Taka sýni úr yfir þúsund Eyjamönnum næstu þrjá daga Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. apríl 2020 11:57 Í gær voru 66 smit kórónuveiru staðfest í Vestmannaeyjum. Vísir/vilhelm Yfir þúsund manns hafa skráð sig í almenna skimun fyrir kórónuveirunni sem hófst í Vestmannaeyjum í morgun, þar sem faraldur veirunnar hefur verið afar skæður. Umdæmislæknir sóttvarna segir sýnatökur fara hratt og vel af stað. Skimunin er á vegum Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, Vestmannaeyjabæjar og Íslenskrar erfðagreiningar en opnað var fyrir tímabókanir á vef þeirrar síðarnefndu fyrr í vikunni. Hjörtur Kristjánsson umdæmislæknir sóttvarna hjá HSU var önnum kafinn við sýnatökur í Eyjum þegar fréttastofa náði tali af honum nú fyrir hádegi. Hann segir að gríðarlega góð skráning sé í sýnatökur, sem standa munu yfir næstu daga í íþróttamiðstöðinni í Vestmannaeyjum. „Það fylltist strax. [...] Við erum með aðeins styttri dag í dag af því að við erum að taka sérstaklega þá sem eru í sóttkví í sýnatöku í dag. En lengsti dagurinn sem stendur er á morgun og við erum svona að velta fyrir okkur að færa til laugardaginn út af veðurspá, þannig að það gæti verið að það lengist þá í hinum dögunum. En á næstu þremur dögum erum við að fara að taka rúmlega þúsund sýni. Við tökum einn fjórða af Vestmannaeyingum.“ Skimunin hófst klukkan tíu í morgun, „á hálfum hraða" að sögn Hjartar, en strax á ellefta tímanum var sýnatakan komin á fullt skrið. „Þetta byrjar vel, það er fullt af fólki að vinna við þetta, þess vegna gengur þetta svona hratt. Við erum að taka 25 sýni á korteri,“ segir Hjörtur. Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri í Vestmannaeyjum.Mynd/Tryggvi Már Faraldur kórónuveiru hefur verið skæður í Eyjum en í gær voru smit þar orðin alls 66. Þá verður hert samkomubann, þar sem fleiri en tíu er meinað að koma saman, í gildi í Eyjum fram yfir páska hið minnsta. Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri í Vestmannaeyjum segir þó góðan anda í bænum þrátt fyrir allt. „Það er verið að setja þessar reglur í okkar þágu og fólk er bara að fara eftir því. Það hlýðir því sem það á að gera og hlýðir Víði,“ segir Íris. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Vestmannaeyjar Heilbrigðismál Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Hægt að sækja smitrakningaforritið í Appstore Eigendur iPhone geta nú sótt smitrakningarforrit Landlæknisembættisins Rakning C-19 í Appstore. Forritið er enn sem komið er ekki komið í PlayStore en beðið er græns ljóss frá Google. 2. apríl 2020 11:34 Gjörólík viðbrögð þjóða hafi aukið hættuna Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, segir að mismunandi viðbrögð þjóða við kórónuveirufaraldrinum hafi stefnt fólki í hættu. Allt of mörg þjóðríki hafi einblínt á eigin vandamál og virt vandamál og viðvaranir annarra þjóða að vettugi. 2. apríl 2020 10:45 Staðfest smit í Vestmannaeyjum orðin 66 talsins Í gærkvöldi var búið að greina þrjú ný kórónuveirusmit í Vestmannaeyjum og eru staðfest smit þar orðin 66 talsins. 2. apríl 2020 07:39 Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Fleiri fréttir Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Sjá meira
