Katrín segir kyn sitt ekki hafa skipt sköpum í baráttunni við veiruna Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. apríl 2020 12:50 Konurnar Svandís Svavarsdóttir, Katrín Jakobsdóttir og Lilja Alfreðsdóttir kynntu innleiðingu samkomubanns á blaðamannafundi 13. mars ásamt karlinum Þórólfi Guðnasyni. Þó svo að þjóðir með kvenkyns leiðtoga í brúnni hafi víða náð góðum árangri í baráttunni við kórónuveiruna þá skiptir áhersla á vísindalega nálgun meira máli en kynferðið, að mati forsætisráðherra. Íslendingar hafi jafnframt ekki þurft að setja lögregluþjóna á öll götuhorn til að tryggja að reglum yrði framfylgt, þjóðin hafi sjálf staðið undir ábyrgðinni. Ýmsir erlendir stórmiðlar hafa velt upp þeirri spurningu á síðustu vikum hvort að konur hafi sýnt og sannað í kórónuveirufaraldrinum að þær séu betri leiðtogar en karlar. Ýmsar vísbendingar þess efnis eru tíndar til; þannig hafi Nýsjálendingar með Jacindu Ardern í brúnni náð góðum árangri rétt eins og Þýskalandskanslari, Tsai Ing-wen í Tævan, Sanna Marin í Finnlandi auk þess sem borgarstjóri San Francisco, London Breed, er talin hafa staðið sig umtalsvert betur en karlkyns starfsbræður hennar í Kaliforníuríki Bandaríkjanna. Árangur kvenleiðtoga bar þannig á góma í viðtali frönsku fréttastofunnar France 24 við Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra Íslands, en hún hefur sjálf verið nefnd í þessum samhengi. Hún áréttaði að víða mætti einnig finna karlkyns þjóðarleiðtoga sem hafi tekið kórónuveiruna föstum tökum, án þess þó að nefna neinn sérstaklega í því samhengi. Kynferði stjórnendanna skipti þó ekki höfuðmáli að mati Katrínar. „Það sem við sjáum í þessum faraldri er að leiðtogar sem fylgja ráðleggingum vísindamanna og taka gangsæjar ákvarðanir um aðgerðir vegna veirunnar eru að standa sig vel,“ segir Katrín. Hún hafi þannig talið það mikilvægt fyrir Íslendinga í baráttunni að búa við opið, lýðræðislegt þjóðskipulag. Íslensk stjórnvöld hafi fylgt þeim leikreglum sem þess konar skipulagi fylgi og reynt að hafa allar ákvarðanir uppi á borðum. „Það sem hefur gerst hér er að þjóðin sjálf hefur tekið á sig mikla ábyrgð í að hefta útbreiðslu veirunnar. Lögreglan er hér ekki úti á götu að sjá til þess að allir séu að framfylgja reglunum. Fólk hefur sjálft tekið þetta að sér - því við erum öll hluti af lausninni.“ segir Katrín Jakobsdóttir í viðtalinu sem má sjá í heild hér að ofan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Jafnréttismál Tengdar fréttir Segja veirunni útrýmt á Nýja-Sjálandi Samfélagssmit á Nýja-Sjálandi hafa nærri því stöðvast og segir Jacinda Ardern, forsætisráðherra, að kórónuveirunni hafi verið útrýmt þar eins og sakir standa. Slakað verður á sumum þeirra samfélagslega takmarkana sem var komið á til að hefta útbreiðslu veirunnar á morgun. 27. apríl 2020 10:30 „Sterki maðurinn“ reynist illa í baráttunni við veiruna Saga yfirstandandi faraldurs kórónuveiru verður ekki skrifuð fyrr en síðar. Samt má strax merkja mynstur í því hvernig mismunandi ríki hafa tekið á farsóttinni og árangurs aðgerða þeirra. Í stuttu máli þá hefur opið, frjálslynt lýðræði sýnt styrk sinn en valdboðshyggja „sterka mannsins“ opinberað sína verstu veikleika. 