Afturvirk launahækkun þingmanna og ráðherra kemur til framkvæmda á verkalýðsdaginn Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 30. apríl 2020 21:42 Hækkun ráðherra, þingmanna og annarra embættismanna nú um mánaðamótin er afturvirk um fjóra mánuði. Vísir/Vilhelm Frumvarp Pírata um að þingmenn og ráðherrar fái engar launahækkanir út kjörtímabilið hefur ekki verið afgreitt úr nefnd og því ljóst að það verður ekki afgreitt fyrir mánaðamót. Þar af leiðandi kemur afturvirk launahækkun þingmanna, ráðherra og annarra embættismanna til framkvæmda á morgun. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, greinir frá því á Facebook-síðu sinni að launaseðillin sé kominn: „Nú er kominn launaseðill fyrir næsta mánuð. Hækkunin er komin og afturvirk. Það þýðir útborguð laun með leiðréttingunni eftir skatta upp á 915 þúsund krónur (1.518.069 kr fyrir skatt með leiðréttingunni). Grunnlífeyririnn ætti að vera mikið hærri en hann er, ef farið væri að lögum. Einhvern vegin finnst mér ólíklegt að lífeyririnn verði leiðréttur. Hvað þá afturvirkt…“ segir þingmaðurinn. Launamál þingmanna og ráðherra eru orðin nokkuð flókin þar sem hækkun sem þeir áttu að fá ásamt öðrum embættismönnum í júní í fyrra var frestað til 1. janúar á þessu ári. Hækkunin kom þó ekki til framkvæmda en stendur til að leiðrétta það. Þá eiga þingmenn og ráðherrar ásamt fyrrgreindum hópum að fá launahækkun í júlí á þessu ári. Þingmenn Pírata ásamt nokkrum þingmönnum annarra stjórnarandstöðuflokka nema Miðflokksins lögðu fram frumvarp um að allar þessar launahækkanir verði slegnar af. Mælt var fyrir frumvarpinu á Alþingi í fyrradag en með því er gert ráð fyrir að krónutala launanna verði fest inn í lögum um þingfararkaup annars vegar, og lögum um stjórnarráð Íslands hins vegar, þannig að þau haldist óbreytt út árið 2021, eða fram yfir næstu kosningar til Alþingis. Óvíst er hvort frumvarpið hefði notið stuðnings þingsins yfir höfuð. Nú er þó nokkuð ljóst að það verður ekki afgreitt í tæka tíð svo að það nái markmiðum sínum að sögn Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, þingmanns Pírata. „Við reyndum að fá þetta mál tekið út úr nefnd í gær án umsagna og því var hafnað af meirihluta nefndarinnar sem er auðvitað mjög dapurlegt vegna þess að þá þýðir það að þetta frumvarp verður ekki samþykkt í tæka tíð til að koma í veg fyrir að þingmenn fái mjög háa launahækkun á verkalýðsdaginn sjálfan,“ segir Þórhildur Sunna. Hækkunin sé afturvirk um fjóra mánuði. „Þingmenn fá um 70 þúsund króna hækkun sinnum fimm samtals og ráðherrar 115 þúsund ásamt forseta Alþingis og forsætisráðherra um 130 þúsund í hækkun.“ Alþingi Vinnumarkaður Verkalýðsdagurinn Tengdar fréttir Þingmenn, ráðherrar og ráðuneytisstjórar fengu rausnarlega launahækkun Laun Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra hækkaði um tæplega 130 þúsund krónur. 8. apríl 2020 08:00 Forsætisráðherra segist hafa fullan skilning á því að launahækkanir ráðamanna valdi uppnámi Katrín Jakobsdóttir bendir á að laun ráðmanna fylgi launaþróun almenna og opinbera markaðarins, geti hækkað og lækkað. 8. apríl 2020 20:00 Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Erlent Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Innlent Fleiri fréttir Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Skilur vonbrigðin en hafnar því að hafa tekið óupplýsta ákvörðun Fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir fíkniefnainnflutning Vatnshæðin aðeins lækkað í Skaftá „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Borgarsögusafn gagnrýnir rangfærslur varðandi Holtsgötu 10 Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Húsbrot og líkamsárás Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Farþeginn enn í haldi lögreglu Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Sjá meira
