Byggjum undir velferð með nýjum verkfærum Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 30. apríl 2020 14:30 Samfélag okkar stendur frammi fyrir margvíslegum áskorunum á næstu misserum. Ein þeirra er að grípa viðkvæma hópa sem hafa orðið illa fyrir barðinu á aukaverkunum heimsfaraldursins. Börn og ungmenni eru í þeim hópi, en fjölmörg hafa af ólíkum ástæðum orðið undir. Sum vegna erfiðleika í námi, önnur vegna vanrækslu og enn önnur vegna óviðunandi aðstæðna á heimili. Eftirlit og utanumhald eru þættir sem bresta í ástandi þar sem öll grunnþjónusta skerðist og íþrótta- og tómstundastarf fellur niður. Við verðum áþreifanlega vör við mikilvægi þessara þátta fyrir velferð einstaklinga. Velferð er stórt og yfirgripsmikið mál, enda góð líðan og öryggi forsenda þess að við höldum áfram, af lífskrafti og vilja. Kerfin okkar mega ekki laskast í þessu árferði, við verðum að hlúa að þeim en um leið vera opin fyrir því að hugsa nýjar leiðir og nýta þær farsælu lausnir sem við höfum fundið á undanförnum vikum. Eitt af þeim verkfærum, sem neyðin kenndi okkur að nýta betur, er tæknin. Margir hafa hræðst að bæta meiri tækni inn í krefjandi starfsumhverfi, hvort heldur horft er til skólastarfs eða almennrar stoðþjónustu við börn og ungmenni. Þó hafði hópur fagfólks þegar stokkið inn í nýjan heim og auðveldað þannig aðgengi að fagþjónustu vítt og breytt um landið. Einfaldað aðgengi að námi og þannig styrkt sitt fagumhverfi til muna og hreyft við samferðafólki. Ég trúi því að aðstæðurnar, sem skapast hafa í heimsfaraldrinum, muni sömuleiðis hreyfa við okkur sem samfélagi til lengri tíma litið. Nú reynir á að við höldum áfram að leysa málin og bregðast við aðstæðum. Við munum sjá aukna þörf fyrir ýmis konar þjónustu þar sem börn og ungmenni þurfa aukinn stuðning til þess að taka næstu skref í lífinu. Fleiri munu þurfa á fagþjónustu að halda. Þá þjálfun, sem hefur að einhverju eða jafnvel öllu leyti fallið niður, þarf að vinna upp að nýju. Það gildir ekki síst um viðkvæma hópa eins og fötluð börn og ungmenni, en einnig um fullorðna sem hafa misst af allri félagslegri styrkingu í of langan tíma. Þessum verkefnum þarf að sinna af krafti eins hratt og örugglega og hægt er. Nýtum tæknina og nær óendanlega möguleika hennar til fjarþjónustu til að koma hratt til hjálpar. Það er full ástæða til að óttast að bið eftir hefðbundinni þjónustu muni lengjast, en það má alls ekki gerast. Setjum aukinn kraft og aukið fjarmagn í velferð einstaklinga. Fátt er dýrmætara. Höfundur er oddviti Garðabæjarlistans í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Félagsmál Mest lesið „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Samfélag okkar stendur frammi fyrir margvíslegum áskorunum á næstu misserum. Ein þeirra er að grípa viðkvæma hópa sem hafa orðið illa fyrir barðinu á aukaverkunum heimsfaraldursins. Börn og ungmenni eru í þeim hópi, en fjölmörg hafa af ólíkum ástæðum orðið undir. Sum vegna erfiðleika í námi, önnur vegna vanrækslu og enn önnur vegna óviðunandi aðstæðna á heimili. Eftirlit og utanumhald eru þættir sem bresta í ástandi þar sem öll grunnþjónusta skerðist og íþrótta- og tómstundastarf fellur niður. Við verðum áþreifanlega vör við mikilvægi þessara þátta fyrir velferð einstaklinga. Velferð er stórt og yfirgripsmikið mál, enda góð líðan og öryggi forsenda þess að við höldum áfram, af lífskrafti og vilja. Kerfin okkar mega ekki laskast í þessu árferði, við verðum að hlúa að þeim en um leið vera opin fyrir því að hugsa nýjar leiðir og nýta þær farsælu lausnir sem við höfum fundið á undanförnum vikum. Eitt af þeim verkfærum, sem neyðin kenndi okkur að nýta betur, er tæknin. Margir hafa hræðst að bæta meiri tækni inn í krefjandi starfsumhverfi, hvort heldur horft er til skólastarfs eða almennrar stoðþjónustu við börn og ungmenni. Þó hafði hópur fagfólks þegar stokkið inn í nýjan heim og auðveldað þannig aðgengi að fagþjónustu vítt og breytt um landið. Einfaldað aðgengi að námi og þannig styrkt sitt fagumhverfi til muna og hreyft við samferðafólki. Ég trúi því að aðstæðurnar, sem skapast hafa í heimsfaraldrinum, muni sömuleiðis hreyfa við okkur sem samfélagi til lengri tíma litið. Nú reynir á að við höldum áfram að leysa málin og bregðast við aðstæðum. Við munum sjá aukna þörf fyrir ýmis konar þjónustu þar sem börn og ungmenni þurfa aukinn stuðning til þess að taka næstu skref í lífinu. Fleiri munu þurfa á fagþjónustu að halda. Þá þjálfun, sem hefur að einhverju eða jafnvel öllu leyti fallið niður, þarf að vinna upp að nýju. Það gildir ekki síst um viðkvæma hópa eins og fötluð börn og ungmenni, en einnig um fullorðna sem hafa misst af allri félagslegri styrkingu í of langan tíma. Þessum verkefnum þarf að sinna af krafti eins hratt og örugglega og hægt er. Nýtum tæknina og nær óendanlega möguleika hennar til fjarþjónustu til að koma hratt til hjálpar. Það er full ástæða til að óttast að bið eftir hefðbundinni þjónustu muni lengjast, en það má alls ekki gerast. Setjum aukinn kraft og aukið fjarmagn í velferð einstaklinga. Fátt er dýrmætara. Höfundur er oddviti Garðabæjarlistans í Garðabæ.
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun