Manchester United búið að eyða 11,5 milljörðum í Alexis Sanchez Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. apríl 2020 13:30 Alexis Sanchez hefur ekki gert merkilega hluti í búningi Manchester United. Getty/John Peters Það verður erfitt að halda öðru fram en að koma Alexis Sanchez til Manchester United séu ein af verstu viðskiptunum í sögu félagsins og jafnvel ensku úrvalsdeildarinnar. Alexis Sanchez er nú aftur á „heimleið“ til Manchester United. Daily Mail hefur nú tekið það saman að Manchester United sé nú búið að eyða 64,7 milljónum breskra punda í Sílemanninn Alexis Sanchez eða 11,5 milljörðum íslenskra króna. Það síðasta inn í þá risaupphæð er 1,1 milljón punda hollustubónus sem Alexis Sanchez fær í vasann nú þegar hann snýr til baka úr láni frá ítalska félaginu Internazionale. REVEALED: The incredible £64.7m Man United have wasted on Alexis Sanchez https://t.co/F7EJaZp0uo— MailOnline Sport (@MailSport) April 2, 2020 Alexis Sanchez var í láni hjá Internazionale á 2019-20 tímabilinu en það kostað Manchester United samt 17 milljónir punda eða þrjá milljarða íslenskra króna. Samtals hefur Alexis Sanchez kostað félagið 64,65 milljónir punda á aðeins tveimur og þremur mánuðum en þar tóku blaðamenn Daily Mail inn í vikulaun hans, leikjabónusa, útborgun við undirritun samnings og svo hina árlega hollustu bónusa. Stærsti hlutinn er að Manchester United er að borga Alexis Sanchez 391 þúsund pund í laun í hverri viku eða 69,5 milljónir íslenskra króna. Alexis Sanchez fékk líka 6,7 milljónir punda eða meira en 1,1 milljarð íslenskra króna bara fyrir að skrifa undir samninginn þegar hann kom frá Arsenal í janúar 2018. Alexis Sanchez fær líka 75 þúsund pund fyrir hvern leik sem hann spilar fyrir félagið en það eru 13,3 milljónir í viðbót. Uppskeran inn á vellinum hefur hins vegar verið grátleg. Alexis Sanchez hefur aðeins skorað 3 mörk í 32 deildarleikjum með liðinu og Ole Gunnar Solskjær vildi losna við hann fyrir tímabilið. Alexis Sanchez to head back to Manchester United at end of season as Inter reject chance to extend deal | @mcgrathmike reportshttps://t.co/zZEIgtP4M4— Telegraph Football (@TeleFootball) March 30, 2020 Frammistaða Alexis Sanchez á Ítalíu hefur ekki gefið ástæðu til meiri bjartsýni nú þegar hann snýr til baka. Hann var aðeins með eitt mark í fimmtán leikjum og missti líka af mörgum leikjum vegna ökklameiðsla. Hann hefur aðeins spilað samtals 596 mínútur með Internazionale á tímabilinu sem þýðir að Inter menn hafa borgað 7.550 pund fyrir hverja mínútu eða yfir 1,3 milljón íslenskra króna. Internazionale hafði möguleika á því að kaupa Sanchez á 17,5 milljónir punda en félagið hafði engan áhuga á því. Manchester United fær hann því til baka í sumar og samningurinn rennur ekki út fyrr en í lok júní 2022. Enski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Uppgjör: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Íslenski boltinn Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Fótbolti Fleiri fréttir Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Sjá meira
Það verður erfitt að halda öðru fram en að koma Alexis Sanchez til Manchester United séu ein af verstu viðskiptunum í sögu félagsins og jafnvel ensku úrvalsdeildarinnar. Alexis Sanchez er nú aftur á „heimleið“ til Manchester United. Daily Mail hefur nú tekið það saman að Manchester United sé nú búið að eyða 64,7 milljónum breskra punda í Sílemanninn Alexis Sanchez eða 11,5 milljörðum íslenskra króna. Það síðasta inn í þá risaupphæð er 1,1 milljón punda hollustubónus sem Alexis Sanchez fær í vasann nú þegar hann snýr til baka úr láni frá ítalska félaginu Internazionale. REVEALED: The incredible £64.7m Man United have wasted on Alexis Sanchez https://t.co/F7EJaZp0uo— MailOnline Sport (@MailSport) April 2, 2020 Alexis Sanchez var í láni hjá Internazionale á 2019-20 tímabilinu en það kostað Manchester United samt 17 milljónir punda eða þrjá milljarða íslenskra króna. Samtals hefur Alexis Sanchez kostað félagið 64,65 milljónir punda á aðeins tveimur og þremur mánuðum en þar tóku blaðamenn Daily Mail inn í vikulaun hans, leikjabónusa, útborgun við undirritun samnings og svo hina árlega hollustu bónusa. Stærsti hlutinn er að Manchester United er að borga Alexis Sanchez 391 þúsund pund í laun í hverri viku eða 69,5 milljónir íslenskra króna. Alexis Sanchez fékk líka 6,7 milljónir punda eða meira en 1,1 milljarð íslenskra króna bara fyrir að skrifa undir samninginn þegar hann kom frá Arsenal í janúar 2018. Alexis Sanchez fær líka 75 þúsund pund fyrir hvern leik sem hann spilar fyrir félagið en það eru 13,3 milljónir í viðbót. Uppskeran inn á vellinum hefur hins vegar verið grátleg. Alexis Sanchez hefur aðeins skorað 3 mörk í 32 deildarleikjum með liðinu og Ole Gunnar Solskjær vildi losna við hann fyrir tímabilið. Alexis Sanchez to head back to Manchester United at end of season as Inter reject chance to extend deal | @mcgrathmike reportshttps://t.co/zZEIgtP4M4— Telegraph Football (@TeleFootball) March 30, 2020 Frammistaða Alexis Sanchez á Ítalíu hefur ekki gefið ástæðu til meiri bjartsýni nú þegar hann snýr til baka. Hann var aðeins með eitt mark í fimmtán leikjum og missti líka af mörgum leikjum vegna ökklameiðsla. Hann hefur aðeins spilað samtals 596 mínútur með Internazionale á tímabilinu sem þýðir að Inter menn hafa borgað 7.550 pund fyrir hverja mínútu eða yfir 1,3 milljón íslenskra króna. Internazionale hafði möguleika á því að kaupa Sanchez á 17,5 milljónir punda en félagið hafði engan áhuga á því. Manchester United fær hann því til baka í sumar og samningurinn rennur ekki út fyrr en í lok júní 2022.
Enski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Uppgjör: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Íslenski boltinn Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Fótbolti Fleiri fréttir Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Sjá meira
Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn
Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn