Isiah Thomas vann Jordan oftar en hann tapaði fyrir honum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. apríl 2020 17:00 MIchael Jordan vann NBA titilinn í fyrsta sinn 1991 eftir að hafa áður stöðvað tveggja ára sigurgöngu Isiah Thomas og félaga í Dertiot Pistons. Samsett/Getty Mikið hefur verið rætt um óvinina Michael Jordan og Isiah Thomas eftir þriðju og fjórðu þættina í heimildarþáttaröðinni the „The Last Dance“ en þeir voru frumsýndir síðasta sunnudag. Einvígi Detroit Pistons og Chicago Bulls á níunda áratugnum voru til umræðu í „The Last Dance“ en Isiah Thomas og félagar í Detroit Pistons enduðu þrjú tímabil í röð hjá Michael Jordan frá 1988 til 1990. Michael Jordan hafði síðan loksins betur vorið 1991 og varð í framhaldinu NBA meistari í fyrsta sinn. "Isiah Thomas is the only super star who can say he beat Bird, Magic and Jordan in their prime. And he did it without another top 50 teammate." @chris_Broussard reacts to episodes 3 and 4 of 'The Last Dance' pic.twitter.com/Ayy67YkRSD— First Things First (@FTFonFS1) April 27, 2020 Framkoma Isiah Thomas og hinna stjörnuleikmanna Detroit Pistons þótti ekki mjög merkileg en þeir stungu af úr salnum áður en lokaleikurinn kláraðist. Michael Jordan kom í veg fyrir að Isiah Thomas væri valinn í draumalið NBA á ÓL í Barcelona 1992 og eins og kom fram í síðasta þætti af „The Last Dance“ þá er hann ekki búinn að fyrirgefa Thomas næstum því þremur áratugum síðar. Isiah Thomas varð að leggja skóna á hilluna vegna meiðsla þegar hann var 32 ára en þá átti Jordan eftir að vinna þrjá af sex titlum sínum. Það er samt athyglisvert að skoða þá leiki þar sem þeir Mihcael Jordan og Isiah Thomas mættust á körfuboltavellinum í NBA deildinni. Isiah Thomas: "I didn't understand being booed in Chicago Stadium and I took it personally... I used to tell Michael, You might wear Chicago on your chest, but I'll show you what Chicago guys play like.'"Required reading before #TheLastDance:— Chicago Bulls (@chicagobulls) April 26, 2020 Isiah Thomas vann nefnilega Jordan oftar en hann tapaði fyrir honum, bæði í 43 deildarleikjum sem og í 22 leikjum þeirra í úrslitakeppni. Isiah Thomas fagnaði 24 sinnum sigri í 43 deildarleikjum og vann 12 af 22 leikjum í úrslitakeppninni. Við erum því að tala um að Isiah Thomas hafði betur á móti Jordan í 55 prósent leikja þeirra eða í 36 af 65 leikjum. Þegar kom að úrslitakeppninni 1991 var Isiah Thomas búinn að fagna sigri í 12 af 18 leikjum þeirra en Chicago Bulls sópaði Detroit út úr úrslitakeppninni 1991 og liðin mættust ekki aftur með þessa kappa innanborðs. Fun fact: Isiah Thomas was Michael Jordan's coach in his last All-Star GameI have never seen two faker smiles in my life pic.twitter.com/XN9aG4b4IX— Tyler Conway (@jtylerconway) April 27, 2020 Í deildarleikjum þeirra var Michael Jordan með 31,6 stig og 5,5 stoðsendingar í leik í deildarleikjum þeirra en Isiah Thomas skoraði 21,0 stig og gaf 9,3 stoðsendingar í leik á móti Jordan. Í úrslitakeppninni var Isiah Thomas með 18,9 stig og 8,3 stoðsendingar í leik en Jordan bauð upp á 30,0 stig og 6,1 stoðsendingu í leik í leikjum sínum á móti Thomas og félögum. Það má finna alla tölfræðina úr innbyrðis leikjum þeirra tveggja með því að smella hér. What's really behind Michael Jordan's beef with Isiah Thomas? pic.twitter.com/CRxzrjLN3D— Highly Quarantined (@HQonESPN) April 27, 2020 NBA Mest lesið Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Íslenski boltinn Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Fótbolti Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Íslenski boltinn Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Sport Fleiri fréttir Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Sjá meira
Mikið hefur verið rætt um óvinina Michael Jordan og Isiah Thomas eftir þriðju og fjórðu þættina í heimildarþáttaröðinni the „The Last Dance“ en þeir voru frumsýndir síðasta sunnudag. Einvígi Detroit Pistons og Chicago Bulls á níunda áratugnum voru til umræðu í „The Last Dance“ en Isiah Thomas og félagar í Detroit Pistons enduðu þrjú tímabil í röð hjá Michael Jordan frá 1988 til 1990. Michael Jordan hafði síðan loksins betur vorið 1991 og varð í framhaldinu NBA meistari í fyrsta sinn. "Isiah Thomas is the only super star who can say he beat Bird, Magic and Jordan in their prime. And he did it without another top 50 teammate." @chris_Broussard reacts to episodes 3 and 4 of 'The Last Dance' pic.twitter.com/Ayy67YkRSD— First Things First (@FTFonFS1) April 27, 2020 Framkoma Isiah Thomas og hinna stjörnuleikmanna Detroit Pistons þótti ekki mjög merkileg en þeir stungu af úr salnum áður en lokaleikurinn kláraðist. Michael Jordan kom í veg fyrir að Isiah Thomas væri valinn í draumalið NBA á ÓL í Barcelona 1992 og eins og kom fram í síðasta þætti af „The Last Dance“ þá er hann ekki búinn að fyrirgefa Thomas næstum því þremur áratugum síðar. Isiah Thomas varð að leggja skóna á hilluna vegna meiðsla þegar hann var 32 ára en þá átti Jordan eftir að vinna þrjá af sex titlum sínum. Það er samt athyglisvert að skoða þá leiki þar sem þeir Mihcael Jordan og Isiah Thomas mættust á körfuboltavellinum í NBA deildinni. Isiah Thomas: "I didn't understand being booed in Chicago Stadium and I took it personally... I used to tell Michael, You might wear Chicago on your chest, but I'll show you what Chicago guys play like.'"Required reading before #TheLastDance:— Chicago Bulls (@chicagobulls) April 26, 2020 Isiah Thomas vann nefnilega Jordan oftar en hann tapaði fyrir honum, bæði í 43 deildarleikjum sem og í 22 leikjum þeirra í úrslitakeppni. Isiah Thomas fagnaði 24 sinnum sigri í 43 deildarleikjum og vann 12 af 22 leikjum í úrslitakeppninni. Við erum því að tala um að Isiah Thomas hafði betur á móti Jordan í 55 prósent leikja þeirra eða í 36 af 65 leikjum. Þegar kom að úrslitakeppninni 1991 var Isiah Thomas búinn að fagna sigri í 12 af 18 leikjum þeirra en Chicago Bulls sópaði Detroit út úr úrslitakeppninni 1991 og liðin mættust ekki aftur með þessa kappa innanborðs. Fun fact: Isiah Thomas was Michael Jordan's coach in his last All-Star GameI have never seen two faker smiles in my life pic.twitter.com/XN9aG4b4IX— Tyler Conway (@jtylerconway) April 27, 2020 Í deildarleikjum þeirra var Michael Jordan með 31,6 stig og 5,5 stoðsendingar í leik í deildarleikjum þeirra en Isiah Thomas skoraði 21,0 stig og gaf 9,3 stoðsendingar í leik á móti Jordan. Í úrslitakeppninni var Isiah Thomas með 18,9 stig og 8,3 stoðsendingar í leik en Jordan bauð upp á 30,0 stig og 6,1 stoðsendingu í leik í leikjum sínum á móti Thomas og félögum. Það má finna alla tölfræðina úr innbyrðis leikjum þeirra tveggja með því að smella hér. What's really behind Michael Jordan's beef with Isiah Thomas? pic.twitter.com/CRxzrjLN3D— Highly Quarantined (@HQonESPN) April 27, 2020
NBA Mest lesið Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Íslenski boltinn Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Fótbolti Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Íslenski boltinn Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Sport Fleiri fréttir Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Sjá meira