Byggjum undir velferð með nýjum verkfærum Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 30. apríl 2020 14:30 Samfélag okkar stendur frammi fyrir margvíslegum áskorunum á næstu misserum. Ein þeirra er að grípa viðkvæma hópa sem hafa orðið illa fyrir barðinu á aukaverkunum heimsfaraldursins. Börn og ungmenni eru í þeim hópi, en fjölmörg hafa af ólíkum ástæðum orðið undir. Sum vegna erfiðleika í námi, önnur vegna vanrækslu og enn önnur vegna óviðunandi aðstæðna á heimili. Eftirlit og utanumhald eru þættir sem bresta í ástandi þar sem öll grunnþjónusta skerðist og íþrótta- og tómstundastarf fellur niður. Við verðum áþreifanlega vör við mikilvægi þessara þátta fyrir velferð einstaklinga. Velferð er stórt og yfirgripsmikið mál, enda góð líðan og öryggi forsenda þess að við höldum áfram, af lífskrafti og vilja. Kerfin okkar mega ekki laskast í þessu árferði, við verðum að hlúa að þeim en um leið vera opin fyrir því að hugsa nýjar leiðir og nýta þær farsælu lausnir sem við höfum fundið á undanförnum vikum. Eitt af þeim verkfærum, sem neyðin kenndi okkur að nýta betur, er tæknin. Margir hafa hræðst að bæta meiri tækni inn í krefjandi starfsumhverfi, hvort heldur horft er til skólastarfs eða almennrar stoðþjónustu við börn og ungmenni. Þó hafði hópur fagfólks þegar stokkið inn í nýjan heim og auðveldað þannig aðgengi að fagþjónustu vítt og breytt um landið. Einfaldað aðgengi að námi og þannig styrkt sitt fagumhverfi til muna og hreyft við samferðafólki. Ég trúi því að aðstæðurnar, sem skapast hafa í heimsfaraldrinum, muni sömuleiðis hreyfa við okkur sem samfélagi til lengri tíma litið. Nú reynir á að við höldum áfram að leysa málin og bregðast við aðstæðum. Við munum sjá aukna þörf fyrir ýmis konar þjónustu þar sem börn og ungmenni þurfa aukinn stuðning til þess að taka næstu skref í lífinu. Fleiri munu þurfa á fagþjónustu að halda. Þá þjálfun, sem hefur að einhverju eða jafnvel öllu leyti fallið niður, þarf að vinna upp að nýju. Það gildir ekki síst um viðkvæma hópa eins og fötluð börn og ungmenni, en einnig um fullorðna sem hafa misst af allri félagslegri styrkingu í of langan tíma. Þessum verkefnum þarf að sinna af krafti eins hratt og örugglega og hægt er. Nýtum tæknina og nær óendanlega möguleika hennar til fjarþjónustu til að koma hratt til hjálpar. Það er full ástæða til að óttast að bið eftir hefðbundinni þjónustu muni lengjast, en það má alls ekki gerast. Setjum aukinn kraft og aukið fjarmagn í velferð einstaklinga. Fátt er dýrmætara. Höfundur er oddviti Garðabæjarlistans í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Félagsmál Mest lesið Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Óður til hneykslunar Arnar Sveinn Geirsson Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Skoðun Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Sjá meira
Samfélag okkar stendur frammi fyrir margvíslegum áskorunum á næstu misserum. Ein þeirra er að grípa viðkvæma hópa sem hafa orðið illa fyrir barðinu á aukaverkunum heimsfaraldursins. Börn og ungmenni eru í þeim hópi, en fjölmörg hafa af ólíkum ástæðum orðið undir. Sum vegna erfiðleika í námi, önnur vegna vanrækslu og enn önnur vegna óviðunandi aðstæðna á heimili. Eftirlit og utanumhald eru þættir sem bresta í ástandi þar sem öll grunnþjónusta skerðist og íþrótta- og tómstundastarf fellur niður. Við verðum áþreifanlega vör við mikilvægi þessara þátta fyrir velferð einstaklinga. Velferð er stórt og yfirgripsmikið mál, enda góð líðan og öryggi forsenda þess að við höldum áfram, af lífskrafti og vilja. Kerfin okkar mega ekki laskast í þessu árferði, við verðum að hlúa að þeim en um leið vera opin fyrir því að hugsa nýjar leiðir og nýta þær farsælu lausnir sem við höfum fundið á undanförnum vikum. Eitt af þeim verkfærum, sem neyðin kenndi okkur að nýta betur, er tæknin. Margir hafa hræðst að bæta meiri tækni inn í krefjandi starfsumhverfi, hvort heldur horft er til skólastarfs eða almennrar stoðþjónustu við börn og ungmenni. Þó hafði hópur fagfólks þegar stokkið inn í nýjan heim og auðveldað þannig aðgengi að fagþjónustu vítt og breytt um landið. Einfaldað aðgengi að námi og þannig styrkt sitt fagumhverfi til muna og hreyft við samferðafólki. Ég trúi því að aðstæðurnar, sem skapast hafa í heimsfaraldrinum, muni sömuleiðis hreyfa við okkur sem samfélagi til lengri tíma litið. Nú reynir á að við höldum áfram að leysa málin og bregðast við aðstæðum. Við munum sjá aukna þörf fyrir ýmis konar þjónustu þar sem börn og ungmenni þurfa aukinn stuðning til þess að taka næstu skref í lífinu. Fleiri munu þurfa á fagþjónustu að halda. Þá þjálfun, sem hefur að einhverju eða jafnvel öllu leyti fallið niður, þarf að vinna upp að nýju. Það gildir ekki síst um viðkvæma hópa eins og fötluð börn og ungmenni, en einnig um fullorðna sem hafa misst af allri félagslegri styrkingu í of langan tíma. Þessum verkefnum þarf að sinna af krafti eins hratt og örugglega og hægt er. Nýtum tæknina og nær óendanlega möguleika hennar til fjarþjónustu til að koma hratt til hjálpar. Það er full ástæða til að óttast að bið eftir hefðbundinni þjónustu muni lengjast, en það má alls ekki gerast. Setjum aukinn kraft og aukið fjarmagn í velferð einstaklinga. Fátt er dýrmætara. Höfundur er oddviti Garðabæjarlistans í Garðabæ.
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun