Segja fráleitt að hækka laun þingmanna og ráðherra Heimir Már Pétursson skrifar 29. apríl 2020 13:43 Fyrstu umræðu lauk í gærkvöldi um frumvarp til að fella niður launahækkanir til þingmanna og ráðherra og frysta laun þeirra út kjörtímabilið. Myndin er frá setningu Alþingis sl. haust. Vísir/Vilhelm Mælt var fyrir frumvarpi þingmanna Pírata, Samfylkingar, Flokks fólksins þingmanns utan flokka í gærkvöldi umaðþingmenn og ráðherrar fái engar launahækkanir út kjörtímabilið. Frummælandi segir út úr öllu korti að þessi hópur fái launahækkanir eins og staðan er í dag. Launamál þingmanna og ráðherra eru orðin nokkuð flókin þar sem hækkun sem þeir áttu að fá ásamt ráðuneytisstjórum, dómurum, saksóknurum, lögreglustjórum, seðlabankastjóra og ríkissáttasemjara í júníí fyrra var frestað til 1. janúar áþessu ári. En Alþingi gleymdi hins vegar að taka hana til framkvæmda og stendur til að leiðrétta það. Síðan eiga þingmenn og ráðherrar ásamt fyrrgreindum hópum að fá launahækkun í júlíáþessu ári. Halldóra Mogensen þingmaður Pírata mælti fyrir frumvarpi þriggja flokka og Andrés Inga Jónssonar um lækkun launa þingmanna og ráðherra á Alþingi í gærkvöldi.Vísir/Vilhelm Þingmenn Pírata með Halldóru Mogensen í fararbroddi ásamt þingmönnum Samfylkingar, Flokki fólksins og Andrési Ingi Jónssyni þingmanni utan flokka hafa lagt fram frumvarp um að allar þessar launahækkanir verði slegnar af. Krónutala launanna verði síðan fest inn í lögum um þingfararkaup annars vegar og lögum um stjórnarráðÍslands hins vegar þannig að þau haldist óbreytt til 31. desember 2021 eða fram yfir næstu kosningar til Alþingis. Halldóra mælti fyrir frumvarpinu á Alþingi í gærkvöldi og minnti á að forsætisráðherra hefði hvatt til samstöðu í samfélaginu þegar hún mæltist til þess að útgerðir féllu frá skaðabótakröfu á hendur ríkinu vegna breytinga á makrílkvóta. Laun forsætisráðherra munu hækka um 130 þúsund, annarra ráðherra um 100 þúsund og þingmanna um 70 þúsund að óbreyttu.Stöð 2/Frikki „Nú þegar gríðarlegar efnahagsþrengingar blasa við og valda mörgum miklum tekjumissi og jafnvel atvinnumissi þykir mér það algerlega fráleitt í raun og veru og úr allri tengingu við raunveruleika flestra í samfélaginu; að á sama tíma og þessar efnahagsþrengingar blasi við að til standi að framkvæma launahækkun þingmanna og ráðherra um næstu mánaðamót. Eftir örfáa daga,” sagði Halldóra. Hækkunin fæli í sér afturvirkar launahækkanir um fjóra mánuði ásamt því að laun ráðherra hækkuðu um rúmar hundrað þúsund krónur á mánuði, laun forsætisráðherra um rúmar 130 þúsund krónur og laun þingmanna um tæpar sjötíu þúsund krónur. Ráðmenn geti ekki þegið slíkar launahækkanir núna. Jafnvel þótt um vísitöluhækkanir sé að ræða samkvæmt hækkun launa annarra opinberra starfsmanna. „En það er stuttur tími til stefnu. Það kemur þá í ljós á allra næstu dögum hvort hæstvirtur forsætisráðherra og ríkisstjórnin vilji stíga um borð í bátinn með almenningi,“ sagði Halldóra Mogensen. Kjaramál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Verkföll 2020 Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Lítt dulin hótun fjármálaráðherra Í gær, án þess að það vekti mikla athygli fjölmiðla, setti fjármálaráðherra fram lítt dulda hótun gagnvart Ágústi Ólafi Ágústssyni þingmanni Samfylkingarinnar í Twitter færslu. 29. apríl 2020 13:00 265 missa vinnuna í átta hópuppsögnum 265 missa vinnuna í þessum átta hópuppsögnum og allar nema ein tengjast fyrirtækjum í ferðaþjónustu. 29. apríl 2020 12:08 Þrjátíu starfsmönnum Fríhafnarinnar sagt upp Rúmlega hundrað starfsmönnum verður boðið áframhaldandi starf en í lægra starfshlutfalli. 