Innlent

Innan við tíu á sjúkrahúsi vegna Covid-19

Kjartan Kjartansson skrifar
Örfá ný smit hafa greinst undanfarna daga. Myndin er úr safni.
Örfá ný smit hafa greinst undanfarna daga. Myndin er úr safni. Landspítali/Þorkell

Tveir greindust með kórónuveiruna síðasta sólarhringinn, samkvæmt nýuppfærðum tölum á Covid.is. Alls hafa því 1.797 greinst með veiruna hér á landi. 

Sjö eru nú á sjúkrahúsi vegna Covid-19, fjórum færri en í gær, og enginn er lengur á gjörgæslu. Í einagrun er 131 og 715 eru í sóttkví. Nú hafa 1.656 manns náð bata og 18.957 lokið sóttkví. Alls hafa verið tekin 47.573 sýni.

Tíu manns hafa látist í faraldrinum til þessa.

Upplýsingafundur almannavarna vegna veirunnar er á sínum stað klukkan 14 í dag. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn og Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir munu fara yfir stöðu mála með tilliti til COVID-19 hér á landi. Gestur fundarins verður Svanhildur Þengilsdóttir, forstöðumaður stuðnings- og öldrunarþjónustu í Garðabæ.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×