Yfir þúsund manns hafa skráð sig í almenna skimun fyrir kórónuveirunni sem hófst í Vestmannaeyjum í morgun, þar sem faraldur veirunnar hefur verið afar skæður. Umdæmislæknir sóttvarna segir sýnatökur fara hratt og vel af stað. Skimunin er á vegum Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, Vestmannaeyjabæjar og Íslenskrar erfðagreiningar en opnað var fyrir tímabókanir á vef þeirrar síðarnefndu fyrr í vikunni. Hjörtur Kristjánsson umdæmislæknir sóttvarna hjá HSU var önnum kafinn við sýnatökur í Eyjum þegar fréttastofa náði tali af honum nú fyrir hádegi. Hann segir að gríðarlega góð skráning sé í sýnatökur, sem standa munu yfir næstu daga í íþróttamiðstöðinni í Vestmannaeyjum. „Það fylltist strax. [...] Við erum með aðeins styttri dag í dag af því að við erum að taka sérstaklega þá sem eru í sóttkví í sýnatöku í dag. En lengsti dagurinn sem stendur er á morgun og við erum svona að velta fyrir okkur að færa til laugardaginn út af veðurspá, þannig að það gæti verið að það lengist þá í hinum dögunum. En á næstu þremur dögum erum við að fara að taka rúmlega þúsund sýni. Við tökum einn fjórða af Vestmannaeyingum.“ Skimunin hófst klukkan tíu í morgun, „á hálfum hraða" að sögn Hjartar, en strax á ellefta tímanum var sýnatakan komin á fullt skrið. „Þetta byrjar vel, það er fullt af fólki að vinna við þetta, þess vegna gengur þetta svona hratt. Við erum að taka 25 sýni á korteri,“ segir Hjörtur. Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri í Vestmannaeyjum.Mynd/Tryggvi Már Faraldur kórónuveiru hefur verið skæður í Eyjum en í gær voru smit þar orðin alls 66. Þá verður hert samkomubann, þar sem fleiri en tíu er meinað að koma saman, í gildi í Eyjum fram yfir páska hið minnsta. Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri í Vestmannaeyjum segir þó góðan anda í bænum þrátt fyrir allt. „Það er verið að setja þessar reglur í okkar þágu og fólk er bara að fara eftir því. Það hlýðir því sem það á að gera og hlýðir Víði,“ segir Íris.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Vestmannaeyjar Heilbrigðismál Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Hægt að sækja smitrakningaforritið í Appstore Eigendur iPhone geta nú sótt smitrakningarforrit Landlæknisembættisins Rakning C-19 í Appstore. Forritið er enn sem komið er ekki komið í PlayStore en beðið er græns ljóss frá Google. 2. apríl 2020 11:34 Gjörólík viðbrögð þjóða hafi aukið hættuna Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, segir að mismunandi viðbrögð þjóða við kórónuveirufaraldrinum hafi stefnt fólki í hættu. Allt of mörg þjóðríki hafi einblínt á eigin vandamál og virt vandamál og viðvaranir annarra þjóða að vettugi. 2. apríl 2020 10:45 Staðfest smit í Vestmannaeyjum orðin 66 talsins Í gærkvöldi var búið að greina þrjú ný kórónuveirusmit í Vestmannaeyjum og eru staðfest smit þar orðin 66 talsins. 2. apríl 2020 07:39 Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Fleiri fréttir Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Sjá meira
Hægt að sækja smitrakningaforritið í Appstore Eigendur iPhone geta nú sótt smitrakningarforrit Landlæknisembættisins Rakning C-19 í Appstore. Forritið er enn sem komið er ekki komið í PlayStore en beðið er græns ljóss frá Google. 2. apríl 2020 11:34
Gjörólík viðbrögð þjóða hafi aukið hættuna Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, segir að mismunandi viðbrögð þjóða við kórónuveirufaraldrinum hafi stefnt fólki í hættu. Allt of mörg þjóðríki hafi einblínt á eigin vandamál og virt vandamál og viðvaranir annarra þjóða að vettugi. 2. apríl 2020 10:45
Staðfest smit í Vestmannaeyjum orðin 66 talsins Í gærkvöldi var búið að greina þrjú ný kórónuveirusmit í Vestmannaeyjum og eru staðfest smit þar orðin 66 talsins. 2. apríl 2020 07:39