonir standa til að hótelin geti farið að taka aftur á móti gestum í júní en þeir sem á þeim starfa vona að Íslendingar verði tíðir gestir á hótelunum í sumar. 30. apríl 2020 23:15 Segja öllum upp og vonast eftir kraftaverki í sumar Öllum sextíu starfsmönnum Hótel Sögu í Vesturbænum í Reykjavík var sagt upp í dag. Eitt prósent nýting var á hótelinu í apríl. Hótelstjórinn vonast eftir kraftaverki í sumar. 29. apríl 2020 16:12 Mest lesið „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Sjá meira
Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur hjá Íslandsbanka, segir að það séu ekki svo mörg hótelherbergi til skiptanna úti á landi, til að mynda á Norðvesturlandi, Norðausturlandi, að Akureyri undanskildri, og á Austfjörðum. Ef það verði einhver verulegur áhugi hjá þjóðinni að ferðast innanlands geti herbergin verið fljót að fyllast. Rætt var við Jón Bjarka í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær en hann hefur lagst yfir hótelmarkaðinn hér á landi og tölfræði tengda honum. „Það sem kemur í ljós í tölunum er að Íslendingar voru þó tíundi hver hótelgestur í fyrra og það er misskipt eftir landsvæðum, á höfuðborgarsvæðinu er þetta hlutfall bara sjö prósent en úti á landi er þetta töluvert,“ sagði Jón Bjarki. Vegna kórónuveirufaraldursins má gera ráð fyrir því að fáir, ef einhverjir, erlendir ferðamenn komi hingað í sumar en að sama skapi munu Íslendingar lítið sem ekkert fara til útlanda í frí. Spurningin er hvort fólk ferðist meira innanlands en verið hefur og hvort að Íslendingar muni þá gista meira á hótelum. Jón Bjarki Bentsson er aðalhagfræðingur Íslandsbanka.Vísir/Baldur Hrafnkell „Nú ferðumst við auðvitað öðruvísi innanlands og það verður að taka tillit til þess en með góðum vilja og þessu átaki sem á að ráðast í í sumar þá er nú samt hægt að gera ráð fyrir verulegri aukningu í gistingunni. Þannig að ég var að gefa mér að þetta gæti orðið jafnvel eitthvað á annað hundrað þúsund gistinætur sem bættust við hérna innanlands og Íslendingar væru þá að gista á innlendum hótelum í sumar, þetta 200 upp í 280 þúsund gistinætur,“ sagði Jón Bjarki. Í fyrra voru gistinætur yfir sumartímann 1,4 milljónir og gistinætur Íslendinga, verði þær allt að 280 þúsund, fylla það skarð ekki nema að litlum hluta. „Mergurinn málsins er hins vegar sá að þetta dreifist svo mismunandi á milli landshluta. Hér á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjunum búa 70 prósent landsmanna og væntanlega eru þeir ekkert svakalega spenntir að fara nánast í eigin bakgarð þegar þeir fá loksins frí og vilja breyta til. Þá erum við einmitt komin að þessu að víða úti á landi, til dæmis á Austurlandi, þar eru bara fjögur prósent hótelherbergja landsins og íbúar fjögur prósent landsmanna þannig að allur þorri landsmanna getur örugglega alveg hugsað sér að breyta til og fara austur, eða að minnsta kosti hafa það á radarnum, og þar eru ekkert svakalega mörg herbergi til skiptanna. Þetta er líka staðan í minni mæli á Norðurlandi og í rauninni að hluta til á Suðurlandi og Vesturlandi líka,“ sagði Jón Bjarki. Verði ferðavilji landsmanna því mikill til að ferðast um landið gæti það hreinlega gert gæfumuninn fyrir landsbyggðina. Yfir helmingur hótelherbergja sé á suðvesturhorninu, um 20 prósent á Suðurlandi og töluvert af því sem eftir stendur á Akureyri og í nágrenni. Það séu því ekki ýkja mörg hótelpláss til að mynda á Norðvesturlandi og Austurlandi. Hlusta má á viðtalið við Jón Bjarka í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Neytendur Tengdar fréttir Vonast til að opna hótelið aftur í júní Vonir standa til að hótelin geti farið að taka aftur á móti gestum í júní en þeir sem á þeim starfa vona að Íslendingar verði tíðir gestir á hótelunum í sumar. 30. apríl 2020 23:15 Segja öllum upp og vonast eftir kraftaverki í sumar Öllum sextíu starfsmönnum Hótel Sögu í Vesturbænum í Reykjavík var sagt upp í dag. Eitt prósent nýting var á hótelinu í apríl. Hótelstjórinn vonast eftir kraftaverki í sumar. 29. apríl 2020 16:12 Mest lesið „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Sjá meira
Vonast til að opna hótelið aftur í júní Vonir standa til að hótelin geti farið að taka aftur á móti gestum í júní en þeir sem á þeim starfa vona að Íslendingar verði tíðir gestir á hótelunum í sumar. 30. apríl 2020 23:15
Segja öllum upp og vonast eftir kraftaverki í sumar Öllum sextíu starfsmönnum Hótel Sögu í Vesturbænum í Reykjavík var sagt upp í dag. Eitt prósent nýting var á hótelinu í apríl. Hótelstjórinn vonast eftir kraftaverki í sumar. 29. apríl 2020 16:12