20. apríl 2020 07:10 Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Þó svo að þjóðir með kvenkyns leiðtoga í brúnni hafi víða náð góðum árangri í baráttunni við kórónuveiruna þá skiptir áhersla á vísindalega nálgun meira máli en kynferðið, að mati forsætisráðherra. Íslendingar hafi jafnframt ekki þurft að setja lögregluþjóna á öll götuhorn til að tryggja að reglum yrði framfylgt, þjóðin hafi sjálf staðið undir ábyrgðinni. Ýmsir erlendir stórmiðlar hafa velt upp þeirri spurningu á síðustu vikum hvort að konur hafi sýnt og sannað í kórónuveirufaraldrinum að þær séu betri leiðtogar en karlar. Ýmsar vísbendingar þess efnis eru tíndar til; þannig hafi Nýsjálendingar með Jacindu Ardern í brúnni náð góðum árangri rétt eins og Þýskalandskanslari, Tsai Ing-wen í Tævan, Sanna Marin í Finnlandi auk þess sem borgarstjóri San Francisco, London Breed, er talin hafa staðið sig umtalsvert betur en karlkyns starfsbræður hennar í Kaliforníuríki Bandaríkjanna. Árangur kvenleiðtoga bar þannig á góma í viðtali frönsku fréttastofunnar France 24 við Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra Íslands, en hún hefur sjálf verið nefnd í þessum samhengi. Hún áréttaði að víða mætti einnig finna karlkyns þjóðarleiðtoga sem hafi tekið kórónuveiruna föstum tökum, án þess þó að nefna neinn sérstaklega í því samhengi. Kynferði stjórnendanna skipti þó ekki höfuðmáli að mati Katrínar. „Það sem við sjáum í þessum faraldri er að leiðtogar sem fylgja ráðleggingum vísindamanna og taka gangsæjar ákvarðanir um aðgerðir vegna veirunnar eru að standa sig vel,“ segir Katrín. Hún hafi þannig talið það mikilvægt fyrir Íslendinga í baráttunni að búa við opið, lýðræðislegt þjóðskipulag. Íslensk stjórnvöld hafi fylgt þeim leikreglum sem þess konar skipulagi fylgi og reynt að hafa allar ákvarðanir uppi á borðum. „Það sem hefur gerst hér er að þjóðin sjálf hefur tekið á sig mikla ábyrgð í að hefta útbreiðslu veirunnar. Lögreglan er hér ekki úti á götu að sjá til þess að allir séu að framfylgja reglunum. Fólk hefur sjálft tekið þetta að sér - því við erum öll hluti af lausninni.“ segir Katrín Jakobsdóttir í viðtalinu sem má sjá í heild hér að ofan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Jafnréttismál Tengdar fréttir Segja veirunni útrýmt á Nýja-Sjálandi Samfélagssmit á Nýja-Sjálandi hafa nærri því stöðvast og segir Jacinda Ardern, forsætisráðherra, að kórónuveirunni hafi verið útrýmt þar eins og sakir standa. Slakað verður á sumum þeirra samfélagslega takmarkana sem var komið á til að hefta útbreiðslu veirunnar á morgun. 27. apríl 2020 10:30 „Sterki maðurinn“ reynist illa í baráttunni við veiruna Saga yfirstandandi faraldurs kórónuveiru verður ekki skrifuð fyrr en síðar. Samt má strax merkja mynstur í því hvernig mismunandi ríki hafa tekið á farsóttinni og árangurs aðgerða þeirra. Í stuttu máli þá hefur opið, frjálslynt lýðræði sýnt styrk sinn en valdboðshyggja „sterka mannsins“ opinberað sína verstu veikleika. 20. apríl 2020 07:10 Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Segja veirunni útrýmt á Nýja-Sjálandi Samfélagssmit á Nýja-Sjálandi hafa nærri því stöðvast og segir Jacinda Ardern, forsætisráðherra, að kórónuveirunni hafi verið útrýmt þar eins og sakir standa. Slakað verður á sumum þeirra samfélagslega takmarkana sem var komið á til að hefta útbreiðslu veirunnar á morgun. 27. apríl 2020 10:30
„Sterki maðurinn“ reynist illa í baráttunni við veiruna Saga yfirstandandi faraldurs kórónuveiru verður ekki skrifuð fyrr en síðar. Samt má strax merkja mynstur í því hvernig mismunandi ríki hafa tekið á farsóttinni og árangurs aðgerða þeirra. Í stuttu máli þá hefur opið, frjálslynt lýðræði sýnt styrk sinn en valdboðshyggja „sterka mannsins“ opinberað sína verstu veikleika. 20. apríl 2020 07:10