Seinni bylgjan: „Enginn sem spilar þessa stöðu jafn vel og Steinunn í íslenskum handbolta“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. apríl 2020 15:00 Besti leikmaður Olís-deildar kvenna, Steinunn Björnsdóttir. vísir/daníel Steinunn Björnsdóttir sópaði til sín verðlaunum á lokahófi Seinni bylgjunnar. Hún var valin besti leikmaður Olís-deildar kvenna, besti varnarmaðurinn og var í liði ársins. Þar voru tveir aðrir Framarar; Karen Knútsdóttir og Þórey Rósa Stefánsdóttir. Þá var Stefán Arnarson valinn besti þjálfarinn en hann gerði Fram að deildar- og bikarmeisturum. Steinunn og Stefán mættu í spjall til Henrys Birgis Gunnarssonar í uppgjörsþætti Seinni bylgjunnar í gær. Þar sló Stefán Steinunni gullhamra. „Ég talaði um að sumir leikmenn í kvennadeildinni væru jafn góðir og karlaleikmenn. Ef þú horfir á báðar deildirnar er enginn sem spilar þessa stöðu jafn vel og hún í íslenskum handbolta,“ sagði Stefán. Hann segir að Steinunn sé mjög metnaðarfull og gefi aldrei neitt eftir. „Hún gefur sig alltaf hundrað prósent í verkefnið. Hún er mjög hörð á sjálfa sig og ef hún gerir mistök vill hún bæta fyrir þau. Hún er frábær varnar- og línumaður, fyrst fram og fyrst aftur. Svo er hún yfirleitt brosandi.“ Sé ekki ástæðu til að fara eitthvað annað Steinunn hefur allan sinn feril leikið með Fram. Hún segist efast um að hún fari út í atvinnumennsku. „Mér líður vel hér, er í flottri vinnu og með fjölskyldu. Það hafa komið tækifæri til að fara út en ekkert mörg. En ég er Framari, bý við hliðina á Fram-heimilinu og sé ekki ástæðu til að fara eitthvað annað,“ sagði Steinunn. „Ég tek bara eitt ár í einu. Maður útilokar ekki að fara út en ég held að það sé fjarlægur draumur.“ Klippa: Seinni bylgjan - Steinunn hlaðin verðlaunum Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Olís-deild kvenna Seinni bylgjan Fram Mest lesið Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Sport Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik Handbolti Fleiri fréttir Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum „Snorri á alla mína samúð“ Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik „Þetta er þungt“ „Ég trúi ekki að við unnum ekki í dag“ „Þrjár eða fjórar sekúndur sem eru krítískar á þessum tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Sviss: Magalending í Malmö „Þetta er algjör viðbjóður akkúrat núna“ Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Tölur á móti Sviss: Sviss með 25 mörk eftir að hafa opnað íslensku vörnina Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Mætir sínu gamla landsliði í miklum grannaslag í riðli Íslands Myndasyrpa: Ekkert stopp á stemningunni í Malmö Viggó í hópnum gegn Sviss Vill Wille burt Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ „Eru ekki öll lið bananahýði?“ Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar „Góðu hliðarnar eru helvíti góðar“ „Gætið ykkar á Óðni en ekki bara honum“ Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Hleraði leikhlé Norðmanna „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Sjá meira
Steinunn Björnsdóttir sópaði til sín verðlaunum á lokahófi Seinni bylgjunnar. Hún var valin besti leikmaður Olís-deildar kvenna, besti varnarmaðurinn og var í liði ársins. Þar voru tveir aðrir Framarar; Karen Knútsdóttir og Þórey Rósa Stefánsdóttir. Þá var Stefán Arnarson valinn besti þjálfarinn en hann gerði Fram að deildar- og bikarmeisturum. Steinunn og Stefán mættu í spjall til Henrys Birgis Gunnarssonar í uppgjörsþætti Seinni bylgjunnar í gær. Þar sló Stefán Steinunni gullhamra. „Ég talaði um að sumir leikmenn í kvennadeildinni væru jafn góðir og karlaleikmenn. Ef þú horfir á báðar deildirnar er enginn sem spilar þessa stöðu jafn vel og hún í íslenskum handbolta,“ sagði Stefán. Hann segir að Steinunn sé mjög metnaðarfull og gefi aldrei neitt eftir. „Hún gefur sig alltaf hundrað prósent í verkefnið. Hún er mjög hörð á sjálfa sig og ef hún gerir mistök vill hún bæta fyrir þau. Hún er frábær varnar- og línumaður, fyrst fram og fyrst aftur. Svo er hún yfirleitt brosandi.“ Sé ekki ástæðu til að fara eitthvað annað Steinunn hefur allan sinn feril leikið með Fram. Hún segist efast um að hún fari út í atvinnumennsku. „Mér líður vel hér, er í flottri vinnu og með fjölskyldu. Það hafa komið tækifæri til að fara út en ekkert mörg. En ég er Framari, bý við hliðina á Fram-heimilinu og sé ekki ástæðu til að fara eitthvað annað,“ sagði Steinunn. „Ég tek bara eitt ár í einu. Maður útilokar ekki að fara út en ég held að það sé fjarlægur draumur.“ Klippa: Seinni bylgjan - Steinunn hlaðin verðlaunum Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Olís-deild kvenna Seinni bylgjan Fram Mest lesið Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Sport Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik Handbolti Fleiri fréttir Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum „Snorri á alla mína samúð“ Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik „Þetta er þungt“ „Ég trúi ekki að við unnum ekki í dag“ „Þrjár eða fjórar sekúndur sem eru krítískar á þessum tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Sviss: Magalending í Malmö „Þetta er algjör viðbjóður akkúrat núna“ Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Tölur á móti Sviss: Sviss með 25 mörk eftir að hafa opnað íslensku vörnina Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Mætir sínu gamla landsliði í miklum grannaslag í riðli Íslands Myndasyrpa: Ekkert stopp á stemningunni í Malmö Viggó í hópnum gegn Sviss Vill Wille burt Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ „Eru ekki öll lið bananahýði?“ Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar „Góðu hliðarnar eru helvíti góðar“ „Gætið ykkar á Óðni en ekki bara honum“ Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Hleraði leikhlé Norðmanna „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Sjá meira