29. apríl 2020 11:54 Meirihluta starfsmanna Iceland Travel sagt upp „Þar sem ekki er hægt að gera ráð fyrir því að starfsemin taki við sér á ákveðnum tíma verðum við að ganga ansi nærri fyrirtækinu með uppsagnir og sem varúðarráðstöfun segja upp meirihluta starfsmanna félagsins,“ segir framkvæmdastjóri Iceland Travel 29. apríl 2020 11:46 Kynnisferðir segja upp 150 starfsmönnum Kynnisferðir hafa sagt upp 150 starfsmönnum, eða um 40 prósent starfsliðsins. 29. apríl 2020 10:40 Þung mánaðamót framundan, svartir tímar og mikilvæg samstaða Viðmælendur Vísis eiga það sameiginlegt að vera í forsvari fyrir sömu fyrirtækin nú og í bankahruninu. Spurt var um horfurnar framundan og samanburð við bankahrunið. 29. apríl 2020 09:00 Mest lesið Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Sjá meira
Mælt var fyrir frumvarpi þingmanna Pírata, Samfylkingar, Flokks fólksins þingmanns utan flokka í gærkvöldi umaðþingmenn og ráðherrar fái engar launahækkanir út kjörtímabilið. Frummælandi segir út úr öllu korti að þessi hópur fái launahækkanir eins og staðan er í dag. Launamál þingmanna og ráðherra eru orðin nokkuð flókin þar sem hækkun sem þeir áttu að fá ásamt ráðuneytisstjórum, dómurum, saksóknurum, lögreglustjórum, seðlabankastjóra og ríkissáttasemjara í júníí fyrra var frestað til 1. janúar áþessu ári. En Alþingi gleymdi hins vegar að taka hana til framkvæmda og stendur til að leiðrétta það. Síðan eiga þingmenn og ráðherrar ásamt fyrrgreindum hópum að fá launahækkun í júlíáþessu ári. Halldóra Mogensen þingmaður Pírata mælti fyrir frumvarpi þriggja flokka og Andrés Inga Jónssonar um lækkun launa þingmanna og ráðherra á Alþingi í gærkvöldi.Vísir/Vilhelm Þingmenn Pírata með Halldóru Mogensen í fararbroddi ásamt þingmönnum Samfylkingar, Flokki fólksins og Andrési Ingi Jónssyni þingmanni utan flokka hafa lagt fram frumvarp um að allar þessar launahækkanir verði slegnar af. Krónutala launanna verði síðan fest inn í lögum um þingfararkaup annars vegar og lögum um stjórnarráðÍslands hins vegar þannig að þau haldist óbreytt til 31. desember 2021 eða fram yfir næstu kosningar til Alþingis. Halldóra mælti fyrir frumvarpinu á Alþingi í gærkvöldi og minnti á að forsætisráðherra hefði hvatt til samstöðu í samfélaginu þegar hún mæltist til þess að útgerðir féllu frá skaðabótakröfu á hendur ríkinu vegna breytinga á makrílkvóta. Laun forsætisráðherra munu hækka um 130 þúsund, annarra ráðherra um 100 þúsund og þingmanna um 70 þúsund að óbreyttu.Stöð 2/Frikki „Nú þegar gríðarlegar efnahagsþrengingar blasa við og valda mörgum miklum tekjumissi og jafnvel atvinnumissi þykir mér það algerlega fráleitt í raun og veru og úr allri tengingu við raunveruleika flestra í samfélaginu; að á sama tíma og þessar efnahagsþrengingar blasi við að til standi að framkvæma launahækkun þingmanna og ráðherra um næstu mánaðamót. Eftir örfáa daga,” sagði Halldóra. Hækkunin fæli í sér afturvirkar launahækkanir um fjóra mánuði ásamt því að laun ráðherra hækkuðu um rúmar hundrað þúsund krónur á mánuði, laun forsætisráðherra um rúmar 130 þúsund krónur og laun þingmanna um tæpar sjötíu þúsund krónur. Ráðmenn geti ekki þegið slíkar launahækkanir núna. Jafnvel þótt um vísitöluhækkanir sé að ræða samkvæmt hækkun launa annarra opinberra starfsmanna. „En það er stuttur tími til stefnu. Það kemur þá í ljós á allra næstu dögum hvort hæstvirtur forsætisráðherra og ríkisstjórnin vilji stíga um borð í bátinn með almenningi,“ sagði Halldóra Mogensen.
