Hné Hauks Heiðars skrýtnara en hnéð hjá Gumma Ben Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. apríl 2020 12:00 Haukur Heiðar Hauksson í leik með KA á móti FH í Pepsi Max deild karla í fyrra sumar. Haukur Heiðar spilaði 11 af 22 leikjum Akureyrarliðsins. Vísir/Bára Guðmundur Benediktsson ræddi við þá Hjörvar Hafliðason og Frey Alexandersson í þættinum Sportið í kvöld í gær og þar á meðal ræddu þremenningarnir um stöðuna á karlaliði KA í knattspyrnu. Hjörvar og Freyr hafa nefnilega áhyggjur af meiðslum leikmanna KA fyrir komandi tímabil í Pepsi Max deild karla. Markahæsti leikmaður liðsins í fyrra, Elfar Árni Aðalsteinsson, sleit krossband í vetur og þá er óvíst hvernig Ásgeiri Sigurgeirssyni gengur að koma til baka eftir að hafa slitið krossband árið áður. Spekingarnir ræddu líka Mikkel Qvist sem kom til liðsins á láni frá danska liðinu AC Horsens. „Ég vona að KA hafi fengið réttar upplýsingar um Mikkel Qvist því hann er ekki góður í fótbolta. Það er vandamálið hans. Hann er ekkert sérstakur að verjast og hann er varnarmaður. Hann er hins vegar tveir metrar á hæð, með rosalega innköst og sterkur í föstum leikatriðum,“ sagði Freyr Alexandersson, aðstoðarlandsliðsþjálfari. „Hann getur skorað og getur varist föstum leikatriðum. Ég er ekki með miklar væntingar til þess að hann breyti KA-liðinu nema í föstum leikatriðum,“ sagði Freyr. Fleiri leikmenn KA hafa verið óheppnir með meiðsli eins og varnarmennirnir Hallgrímur Jónasson og Haukur Heiðar Hauksson. „Talandi um þetta heilsuleysi. Hvað fáum við marga leiki frá Hallgrími Jónassyni? Hvað fáum við marga leiki frá Hauki Heiðari Haukssyni? Haukur Heiðar er einn mesti nagli sem ég veit um því hann er að draga löpp sem er föst,“ sagði Hjörvar Hafliðason. „Þið sáuð hann hlaupa á síðustu leiktíð. Maður spyr sig hvernig fer hann að þessu því hann getur ekki beygt löppina,“ sagði Hjörvar og Guðmundur Benediktsson blandaði sér þá inn í umræðuna. „Ég var að þjálfa í KR þegar hann var að fara út. Hann æfði með okkur áður en hann fór út til Svíþjóðar. Ég er ennþá að velta því fyrir mér í dag hvernig hann komst í gegnum þá læknisskoðun því ég sá hann vera að hlaupa á æfingum hjá okkur. Mér fannst hnéð hans vera skrýtnara en mitt hné,“ sagði Guðmundur Benediktsson. „Þá er mikið sagt,“ sagði Freyr og Hjörvar skaut líka inn í: „Sem er eitt ónýtasta hné í Evrópu,“ sagði Hjörvar. Það má finna alla umfjöllun þeirra um KA-liðið hér fyrir neðan. Klippa: Sportið í kvöld: Staðan á KA-liðinu fyrir sumarið Pepsi Max-deild karla KA Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Í beinni: Frakkland - Ísland | Þyngsta prófið fyrir Ísland Fótbolti Fleiri fréttir ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Sjá meira
Guðmundur Benediktsson ræddi við þá Hjörvar Hafliðason og Frey Alexandersson í þættinum Sportið í kvöld í gær og þar á meðal ræddu þremenningarnir um stöðuna á karlaliði KA í knattspyrnu. Hjörvar og Freyr hafa nefnilega áhyggjur af meiðslum leikmanna KA fyrir komandi tímabil í Pepsi Max deild karla. Markahæsti leikmaður liðsins í fyrra, Elfar Árni Aðalsteinsson, sleit krossband í vetur og þá er óvíst hvernig Ásgeiri Sigurgeirssyni gengur að koma til baka eftir að hafa slitið krossband árið áður. Spekingarnir ræddu líka Mikkel Qvist sem kom til liðsins á láni frá danska liðinu AC Horsens. „Ég vona að KA hafi fengið réttar upplýsingar um Mikkel Qvist því hann er ekki góður í fótbolta. Það er vandamálið hans. Hann er ekkert sérstakur að verjast og hann er varnarmaður. Hann er hins vegar tveir metrar á hæð, með rosalega innköst og sterkur í föstum leikatriðum,“ sagði Freyr Alexandersson, aðstoðarlandsliðsþjálfari. „Hann getur skorað og getur varist föstum leikatriðum. Ég er ekki með miklar væntingar til þess að hann breyti KA-liðinu nema í föstum leikatriðum,“ sagði Freyr. Fleiri leikmenn KA hafa verið óheppnir með meiðsli eins og varnarmennirnir Hallgrímur Jónasson og Haukur Heiðar Hauksson. „Talandi um þetta heilsuleysi. Hvað fáum við marga leiki frá Hallgrími Jónassyni? Hvað fáum við marga leiki frá Hauki Heiðari Haukssyni? Haukur Heiðar er einn mesti nagli sem ég veit um því hann er að draga löpp sem er föst,“ sagði Hjörvar Hafliðason. „Þið sáuð hann hlaupa á síðustu leiktíð. Maður spyr sig hvernig fer hann að þessu því hann getur ekki beygt löppina,“ sagði Hjörvar og Guðmundur Benediktsson blandaði sér þá inn í umræðuna. „Ég var að þjálfa í KR þegar hann var að fara út. Hann æfði með okkur áður en hann fór út til Svíþjóðar. Ég er ennþá að velta því fyrir mér í dag hvernig hann komst í gegnum þá læknisskoðun því ég sá hann vera að hlaupa á æfingum hjá okkur. Mér fannst hnéð hans vera skrýtnara en mitt hné,“ sagði Guðmundur Benediktsson. „Þá er mikið sagt,“ sagði Freyr og Hjörvar skaut líka inn í: „Sem er eitt ónýtasta hné í Evrópu,“ sagði Hjörvar. Það má finna alla umfjöllun þeirra um KA-liðið hér fyrir neðan. Klippa: Sportið í kvöld: Staðan á KA-liðinu fyrir sumarið
Pepsi Max-deild karla KA Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Í beinni: Frakkland - Ísland | Þyngsta prófið fyrir Ísland Fótbolti Fleiri fréttir ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Sjá meira