„Þetta er risastór aðgerð fyrir ferðaþjónustuna“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. apríl 2020 12:09 Jóhannes Þór Skúlason er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Vísir „Þetta er risastór aðgerð fyrir ferðaþjónustuna,“ segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, inntur eftir viðbrögðum við nýjasta útspili ríkisstjórnarinnar til þess að bregðast við efnahagslegum áhrifum kórónuveirufaraldurins. Hlutabótaúrræði stjórnvalda um greiðslu allt að 75 prósent launa verður óbreytt út júní en eftir það verður hlutfallið upp í 50 prósent út ágúst, samkvæmt ákvörðun ríkisstjórnarinnar sem kynnt var nú rétt fyrir hádegi. Þá geta fyrirtæki sem orðið hafa fyrir 75 prósenta tekjuskerðingu eða meira sótt um stuðning frá ríkinu til greiðslu hluta launa fólks sem sem sagt er upp störfum vegna kórónuveirufaraldursins. Í viðtali við Lillý Valgerði Pétursdóttur fréttamann eftir kynningu ríkisstjórnarinnar virtist Jóhannes Þór vera ánægður með þetta útspil ríkisstjórnarinnar. „Ég held að þetta sé mjög skýr aðgerð sem mun stuðla að við náum að halda atvinnugreininni á lífi, nægjanlega stórum hluta, til þess að hún geti farið að skapa verðmæti fyrr fyrir þjóðarbú, komi fólki fyrr út á vinnumarkaðinn og takmarka þá hinn samfélagslega skaða sem að verður til lengri tíma,“ sagði Jóhannes Þór. Klippa: Viðtal við Jóhannes Þór Skúlason Verji störfin til lengri tíma litið þrátt fyrir uppsagnir nú Fyrirtæki sem verða fyrir miklu greiðslufalli geta sótt um stuðning úr ríkissjóði vegna greiðslu hluta launakostnaðar á uppsagnarfresti. Stuðningurinn verður í formi greiðslu að hámarki 633 þús.kr. á mánuði í allt að þrjá mánuði auk orlofs og einskorðast við fyrirtæki sem orðið hafa fyrir að lágmarki 75 prósent tekjufalli og sjá fram á áframhaldandi tekjufall að minnsta kosti út þetta ár. „Ég tel að þetta muni hafa þau áhrif að verja störf þó það hljómi kannski skringilega að segja það, þá mun þetta gera okkur kleift að fyrirtækin geta núna fengið betri vissu um hvað er framundan, geta farið að haga ákvörðunum sínum eftir það og betur varðveitt þá reynslu, þekkingu og hugvit sem að hefur orðið til í ferðaþjónustunni á undanförnum tíu árum þannig að við getum farið að skapa verðmæti aftur þegar möguleiki verður til,“ sagði Jóhannes Þór. Þrátt fyrir þetta telur hann að útlit sé þó fyrir að mikið verði upp uppsagnir í ferðaþjónustunni nú fyrir mánaðarmót. Leiðin sem kynnt var í dag muni þó verja störfin til lengri tíma litið, enda eigi starfsmenn sem sagt verði upp forgang til starfs þegar starfsemi hefst að nýju og halda tilteknum áunnum réttindum, samkvæmt kynningu ríkisstjórnarinnar. „Ég tel að það verði því miður mikið um uppsagnir en það hefði verið það hvort er var vegna þess að lausafjárskortur fyrirtækjanna er einfaldlega það mikill. Ég tel að þetta muni þess vegna til framtíðar litið verja þau störf sem að þarna eru. Við tökum fyllilega undir það að starfsfólk hafi rétt til að koma inn í sín störf aftur. Mín reynsla af samtölum við okkar félagsmenn er að þeir eru uggandi um að missa út reynslu og þekkingu sinna starfsmanna og vilja gjarnan halda þeim áfram. Ég held að það séu allir sammála um þetta,“ sagði Jóhannes Þór. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Efnahagsmál Hlutabótaleiðin Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
