Taka sýni úr yfir þúsund Eyjamönnum næstu þrjá daga Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. apríl 2020 11:57 Í gær voru 66 smit kórónuveiru staðfest í Vestmannaeyjum. Vísir/vilhelm Yfir þúsund manns hafa skráð sig í almenna skimun fyrir kórónuveirunni sem hófst í Vestmannaeyjum í morgun, þar sem faraldur veirunnar hefur verið afar skæður. Umdæmislæknir sóttvarna segir sýnatökur fara hratt og vel af stað. Skimunin er á vegum Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, Vestmannaeyjabæjar og Íslenskrar erfðagreiningar en opnað var fyrir tímabókanir á vef þeirrar síðarnefndu fyrr í vikunni. Hjörtur Kristjánsson umdæmislæknir sóttvarna hjá HSU var önnum kafinn við sýnatökur í Eyjum þegar fréttastofa náði tali af honum nú fyrir hádegi. Hann segir að gríðarlega góð skráning sé í sýnatökur, sem standa munu yfir næstu daga í íþróttamiðstöðinni í Vestmannaeyjum. „Það fylltist strax. [...] Við erum með aðeins styttri dag í dag af því að við erum að taka sérstaklega þá sem eru í sóttkví í sýnatöku í dag. En lengsti dagurinn sem stendur er á morgun og við erum svona að velta fyrir okkur að færa til laugardaginn út af veðurspá, þannig að það gæti verið að það lengist þá í hinum dögunum. En á næstu þremur dögum erum við að fara að taka rúmlega þúsund sýni. Við tökum einn fjórða af Vestmannaeyingum.“ Skimunin hófst klukkan tíu í morgun, „á hálfum hraða" að sögn Hjartar, en strax á ellefta tímanum var sýnatakan komin á fullt skrið. „Þetta byrjar vel, það er fullt af fólki að vinna við þetta, þess vegna gengur þetta svona hratt. Við erum að taka 25 sýni á korteri,“ segir Hjörtur. Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri í Vestmannaeyjum.Mynd/Tryggvi Már Faraldur kórónuveiru hefur verið skæður í Eyjum en í gær voru smit þar orðin alls 66. Þá verður hert samkomubann, þar sem fleiri en tíu er meinað að koma saman, í gildi í Eyjum fram yfir páska hið minnsta. Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri í Vestmannaeyjum segir þó góðan anda í bænum þrátt fyrir allt. „Það er verið að setja þessar reglur í okkar þágu og fólk er bara að fara eftir því. Það hlýðir því sem það á að gera og hlýðir Víði,“ segir Íris. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Vestmannaeyjar Heilbrigðismál Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Hægt að sækja smitrakningaforritið í Appstore Eigendur iPhone geta nú sótt smitrakningarforrit Landlæknisembættisins Rakning C-19 í Appstore. Forritið er enn sem komið er ekki komið í PlayStore en beðið er græns ljóss frá Google. 2. apríl 2020 11:34 Gjörólík viðbrögð þjóða hafi aukið hættuna Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, segir að mismunandi viðbrögð þjóða við kórónuveirufaraldrinum hafi stefnt fólki í hættu. Allt of mörg þjóðríki hafi einblínt á eigin vandamál og virt vandamál og viðvaranir annarra þjóða að vettugi. 2. apríl 2020 10:45 Staðfest smit í Vestmannaeyjum orðin 66 talsins Í gærkvöldi var búið að greina þrjú ný kórónuveirusmit í Vestmannaeyjum og eru staðfest smit þar orðin 66 talsins. 2. apríl 2020 07:39 Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Fleiri fréttir Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Sjá meira
