Stjórnvöld bíða eftir hlutafjáraukningu Icelandair Heimir Már Pétursson skrifar 28. apríl 2020 15:26 Forsætisráðherra segir mikilvægt að Icelandair ljúki söfnun á nýju hlutafé og skýri framtíðaráform sín áður en stjórnvöld komi að málum en útlilokar ekkert varðandi með hvaða hætti það yrði. Vísir/Vilhelm Forsætisráðherra segist ekki útiloka neitt varðandi mögulega aðkomu stjórnvalda að rekstri Icelandair. Fyrirtækið sé ekki aðeins þjóðhagslega mikilvægt vegna flugsamgangna heldur hafi það gengt stóru hlutverki við uppbyggingu ferðaþjónustunnar í landinu. Í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag var Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ítrekað spurð út í þær aðgerðir sem stjórnvöld hafa þegar gripið til og framhald slíkra aðgerða. Oddný G. Harðardóttir þingflokksformaður Samfylkingarinnar lýsti yfir miklum áhyggjum af stöðu Icelandair. Þingflokksformaður Samfylkingarinnar lýsir miklum áhyggjum af stöðu Icelandair og þeirra þúsunda manna sem eigi afkomu sína undir fyrirtækinu.Vísir/Vilhelm „Við eigum mikið undir því að fólk og varningur komist reglulega og örugglega til og frá landinu allt árið um kring. Komin er upp alvarleg staða í þessum efnum," sagði Oddný. Því vildu hún spyrja forsætisráherra um áform ríkisstjórnarinnar til að tryggja flugsamgöngur og stöðu Icelandair. „Því aðgerðirnar sem voru kynntar fyrr í dag munu augljóslega ekki tryggja starfsemi Icelandair til lengri tíma. Þúsundir manna eiga afkomu sína undir starfsemi fyrirtækisins og það skiptir íslenskan almenning og íslenskt samfélag gríðarlega miklu máli að starfsemi og störf Icelandair séu varin,“ sagði Oddný. Forsætisráðherra segir Icelandair mikilvægt bæði vegna flutninga og forystuhlutverk fyrirtækisins í uppbyggingu ferðaþjónustunnar.Vísir/Vilhelm Stjórnvöld útiloka ekkert varðandi Icelandair Forsætisráðherra sagði þær aðgerðir sem stjórnvöld hefðu gripið til áður og nú síðast í morgun koma Icelandair til góða. „Icelandair er mikilvægt fyrirtæki ekki bara fyrir flugsamgöngur til og frá landinu heldur hefur það líka verið undirstöðuaðili í ferðaþjónustu á Íslandi. Lykilaðili í vexti hennar á undanförnum árum,“ sagði Katrín. Þær aðgerðir sem greint hafi verið frá í morgun muni styðja við Icelandair í því verkefni að safna nýju hlutafé inn í félagið. Mikilvægt sé að þau áform gangi eftir. „Ég hef ekki útilokað neitt um aðkomu ríkisins að þessum málum en það er mikilvægt að félagið geri sínar áætlanir og hafi sína framtíðarsýn á hreinu áður en til þess kemur,“ sagði forsætisráherra. Brúarlánin koma brátt til framkvæmda Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar kröfu forsætisráherra hins vegar bæði um framtíðarsýn stjórnvalda. Þau sögðu aðgerðirnar sem greint var frá í morgun vissulega vera góða viðbót við fyrri aðgerðir en meira þyrfti til Formaður Miðflokksins segir brúarlánin, sem voru stærsti hluti fyrstu aðgerða stjórnvalda upp á 230 milljarða, enn ekki komin til framkvæmda tæpum sex vikum síðar.Stöð2/Einar „Þess hefur verið getið að þetta sé enn óútfært að miklu leyti. Þá ryfjar maður upp fyrsta aðgerðarpakkann,“ sagði Sigmundur Davíð. Hann hafi verið metinn á 230 milljarða þar sem lang stærsta aðgerðin hafi verið svo kölluð brúarlán með ríkisábyrgð til fyrirtækja. „Núna næstum því sex vikum seinna virðast þau enn ekki komin til framkvæmda. Ég spyr þess vegna hvenær verður búið að útfæra það sem ráðherrann hæstvirtur kynnti í morgun. Hvenær kemst það til framkvæmda og hvenær, ef einhvern tíma, komast brúarlánin til framkvæmda,“ spurði