Frumvarp Pírata um að þingmenn og ráðherrar fái engar launahækkanir út kjörtímabilið hefur ekki verið afgreitt úr nefnd og því ljóst að það verður ekki afgreitt fyrir mánaðamót. Þar af leiðandi kemur afturvirk launahækkun þingmanna, ráðherra og annarra embættismanna til framkvæmda á morgun. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, greinir frá því á Facebook-síðu sinni að launaseðillin sé kominn: „Nú er kominn launaseðill fyrir næsta mánuð. Hækkunin er komin og afturvirk. Það þýðir útborguð laun með leiðréttingunni eftir skatta upp á 915 þúsund krónur (1.518.069 kr fyrir skatt með leiðréttingunni). Grunnlífeyririnn ætti að vera mikið hærri en hann er, ef farið væri að lögum. Einhvern vegin finnst mér ólíklegt að lífeyririnn verði leiðréttur. Hvað þá afturvirkt…“ segir þingmaðurinn. Launamál þingmanna og ráðherra eru orðin nokkuð flókin þar sem hækkun sem þeir áttu að fá ásamt öðrum embættismönnum í júní í fyrra var frestað til 1. janúar á þessu ári. Hækkunin kom þó ekki til framkvæmda en stendur til að leiðrétta það. Þá eiga þingmenn og ráðherrar ásamt fyrrgreindum hópum að fá launahækkun í júlí á þessu ári. Þingmenn Pírata ásamt nokkrum þingmönnum annarra stjórnarandstöðuflokka nema Miðflokksins lögðu fram frumvarp um að allar þessar launahækkanir verði slegnar af. Mælt var fyrir frumvarpinu á Alþingi í fyrradag en með því er gert ráð fyrir að krónutala launanna verði fest inn í lögum um þingfararkaup annars vegar, og lögum um stjórnarráð Íslands hins vegar, þannig að þau haldist óbreytt út árið 2021, eða fram yfir næstu kosningar til Alþingis. Óvíst er hvort frumvarpið hefði notið stuðnings þingsins yfir höfuð. Nú er þó nokkuð ljóst að það verður ekki afgreitt í tæka tíð svo að það nái markmiðum sínum að sögn Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, þingmanns Pírata. „Við reyndum að fá þetta mál tekið út úr nefnd í gær án umsagna og því var hafnað af meirihluta nefndarinnar sem er auðvitað mjög dapurlegt vegna þess að þá þýðir það að þetta frumvarp verður ekki samþykkt í tæka tíð til að koma í veg fyrir að þingmenn fái mjög háa launahækkun á verkalýðsdaginn sjálfan,“ segir Þórhildur Sunna. Hækkunin sé afturvirk um fjóra mánuði. „Þingmenn fá um 70 þúsund króna hækkun sinnum fimm samtals og ráðherrar 115 þúsund ásamt forseta Alþingis og forsætisráðherra um 130 þúsund í hækkun.“
Alþingi Vinnumarkaður Verkalýðsdagurinn Tengdar fréttir Þingmenn, ráðherrar og ráðuneytisstjórar fengu rausnarlega launahækkun Laun Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra hækkaði um tæplega 130 þúsund krónur. 8. apríl 2020 08:00 Forsætisráðherra segist hafa fullan skilning á því að launahækkanir ráðamanna valdi uppnámi Katrín Jakobsdóttir bendir á að laun ráðmanna fylgi launaþróun almenna og opinbera markaðarins, geti hækkað og lækkað. 8. apríl 2020 20:00 Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Erlent Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Innlent Fleiri fréttir Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Skilur vonbrigðin en hafnar því að hafa tekið óupplýsta ákvörðun Fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir fíkniefnainnflutning Vatnshæðin aðeins lækkað í Skaftá „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Borgarsögusafn gagnrýnir rangfærslur varðandi Holtsgötu 10 Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Húsbrot og líkamsárás Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Farþeginn enn í haldi lögreglu Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Sjá meira
Þingmenn, ráðherrar og ráðuneytisstjórar fengu rausnarlega launahækkun Laun Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra hækkaði um tæplega 130 þúsund krónur. 8. apríl 2020 08:00
Forsætisráðherra segist hafa fullan skilning á því að launahækkanir ráðamanna valdi uppnámi Katrín Jakobsdóttir bendir á að laun ráðmanna fylgi launaþróun almenna og opinbera markaðarins, geti hækkað og lækkað. 8. apríl 2020 20:00