Sorgir sameignar Svanur Guðmundsson skrifar 29. apríl 2020 12:00 Það var ekki einungis að við Íslendingar veiddum of mikið úr okkar stofnum, við vorum líka að tapa mannslífum og fjármunum við þær veiðar. Það er áhugavert hvað sameignir geta valdið miklum deilum og vandamálum, hvort heldur þær eru í húsfélagi eða synda í hafinu umhverfis landið. Það sem okkur hér á landi skiptir mestu er umgengnin um auðlindir hafsins og hvernig þeim er ráðstafað. Um það höfum við sett lög, “Lög um stjórn fiskveiða”, og hafa þau frá fyrsta degi valdið miklum deilum. Fáir innan sjávarútvegsins vildu þessi lög á sínum tíma en menn voru sammála um að eitthvað yrði til bragðs að taka. Fyrst þegar lögin voru sett, voru menn innan sjávarútvegsins ósáttir með takmörkunina og skiptinguna sín á milli en núna birtist óánægjan meira meðal almennings. Það var þó ekki fyrr en lögin fóru að virka einsog til stóð og árangurinn fór að birtast í betri rekstri og meiri arðsemi. Bandaríski hagfræðingurinn Elinor Ostrom fékk nóbelsverðlaunin í hagfræði, fyrst kvenna, árið 2009. Hún sagði eitthvað á þessa leið, í endursögn höfundar: „Meðan fyrirtæki með eigin skipulag og stjórn hafa ekki mótaðan og viðurkenndan fræðilegan grunn, byggðan á bestu manna yfirsýn, þá munu mikilvægar ákvarðanir um stefnu áfram verða teknar undir því fororði að einstaklingar geti ekki skipulagt sig sjálfir heldur verði utanaðkomandi stjórnvald að skipuleggja þá.“ Hinn fræðilegi grunnur, byggður á bestu manna yfirsýn, sem Elinor Ostrom talar um, er háður stöðugri vísindalegri endurskoðun sem ekki er á færi einstakra fyrirtækja í sjávarútvegi. Megintilgangur laga um stjórn fiskveiða var að stöðva ofveiði sem var við það að eyðileggja okkar mikilvægu fiskstofna. Það var ekki einungis að við veiddum of mikið úr okkar stofnum, við vorum líka að tapa mannslífum og fjármunum við þær veiðar. Bátar voru of margir við veiðarnar og kostnaður við þær of hár. Núna hagnast útgerðir, fiskistofnarnir eru sjálfbærir og enginn hefur farist á sjó við veiðarnar síðastliðin þrjú ár. Þetta samhengi eiga sumir erfitt með að sjá. Núna erum við í þeirri klaufalegu stöðu að ráðherra braut lögin sem hann átti að fara eftir. Honum má þó telja til vorkunnar að hingað kom syndandi fiskistofn sem ekki hafði verið hér áður. Stofn sem aðrar þjóðir nýttu og við gátum farið að nýta í kjölfar þess að hann kom inn í lögsögu okkar. Í fyrstu voru það aðeins stærstu skipin sem höfðu tök á að veiða úr þessum stofni og aflað þeirrar veiðireynslu sem var að grundvelli úthlutunar kvóta samkvæmt lögum. Þegar makrílstofninn kom nær landi og fleiri höfðu aðstöðu til að nýta hann var nauðsynlegt að setja útgerðum kvóta, en margir töldu þá veiðireynsluna ekki byggjast á sanngirni. Þar á meðal var þáverandi sjávarútvegsráðherra, sem taldi sig hafa lagaheimild til þess að úthluta kvótanum af meiri sanngirni með sínu pólitíska nefi en bókstafurinn og aflatölurnar sögðu til um. Dómstólar voru honum ekki sammála. Reyndar voru nær allir ósammála honum þegar hann framkvæmdi úthlutunina, enda eftir honum haft að fyrst allir væru ósáttir þá hlyti þetta að vera í lagi! Skipulag ráðherra var dæmt ólögmætt, fyrst af umboðsmanni Alþingis og að endingu í Hæstarétti. Ráðherrar, jafnvel þeir með „réttlátt“ pólitískt nef, hafa ekki leyfi til að fara út fyrir þær valdheimildir sem bókstafur laganna kveður á um. Þá vernd hefur borgarinn gegn misnotkun valds þeirra. Stjórnendur fyrirtækja skulu gæta hagsmuna fyrirtækisins að viðlagðri ábyrgð eins og