„Þetta er risastór aðgerð fyrir ferðaþjónustuna,“ segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, inntur eftir viðbrögðum við nýjasta útspili ríkisstjórnarinnar til þess að bregðast við efnahagslegum áhrifum kórónuveirufaraldurins. Hlutabótaúrræði stjórnvalda um greiðslu allt að 75 prósent launa verður óbreytt út júní en eftir það verður hlutfallið upp í 50 prósent út ágúst, samkvæmt ákvörðun ríkisstjórnarinnar sem kynnt var nú rétt fyrir hádegi. Þá geta fyrirtæki sem orðið hafa fyrir 75 prósenta tekjuskerðingu eða meira sótt um stuðning frá ríkinu til greiðslu hluta launa fólks sem sem sagt er upp störfum vegna kórónuveirufaraldursins. Í viðtali við Lillý Valgerði Pétursdóttur fréttamann eftir kynningu ríkisstjórnarinnar virtist Jóhannes Þór vera ánægður með þetta útspil ríkisstjórnarinnar. „Ég held að þetta sé mjög skýr aðgerð sem mun stuðla að við náum að halda atvinnugreininni á lífi, nægjanlega stórum hluta, til þess að hún geti farið að skapa verðmæti fyrr fyrir þjóðarbú, komi fólki fyrr út á vinnumarkaðinn og takmarka þá hinn samfélagslega skaða sem að verður til lengri tíma,“ sagði Jóhannes Þór. Klippa: Viðtal við Jóhannes Þór Skúlason Verji störfin til lengri tíma litið þrátt fyrir uppsagnir nú Fyrirtæki sem verða fyrir miklu greiðslufalli geta sótt um stuðning úr ríkissjóði vegna greiðslu hluta launakostnaðar á uppsagnarfresti. Stuðningurinn verður í formi greiðslu að hámarki 633 þús.kr. á mánuði í allt að þrjá mánuði auk orlofs og einskorðast við fyrirtæki sem orðið hafa fyrir að lágmarki 75 prósent tekjufalli og sjá fram á áframhaldandi tekjufall að minnsta kosti út þetta ár. „Ég tel að þetta muni hafa þau áhrif að verja störf þó það hljómi kannski skringilega að segja það, þá mun þetta gera okkur kleift að fyrirtækin geta núna fengið betri vissu um hvað er framundan, geta farið að haga ákvörðunum sínum eftir það og betur varðveitt þá reynslu, þekkingu og hugvit sem að hefur orðið til í ferðaþjónustunni á undanförnum tíu árum þannig að við getum farið að skapa verðmæti aftur þegar möguleiki verður til,“ sagði Jóhannes Þór. Þrátt fyrir þetta telur hann að útlit sé þó fyrir að mikið verði upp uppsagnir í ferðaþjónustunni nú fyrir mánaðarmót. Leiðin sem kynnt var í dag muni þó verja störfin til lengri tíma litið, enda eigi starfsmenn sem sagt verði upp forgang til starfs þegar starfsemi hefst að nýju og halda tilteknum áunnum réttindum, samkvæmt kynningu ríkisstjórnarinnar. „Ég tel að það verði því miður mikið um uppsagnir en það hefði verið það hvort er var vegna þess að lausafjárskortur fyrirtækjanna er einfaldlega það mikill. Ég tel að þetta muni þess vegna til framtíðar litið verja þau störf sem að þarna eru. Við tökum fyllilega undir það að starfsfólk hafi rétt til að koma inn í sín störf aftur. Mín reynsla af samtölum við okkar félagsmenn er að þeir eru uggandi um að missa út reynslu og þekkingu sinna starfsmanna og vilja gjarnan halda þeim áfram. Ég held að það séu allir sammála um þetta,“ sagði Jóhannes Þór.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Efnahagsmál Hlutabótaleiðin Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira