Kynnisferðir segja upp 150 starfsmönnum Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. apríl 2020 10:40 Kynnisferðir halda m.a. úti hópbifreiðaakstri undir merkjum Reykjavík Excursions. Vísir/vilhelm Kynnisferðir hafa sagt upp 150 starfsmönnum, eða um 40 prósent starfsliðsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu sem send var út nú fyrir hádegi. Öllum starfsmönnum Ferðaskrifstofu Kynnisferða, sem og Bílaleigu Kynnisferða, verður sagt upp. Þá verður tæplega 70 starfsmönnum sagt upp hjá Hópbifreiðum og Almenningsvögnum Kynnisferða. Í frétt Mbl, sem greindi fyrst frá uppsögnunum í morgun, segir að starfsfólki hafi verið tilkynnt um uppsagnirnar í gær og klukkan tíu í morgun hafi hafist starfsmannafundur þar sem farið verður yfir stöðu mála. Haft er eftir Birni í tilkynningu að erfitt sé að lýsa því hversu sorglegt það sé að þurfa að grípa til þessara aðgerða. „[...] en hugur stjórnar og stjórnenda er fyrst og fremst hjá okkar frábæra fólki sem nú sér fram á að missa vinnuna. Við vonumst svo sannarlega til þess að geta boðið stærstum hluta starfsmanna vinnu aftur um leið og aðstæður batna.“ Björn Ragnarsson framkvæmdastjóri KynnisferðaVísir/Arnar Halldórsson Í tilkynningu eru uppsagnirnar jafnframt raktar til áhrifa af faraldri kórónuveiru, sem lamað hefur nær allt millilandaflug. Kynnisferðir hafi getað nýtt sér hlutabótaleið stjórnvalda því vonast hafi verið til um tímabundið ástand væri að ræða. Til að bjarga rekstri félagsins sé þó nauðsynlegt að ráðast í þessar aðgerðir nú. „Við ætlum okkur að vera tilbúin að sækja fram þegar tækifæri gefst á ný. Við munum bjóða nokkrum starfsmönnum endurráðningu til að geta haldið rekstri félagsins í lágmarki,“ er haft eftir Birni í tilkynningu. Sjá einnig: Búið að taka númerin af næstum öllum rútunum Björn sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 á mánudag að vænta mætti uppsagna hjá fyrirtækinu fyrir helgi. Um 320 starfsmenn störfuðu hjá Kynnisferðum fyrir uppsagnir. Viðbúið er að mörgþúsund missi vinnuna í uppsögnum nú um mánaðamótin og næstu misseri vegna faraldurs kórónuveiru, sem einkum hefur leikið ferðaþjónustuna grátt. Icelandair tilkynnti til að mynda í gær um uppsögn um 2000 starfsmanna sinna. Fréttin hefur verið uppfærð. Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Viðskipti innlent Þrjú ráðin til Tryggja Viðskipti innlent Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Viðskipti innlent Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Viðskipti innlent Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Sjá meira
Kynnisferðir hafa sagt upp 150 starfsmönnum, eða um 40 prósent starfsliðsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu sem send var út nú fyrir hádegi. Öllum starfsmönnum Ferðaskrifstofu Kynnisferða, sem og Bílaleigu Kynnisferða, verður sagt upp. Þá verður tæplega 70 starfsmönnum sagt upp hjá Hópbifreiðum og Almenningsvögnum Kynnisferða. Í frétt Mbl, sem greindi fyrst frá uppsögnunum í morgun, segir að starfsfólki hafi verið tilkynnt um uppsagnirnar í gær og klukkan tíu í morgun hafi hafist starfsmannafundur þar sem farið verður yfir stöðu mála. Haft er eftir Birni í tilkynningu að erfitt sé að lýsa því hversu sorglegt það sé að þurfa að grípa til þessara aðgerða. „[...] en hugur stjórnar og stjórnenda er fyrst og fremst hjá okkar frábæra fólki sem nú sér fram á að missa vinnuna. Við vonumst svo sannarlega til þess að geta boðið stærstum hluta starfsmanna vinnu aftur um leið og aðstæður batna.“ Björn Ragnarsson framkvæmdastjóri KynnisferðaVísir/Arnar Halldórsson Í tilkynningu eru uppsagnirnar jafnframt raktar til áhrifa af faraldri kórónuveiru, sem lamað hefur nær allt millilandaflug. Kynnisferðir hafi getað nýtt sér hlutabótaleið stjórnvalda því vonast hafi verið til um tímabundið ástand væri að ræða. Til að bjarga rekstri félagsins sé þó nauðsynlegt að ráðast í þessar aðgerðir nú. „Við ætlum okkur að vera tilbúin að sækja fram þegar tækifæri gefst á ný. Við munum bjóða nokkrum starfsmönnum endurráðningu til að geta haldið rekstri félagsins í lágmarki,“ er haft eftir Birni í tilkynningu. Sjá einnig: Búið að taka númerin af næstum öllum rútunum Björn sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 á mánudag að vænta mætti uppsagna hjá fyrirtækinu fyrir helgi. Um 320 starfsmenn störfuðu hjá Kynnisferðum fyrir uppsagnir. Viðbúið er að mörgþúsund missi vinnuna í uppsögnum nú um mánaðamótin og næstu misseri vegna faraldurs kórónuveiru, sem einkum hefur leikið ferðaþjónustuna grátt. Icelandair tilkynnti til að mynda í gær um uppsögn um 2000 starfsmanna sinna. Fréttin hefur verið uppfærð.
Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Viðskipti innlent Þrjú ráðin til Tryggja Viðskipti innlent Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Viðskipti innlent Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Viðskipti innlent Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Sjá meira