Lippi kvartaði yfir grófum Íslendingum með hjálp túlks Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. apríl 2020 15:00 Lippi með sigurvindil eftir að Ítalía varð heimsmeistari 2006. vísir/getty Logi Ólafsson, einn reyndasti fótboltaþjálfari landsins, var gestur Ríkharðs Óskars Guðnasonar í Sportinu í kvöld í gær. Þar rifjaði hann m.a. upp tvo vináttulandsleiki Íslands og Ítalíu á árunum 2004 og 2005. Íslendingar unnu 2-0 sigur á Ítölum frammi fyrir rúmlega 20 þúsund áhorfendum á Laugardalsvelli síðsumars 2004. Eiður Smári Guðjohnsen og Gylfi Einarsson skoruðu mörk Íslands með tveggja mínútna millibili í fyrri hálfleik. Ísland og Ítalía gerðu svo markalaust jafntefli í Padúa í mars 2005. Eftir leikinn kvartaði Marcelo Lippi, þjálfari Ítala, yfir því hversu fast honum fannst Íslendingar spila. Við það fékk hann hjálp túlks. „Eftir leikinn vildi hann tala við okkur Ásgeir [Sigurvinsson]. Það var því honum fannst við vera grófir og var með túlk með sér,“ sagði Logi. „Við Ásgeir mótmæltum þessu en hann sagði In generale, svona almennt séð, þegar við bentum á að þeir hefðu líka brotið af sér,“ sagði Logi og lék takta Lippis eftir. Logi stýrði íslenska landsliðinu á árunum 2003-05 ásamt Ásgeiri Sigurvinssyni.vísir/getty Kári Árnason lék sinn fyrsta landsleik í þessum leik. Hann kom inn á sem varamaður á 77. mínútu. Hann stoppaði stutt við en þremur mínútum eftir að hann kom inn á fékk hann rauða spjaldið. Fyrsti leikur Lippis með ítalska landsliðið var leikurinn frægi á Laugardalsvelli. Óhætt er að segja að fall hafi verið fararheill því Lippi gerði Ítali að heimsmeisturum í Þýskalandi 2006. Lippi tók aftur við ítalska landsliðinu eftir EM 2008 og stýrði því á HM tveimur árum síðar. Þar komust heimsmeistararnir ekki upp úr sínum riðli og Lippi hætti störfum eftir mótið. Klippa: Sportið í kvöld - Lippi kvartaði við Loga og Ásgeir Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á þþsjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Fótbolti Sportið í kvöld Tengdar fréttir Logi Ólafs: Á minni samvisku að feðgarnir spiluðu aldrei saman landsleik Logi Ólafsson ákvað að spara það að leyfa feðgunum Arnóri Guðjohnsen og Eiði Smára Guðjohnsen að spila saman í íslenska landsliðinu og síðan tóku örlögin í taumana. 29. apríl 2020 10:30 Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Fleiri fréttir Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Sjá meira
Logi Ólafsson, einn reyndasti fótboltaþjálfari landsins, var gestur Ríkharðs Óskars Guðnasonar í Sportinu í kvöld í gær. Þar rifjaði hann m.a. upp tvo vináttulandsleiki Íslands og Ítalíu á árunum 2004 og 2005. Íslendingar unnu 2-0 sigur á Ítölum frammi fyrir rúmlega 20 þúsund áhorfendum á Laugardalsvelli síðsumars 2004. Eiður Smári Guðjohnsen og Gylfi Einarsson skoruðu mörk Íslands með tveggja mínútna millibili í fyrri hálfleik. Ísland og Ítalía gerðu svo markalaust jafntefli í Padúa í mars 2005. Eftir leikinn kvartaði Marcelo Lippi, þjálfari Ítala, yfir því hversu fast honum fannst Íslendingar spila. Við það fékk hann hjálp túlks. „Eftir leikinn vildi hann tala við okkur Ásgeir [Sigurvinsson]. Það var því honum fannst við vera grófir og var með túlk með sér,“ sagði Logi. „Við Ásgeir mótmæltum þessu en hann sagði In generale, svona almennt séð, þegar við bentum á að þeir hefðu líka brotið af sér,“ sagði Logi og lék takta Lippis eftir. Logi stýrði íslenska landsliðinu á árunum 2003-05 ásamt Ásgeiri Sigurvinssyni.vísir/getty Kári Árnason lék sinn fyrsta landsleik í þessum leik. Hann kom inn á sem varamaður á 77. mínútu. Hann stoppaði stutt við en þremur mínútum eftir að hann kom inn á fékk hann rauða spjaldið. Fyrsti leikur Lippis með ítalska landsliðið var leikurinn frægi á Laugardalsvelli. Óhætt er að segja að fall hafi verið fararheill því Lippi gerði Ítali að heimsmeisturum í Þýskalandi 2006. Lippi tók aftur við ítalska landsliðinu eftir EM 2008 og stýrði því á HM tveimur árum síðar. Þar komust heimsmeistararnir ekki upp úr sínum riðli og Lippi hætti störfum eftir mótið. Klippa: Sportið í kvöld - Lippi kvartaði við Loga og Ásgeir Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á þþsjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á þþsjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Fótbolti Sportið í kvöld Tengdar fréttir Logi Ólafs: Á minni samvisku að feðgarnir spiluðu aldrei saman landsleik Logi Ólafsson ákvað að spara það að leyfa feðgunum Arnóri Guðjohnsen og Eiði Smára Guðjohnsen að spila saman í íslenska landsliðinu og síðan tóku örlögin í taumana. 29. apríl 2020 10:30 Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Fleiri fréttir Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Sjá meira
Logi Ólafs: Á minni samvisku að feðgarnir spiluðu aldrei saman landsleik Logi Ólafsson ákvað að spara það að leyfa feðgunum Arnóri Guðjohnsen og Eiði Smára Guðjohnsen að spila saman í íslenska landsliðinu og síðan tóku örlögin í taumana. 29. apríl 2020 10:30