Yfir þúsund manns hafa skráð sig í almenna skimun fyrir kórónuveirunni sem hófst í Vestmannaeyjum í morgun, þar sem faraldur veirunnar hefur verið afar skæður. Umdæmislæknir sóttvarna segir sýnatökur fara hratt og vel af stað. Skimunin er á vegum Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, Vestmannaeyjabæjar og Íslenskrar erfðagreiningar en opnað var fyrir tímabókanir á vef þeirrar síðarnefndu fyrr í vikunni. Hjörtur Kristjánsson umdæmislæknir sóttvarna hjá HSU var önnum kafinn við sýnatökur í Eyjum þegar fréttastofa náði tali af honum nú fyrir hádegi. Hann segir að gríðarlega góð skráning sé í sýnatökur, sem standa munu yfir næstu daga í íþróttamiðstöðinni í Vestmannaeyjum. „Það fylltist strax. [...] Við erum með aðeins styttri dag í dag af því að við erum að taka sérstaklega þá sem eru í sóttkví í sýnatöku í dag. En lengsti dagurinn sem stendur er á morgun og við erum svona að velta fyrir okkur að færa til laugardaginn út af veðurspá, þannig að það gæti verið að það lengist þá í hinum dögunum. En á næstu þremur dögum erum við að fara að taka rúmlega þúsund sýni. Við tökum einn fjórða af Vestmannaeyingum.“ Skimunin hófst klukkan tíu í morgun, „á hálfum hraða" að sögn Hjartar, en strax á ellefta tímanum var sýnatakan komin á fullt skrið. „Þetta byrjar vel, það er fullt af fólki að vinna við þetta, þess vegna gengur þetta svona hratt. Við erum að taka 25 sýni á korteri,“ segir Hjörtur. Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri í Vestmannaeyjum.Mynd/Tryggvi Már Faraldur kórónuveiru hefur verið skæður í Eyjum en í gær voru smit þar orðin alls 66. Þá verður hert samkomubann, þar sem fleiri en tíu er meinað að koma saman, í gildi í Eyjum fram yfir páska hið minnsta. Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri í Vestmannaeyjum segir þó góðan anda í bænum þrátt fyrir allt. „Það er verið að setja þessar reglur í okkar þágu og fólk er bara að fara eftir því. Það hlýðir því sem það á að gera og hlýðir Víði,“ segir Íris.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Vestmannaeyjar Heilbrigðismál Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Hægt að sækja smitrakningaforritið í Appstore Eigendur iPhone geta nú sótt smitrakningarforrit Landlæknisembættisins Rakning C-19 í Appstore. Forritið er enn sem komið er ekki komið í PlayStore en beðið er græns ljóss frá Google. 2. apríl 2020 11:34 Gjörólík viðbrögð þjóða hafi aukið hættuna Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, segir að mismunandi viðbrögð þjóða við kórónuveirufaraldrinum hafi stefnt fólki í hættu. Allt of mörg þjóðríki hafi einblínt á eigin vandamál og virt vandamál og viðvaranir annarra þjóða að vettugi. 2. apríl 2020 10:45 Staðfest smit í Vestmannaeyjum orðin 66 talsins Í gærkvöldi var búið að greina þrjú ný kórónuveirusmit í Vestmannaeyjum og eru staðfest smit þar orðin 66 talsins. 2. apríl 2020 07:39 Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Fleiri fréttir Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Sjá meira
Hægt að sækja smitrakningaforritið í Appstore Eigendur iPhone geta nú sótt smitrakningarforrit Landlæknisembættisins Rakning C-19 í Appstore. Forritið er enn sem komið er ekki komið í PlayStore en beðið er græns ljóss frá Google. 2. apríl 2020 11:34
Gjörólík viðbrögð þjóða hafi aukið hættuna Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, segir að mismunandi viðbrögð þjóða við kórónuveirufaraldrinum hafi stefnt fólki í hættu. Allt of mörg þjóðríki hafi einblínt á eigin vandamál og virt vandamál og viðvaranir annarra þjóða að vettugi. 2. apríl 2020 10:45
Staðfest smit í Vestmannaeyjum orðin 66 talsins Í gærkvöldi var búið að greina þrjú ný kórónuveirusmit í Vestmannaeyjum og eru staðfest smit þar orðin 66 talsins. 2. apríl 2020 07:39