Kjaramál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Verkföll 2020 Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Lítt dulin hótun fjármálaráðherra Í gær, án þess að það vekti mikla athygli fjölmiðla, setti fjármálaráðherra fram lítt dulda hótun gagnvart Ágústi Ólafi Ágústssyni þingmanni Samfylkingarinnar í Twitter færslu. 29. apríl 2020 13:00 265 missa vinnuna í átta hópuppsögnum 265 missa vinnuna í þessum átta hópuppsögnum og allar nema ein tengjast fyrirtækjum í ferðaþjónustu. 29. apríl 2020 12:08 Þrjátíu starfsmönnum Fríhafnarinnar sagt upp Rúmlega hundrað starfsmönnum verður boðið áframhaldandi starf en í lægra starfshlutfalli. 29. apríl 2020 11:54 Meirihluta starfsmanna Iceland Travel sagt upp „Þar sem ekki er hægt að gera ráð fyrir því að starfsemin taki við sér á ákveðnum tíma verðum við að ganga ansi nærri fyrirtækinu með uppsagnir og sem varúðarráðstöfun segja upp meirihluta starfsmanna félagsins,“ segir framkvæmdastjóri Iceland Travel 29. apríl 2020 11:46 Kynnisferðir segja upp 150 starfsmönnum Kynnisferðir hafa sagt upp 150 starfsmönnum, eða um 40 prósent starfsliðsins. 29. apríl 2020 10:40 Þung mánaðamót framundan, svartir tímar og mikilvæg samstaða Viðmælendur Vísis eiga það sameiginlegt að vera í forsvari fyrir sömu fyrirtækin nú og í bankahruninu. Spurt var um horfurnar framundan og samanburð við bankahrunið. 29. apríl 2020 09:00 Mest lesið Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Sjá meira
Lítt dulin hótun fjármálaráðherra Í gær, án þess að það vekti mikla athygli fjölmiðla, setti fjármálaráðherra fram lítt dulda hótun gagnvart Ágústi Ólafi Ágústssyni þingmanni Samfylkingarinnar í Twitter færslu. 29. apríl 2020 13:00
265 missa vinnuna í átta hópuppsögnum 265 missa vinnuna í þessum átta hópuppsögnum og allar nema ein tengjast fyrirtækjum í ferðaþjónustu. 29. apríl 2020 12:08
Þrjátíu starfsmönnum Fríhafnarinnar sagt upp Rúmlega hundrað starfsmönnum verður boðið áframhaldandi starf en í lægra starfshlutfalli. 29. apríl 2020 11:54
Meirihluta starfsmanna Iceland Travel sagt upp „Þar sem ekki er hægt að gera ráð fyrir því að starfsemin taki við sér á ákveðnum tíma verðum við að ganga ansi nærri fyrirtækinu með uppsagnir og sem varúðarráðstöfun segja upp meirihluta starfsmanna félagsins,“ segir framkvæmdastjóri Iceland Travel 29. apríl 2020 11:46
Kynnisferðir segja upp 150 starfsmönnum Kynnisferðir hafa sagt upp 150 starfsmönnum, eða um 40 prósent starfsliðsins. 29. apríl 2020 10:40
Þung mánaðamót framundan, svartir tímar og mikilvæg samstaða Viðmælendur Vísis eiga það sameiginlegt að vera í forsvari fyrir sömu fyrirtækin nú og í bankahruninu. Spurt var um horfurnar framundan og samanburð við bankahrunið. 29. apríl 2020 09:00