nýlegir dómar á hendur bankastjórum föllnu bankana hafa sýnt. Í þessu tilfelli ber þeim að sækja bætur hafi ólöglegar ákvarðanir ráðherra skaðað fyrirtækið. Málsókn á hendur stjórnvöldum er eina leiðin sem þeim er fær að lögum eða þá hitt, að gera ekki neitt og benda á mistökin, og finna sameiginlega leið til að lagfæra þessi mistök. Stjórnvöld eiga að viðurkenna mistökin við gjörnings ráðherrann sem taldi sitt „réttláta“ pólitíska nef betra en lögin. Við meigum ekki gleyma því að þetta snýst líka um verndun þegnanna gegn misbeitingu valds stjórnvalda. Menn geta býsnast yfir ráðherra eða hrákasmíði á lögum, en vilji þeir af þessu tilefni býsnast yfir kvótakerfinu er þeirra eigin „réttláta“ pólitíska nef að leiða þá á villigötur. Kvótakerfið er gott og hefur reynst frábærlega við að koma á skynsamri og hagsýnni stjórnun veiða en núna eru bæði einstök fyrirtæki og stjórnvöld að skaða heildarhagsmuni landsins. Það er auðvitað skrítið að útgerðir geti sótt bætur til ríkisins fyrir að hafa ekki fengið afhenta eign frá ríkinu þó svo að lögin kveði á um slíkt. En lögin eru mannanna verk eins og annað og sameiginleg auðlind er afhent útgerðum til nýtingar þannig að heildarhagsmunum sé sem best borgið. Einstaka útgerðir hugsa eðlilega um eigin hag og þess vegna þarf utanaðkomandi stjórnvald að koma með reglur um nýtinguna einsog áður sagði. Þannig færir ríkið útgerðum verðmæti en ekki rétt til skaðabóta ef þeir fá ekki veiðiréttinn. En svo er hitt ef ríkið veldur fyrirtækjum skaða þá eðlilega á það að greiða skaðabætur. Þetta mál þarf að leysa með sátt og það áður en dómstólar þurfa að dæma í málinu aftur. Það er ekki lausn að hluta barnið í tvo hluta með Salómon dómi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Mest lesið „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Sjá meira
Það var ekki einungis að við Íslendingar veiddum of mikið úr okkar stofnum, við vorum líka að tapa mannslífum og fjármunum við þær veiðar. Það er áhugavert hvað sameignir geta valdið miklum deilum og vandamálum, hvort heldur þær eru í húsfélagi eða synda í hafinu umhverfis landið. Það sem okkur hér á landi skiptir mestu er umgengnin um auðlindir hafsins og hvernig þeim er ráðstafað. Um það höfum við sett lög, “Lög um stjórn fiskveiða”, og hafa þau frá fyrsta degi valdið miklum deilum. Fáir innan sjávarútvegsins vildu þessi lög á sínum tíma en menn voru sammála um að eitthvað yrði til bragðs að taka. Fyrst þegar lögin voru sett, voru menn innan sjávarútvegsins ósáttir með takmörkunina og skiptinguna sín á milli en núna birtist óánægjan meira meðal almennings. Það var þó ekki fyrr en lögin fóru að virka einsog til stóð og árangurinn fór að birtast í betri rekstri og meiri arðsemi. Bandaríski hagfræðingurinn Elinor Ostrom fékk nóbelsverðlaunin í hagfræði, fyrst kvenna, árið 2009. Hún sagði eitthvað á þessa leið, í endursögn höfundar: „Meðan fyrirtæki með eigin skipulag og stjórn hafa ekki mótaðan og viðurkenndan fræðilegan grunn, byggðan á bestu manna yfirsýn, þá munu mikilvægar ákvarðanir um stefnu áfram verða teknar undir því fororði að einstaklingar geti ekki skipulagt sig sjálfir heldur verði utanaðkomandi stjórnvald að skipuleggja þá.