formaður Miðflokksins. Dýpsta kreppa á lýðveldistímanum Katrín sagði rétt að frumvörp vegna aðgerðanna sem kynntar hafi verið í morgun væru ekki tilbúin en þau yrðu kynnt formönnum allra flokka áður en þau verði lögð fram. Stefnt sé að því að frumvörpin komi inn á Alþingi í fyrrihluta maí og gildi frá fyrsta degi þess mánaðar. „Fjármálaráðuneytið og Seðlabankinn hafa lokið sinni samningsgerð um brúarlánin. Það er mjög mikilvægt að þau komist í gagnið strax. Því þetta er stór aðgerð og bankarnir hafa fengið töluverða hvata til að geta nýtt sér þessi brúarlán. Sem snúast ekki bara um 70 prósenta ríkisábyrgð. Þau snúast líka um lækkun sveiflujöfnunarauka, flýtingu á lækkun bankaskatts og svo framvegis og það er mjög mikilvægt að þetta úrræði nýtist sem skyldi,“ sagði forsætisráðherra. Þá sagði Katrín ómögulegt að segja til um næstu aðgerðir stjórnvalda eða hvert umfang heildaraðgerða þeirra yrði. „Við erum stödd í kreppu sem væntanlega mun rata í sögubækurnar sem ein sú óvæntasta og jafnframt sú dýpsta sem við höfum staðið frami fyrir á lýðveldistímanum og þótt lengra væri leitað. Munu verða frekari aðgerðir? Að sjálfsögðu. Við erum stödd í miðjum storminum,“ sagði Katrín Jakobsdóttir. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Icelandair Íslenskir bankar Seðlabankinn Markaðir Tengdar fréttir Ríkið greiðir hluta launa fólks á uppsagnafresti Ríkisastjórnin hefur ákveðið að framlengja hlutabótaleiðina í óbreyttri mynd út júni en eftir það breytist hlutfallið sem ríkið greiðir. Þá mun ríkissjóður upp að vissu marki greiða laun fólks á uppsagnafresti hjá fyrirtækjum sem hafa orðið að 75 prósentum eða meira af tekjum sínum. 28. apríl 2020 11:54 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Sjá meira
Forsætisráðherra segist ekki útiloka neitt varðandi mögulega aðkomu stjórnvalda að rekstri Icelandair. Fyrirtækið sé ekki aðeins þjóðhagslega mikilvægt vegna flugsamgangna heldur hafi það gengt stóru hlutverki við uppbyggingu ferðaþjónustunnar í landinu. Í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag var Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ítrekað spurð út í þær aðgerðir sem stjórnvöld hafa þegar gripið til og framhald slíkra aðgerða. Oddný G. Harðardóttir þingflokksformaður Samfylkingarinnar lýsti yfir miklum áhyggjum af stöðu Icelandair. Þingflokksformaður Samfylkingarinnar lýsir miklum áhyggjum af stöðu Icelandair og þeirra þúsunda manna sem eigi afkomu sína undir fyrirtækinu.Vísir/Vilhelm „Við eigum mikið undir því að fólk og varningur komist reglulega og örugglega til og frá landinu allt árið um kring. Komin er upp alvarleg staða í þessum efnum," sagði Oddný. Því vildu hún spyrja forsætisráherra um áform ríkisstjórnarinnar til að tryggja flugsamgöngur og stöðu Icelandair. „Því aðgerðirnar sem voru kynntar fyrr í dag munu augljóslega ekki tryggja starfsemi Icelandair til lengri tíma. Þúsundir manna eiga afkomu sína undir starfsemi fyrirtækisins og það skiptir íslenskan almenning og íslenskt samfélag gríðarlega miklu máli að starfsemi og störf Icelandair séu varin,“ sagði Oddný. Forsætisráðherra segir Icelandair mikilvægt bæði vegna flutninga og forystuhlutverk fyrirtækisins í uppbyggingu ferðaþjónustunnar.Vísir/Vilhelm Stjórnvöld útiloka ekkert varðandi Icelandair Forsætisráðherra sagði þær aðgerðir sem stjórnvöld hefðu gripið til áður og nú síðast í morgun koma Icelandair til góða. „Icelandair er mikilvægt fyrirtæki ekki bara fyrir flugsamgöngur til og frá landinu heldur hefur það líka verið undirstöðuaðili í ferðaþjónustu á Íslandi. Lykilaðili í vexti hennar á undanförnum árum,“ sagði Katrín. Þær aðgerðir sem greint hafi verið frá í morgun muni styðja við Icelandair í því verkefni að safna nýju hlutafé inn í félagið. Mikilvægt sé að þau áform gangi eftir. „Ég hef ekki útilokað neitt um aðkomu ríkisins að þessum málum en það er mikilvægt að félagið geri sínar áætlanir og hafi sína framtíðarsýn á hreinu áður en til þess kemur,“ sagði forsætisráherra. Brúarlánin koma brátt til framkvæmda Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar kröfu forsætisráherra hins vegar bæði um framtíðarsýn stjórnvalda. Þau sögðu aðgerðirnar sem greint var frá í morgun vissulega vera góða viðbót við fyrri aðgerðir en meira þyrfti til Formaður Miðflokksins segir brúarlánin, sem voru stærsti hluti fyrstu aðgerða stjórnvalda upp á 230 milljarða, enn ekki komin til framkvæmda tæpum sex vikum síðar.Stöð2/Einar „Þess hefur verið getið að þetta sé enn óútfært að miklu leyti. Þá ryfjar maður upp fyrsta aðgerðarpakkann,“ sagði Sigmundur Davíð. Hann hafi verið metinn á 230 milljarða þar sem lang stærsta aðgerðin hafi verið svo kölluð brúarlán með ríkisábyrgð til fyrirtækja. „Núna næstum því sex vikum seinna virðast þau enn ekki komin til framkvæmda. Ég spyr þess vegna hvenær verður búið að útfæra það sem ráðherrann hæstvirtur kynnti í morgun. Hvenær kemst það til framkvæmda og hvenær, ef einhvern tíma, komast brúarlánin til framkvæmda,“ spurði formaður Miðflokksins. Dýpsta kreppa á lýðveldistímanum Katrín sagði rétt að frumvörp vegna aðgerðanna sem kynntar hafi verið í morgun væru ekki tilbúin en þau yrðu kynnt formönnum allra flokka áður en þau verði lögð fram. Stefnt sé að því að frumvörpin komi inn á Alþingi í fyrrihluta maí og gildi frá fyrsta degi þess mánaðar. „Fjármálaráðuneytið og Seðlabankinn hafa lokið sinni samningsgerð um brúarlánin. Það er mjög mikilvægt að þau komist í gagnið strax. Því þetta er stór aðgerð og bankarnir hafa fengið töluverða hvata til að geta nýtt sér þessi brúarlán. Sem snúast ekki bara um 70 prósenta ríkisábyrgð. Þau snúast líka um lækkun sveiflujöfnunarauka, flýtingu á lækkun bankaskatts og svo framvegis og það er mjög mikilvægt að þetta úrræði nýtist sem skyldi,“ sagði forsætisráðherra. Þá sagði Katrín ómögulegt að segja til um næstu aðgerðir stjórnvalda eða hvert umfang heildaraðgerða þeirra yrði. „Við erum stödd í kreppu sem væntanlega mun rata í sögubækurnar sem ein sú óvæntasta og jafnframt sú dýpsta sem við höfum staðið frami fyrir á lýðveldistímanum og þótt lengra væri leitað. Munu verða frekari aðgerðir? Að sjálfsögðu. Við erum stödd í miðjum storminum,“ sagði Katrín Jakobsdóttir.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Icelandair Íslenskir bankar Seðlabankinn Markaðir Tengdar fréttir Ríkið greiðir hluta launa fólks á uppsagnafresti Ríkisastjórnin hefur ákveðið að framlengja hlutabótaleiðina í óbreyttri mynd út júni en eftir það breytist hlutfallið sem ríkið greiðir. Þá mun ríkissjóður upp að vissu marki greiða laun fólks á uppsagnafresti hjá fyrirtækjum sem hafa orðið að 75 prósentum eða meira af tekjum sínum. 28. apríl 2020 11:54 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Sjá meira
Ríkið greiðir hluta launa fólks á uppsagnafresti Ríkisastjórnin hefur ákveðið að framlengja hlutabótaleiðina í óbreyttri mynd út júni en eftir það breytist hlutfallið sem ríkið greiðir. Þá mun ríkissjóður upp að vissu marki greiða laun fólks á uppsagnafresti hjá fyrirtækjum sem hafa orðið að 75 prósentum eða meira af tekjum sínum. 28. apríl 2020 11:54