“ Hinn fræðilegi grunnur, byggður á bestu manna yfirsýn, sem Elinor Ostrom talar um, er háður stöðugri vísindalegri endurskoðun sem ekki er á færi einstakra fyrirtækja í sjávarútvegi. Megintilgangur laga um stjórn fiskveiða var að stöðva ofveiði sem var við það að eyðileggja okkar mikilvægu fiskstofna. Það var ekki einungis að við veiddum of mikið úr okkar stofnum, við vorum líka að tapa mannslífum og fjármunum við þær veiðar. Bátar voru of margir við veiðarnar og kostnaður við þær of hár. Núna hagnast útgerðir, fiskistofnarnir eru sjálfbærir og enginn hefur farist á sjó við veiðarnar síðastliðin þrjú ár. Þetta samhengi eiga sumir erfitt með að sjá. Núna erum við í þeirri klaufalegu stöðu að ráðherra braut lögin sem hann átti að fara eftir. Honum má þó telja til vorkunnar að hingað kom syndandi fiskistofn sem ekki hafði verið hér áður. Stofn sem aðrar þjóðir nýttu og við gátum farið að nýta í kjölfar þess að hann kom inn í lögsögu okkar. Í fyrstu voru það aðeins stærstu skipin sem höfðu tök á að veiða úr þessum stofni og aflað þeirrar veiðireynslu sem var að grundvelli úthlutunar kvóta samkvæmt lögum. Þegar makrílstofninn kom nær landi og fleiri höfðu aðstöðu til að nýta hann var nauðsynlegt að setja útgerðum kvóta, en margir töldu þá veiðireynsluna ekki byggjast á sanngirni. Þar á meðal var þáverandi sjávarútvegsráðherra, sem taldi sig hafa lagaheimild til þess að úthluta kvótanum af meiri sanngirni með sínu pólitíska nefi en bókstafurinn og aflatölurnar sögðu til um. Dómstólar voru honum ekki sammála. Reyndar voru nær allir ósammála honum þegar hann framkvæmdi úthlutunina, enda eftir honum haft að fyrst allir væru ósáttir þá hlyti þetta að vera í lagi! Skipulag ráðherra var dæmt ólögmætt, fyrst af umboðsmanni Alþingis og að endingu í Hæstarétti. Ráðherrar, jafnvel þeir með „réttlátt“ pólitískt nef, hafa ekki leyfi til að fara út fyrir þær valdheimildir sem bókstafur laganna kveður á um. Þá vernd hefur borgarinn gegn misnotkun valds þeirra. Stjórnendur fyrirtækja skulu gæta hagsmuna fyrirtækisins að viðlagðri ábyrgð eins og nýlegir dómar á hendur bankastjórum föllnu bankana hafa sýnt. Í þessu tilfelli ber þeim að sækja bætur hafi ólöglegar ákvarðanir ráðherra skaðað fyrirtækið. Málsókn á hendur stjórnvöldum er eina leiðin sem þeim er fær að lögum eða þá hitt, að gera ekki neitt og benda á mistökin, og finna sameiginlega leið til að lagfæra þessi mistök. Stjórnvöld eiga að viðurkenna mistökin við gjörnings ráðherrann sem taldi sitt „réttláta“ pólitíska nef betra en lögin. Við meigum ekki gleyma því að þetta snýst líka um verndun þegnanna gegn misbeitingu valds stjórnvalda. Menn geta býsnast yfir ráðherra eða hrákasmíði á lögum, en vilji þeir af þessu tilefni býsnast yfir kvótakerfinu er þeirra eigin „réttláta“ pólitíska nef að leiða þá á villigötur. Kvótakerfið er gott og hefur reynst frábærlega við að koma á skynsamri og hagsýnni stjórnun veiða en núna eru bæði einstök fyrirtæki og stjórnvöld að skaða heildarhagsmuni landsins. Það er auðvitað skrítið að útgerðir geti sótt bætur til ríkisins fyrir að hafa ekki fengið afhenta eign frá ríkinu þó svo að lögin kveði á um slíkt. En lögin eru mannanna verk eins og annað og sameiginleg auðlind er afhent útgerðum til nýtingar þannig að heildarhagsmunum sé sem best borgið. Einstaka útgerðir hugsa eðlilega um eigin hag og þess vegna þarf utanaðkomandi stjórnvald að koma með reglur um nýtinguna einsog áður sagði. Þannig færir ríkið útgerðum verðmæti en ekki rétt til skaðabóta ef þeir fá ekki veiðiréttinn. En svo er hitt ef ríkið veldur fyrirtækjum skaða þá eðlilega á það að greiða skaðabætur. Þetta mál þarf að leysa með sátt og það áður en dómstólar þurfa að dæma í málinu aftur. Það er ekki lausn að hluta barnið í tvo hluta með Salómon dómi.
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun