Fordæma meðferð á föngum í El Salvador Kjartan Kjartansson skrifar 28. apríl 2020 11:21 Bukele forseti lýsti yfir neyðarástandi í fangelsum eftir morðöldu í landinu um helgina. Hann birti myndir úr Izalco-fangelsinu í San Salvador þar sem hundruðum fanga var raðað upp á nærbuxunum, þétt upp við hver annan. Sumir þeirra voru með grímur vegna kórónuveirufaraldursins en aðrir ekki. Á sama tíma boðar ríkisstjórnin tveggja metra fjarlægðarreglu vegna faraldursins. AP/forsetaskrifstofa El Salvador Mannréttindasamtök fordæma Nayib Bukele, forseta El Salvador, vegna mynda sem hann birti af hundruðum fanga sem höfðu verið strípaðir niður á nærbuxurnar og látnir sitja þétt upp við hver annan. Bukele sagði meðferðina hluta af refsingu fanganna fyrir morðöldu um helgina. Fleiri en fimmtíu manns voru myrtir í El Salvador um helgina og sakaði Bukele forseti glæpagengi um að notfæra sér að öryggissveitir væru uppteknar vegna kórónuveirufaraldursins. Tilkynnti forsetinn um hertar aðgerðir í fangelsum landsins, þar sem hann sagði að mörg morðanna hefur verið skipulögð. Félagar í glæpagengjum voru settir í einangrun í fangelsum og Bukele skipaði fyrir um að félagar í mismunandi gengjum yrðu látnir deila fangaklefum til að rjúfa samskiptaleiðir innan gengja innan veggja fangelsanna. Þá heimilaði forsetinn lögreglu og hernum að skjóta meinta glæpamenn til bana ef þörf krefði. Vitni sem Reuters-fréttastofan hefur rætt við sáu verkamenn sjóða málmplötur yfir hurðir á fangaklefum. „Héðan í frá verða allir klefar með glæpagengjum innsiglaðir. Þeir munu ekki lengur geta séð út úr klefanum. Þetta mun koma í veg fyrir að þeir noti tákn til að hafa samskipti út á ganginn. Þeir verða inni, í myrkrinu, með vinum sínum úr öðrum gengjum,“ sagði Bukele um helgina. Fangar á stuttbuxum beygja sig fyrir framan vopnaða fangaverði í Izalco-fangelsinu. Áætlað er að hátt í 13.000 félagar í glæpagengjum sitji í fangelsum í El Salvador. Gengin hafa haldið landinu í heljargreipum nær allar götur frá því að borgarastríðinu þar lauk árið 1992.AP/forsetaskrifstofa El Salvador „Niðurlægjandi og niðrandi“ Myndir sem forsetinn birti af hundruðum hálfnaktra fanga um helgina stangast þó á við aðgerðir ríkisstjórnar hans til að hefta útbreiðslu kórónuveirufaraldursins með félagsforðun og sóttkví. Erika Guevara, yfirmaður Mannréttindavaktarinnar í Ameríkunum, segir myndirnar áhyggjuefni. „Við lítum mjög alvarlega á þessar myndir sem eru teknar af fólki sem er svipt frelsi sínu í fangelsum, þetta eru aðstæður þar sem fólk er leitt saman í fangelsisgörðum á niðurlægjandi og niðrandi hátt,“ segir Guevara. Bukele hefur áður virt hæstaréttardóma um að honum beri að virða stjórnarskrá landsins að vettugi og beitt hernum fyrir sig til að hóta þinginu. Forsetinn hefur vísað allri gagnrýni á bug með þeim rökum að honum beri skylda til að vernda landsmenn og sakað forvera sína í embætti um spillingu. José Miguel Vivanco, forstjóri Mannréttindavaktarinnar í Ameríkunum, segir að hætta sé á að El Salvador verði að valdboðsríki ef heimsveldin láta ekki til sín taka. „Við höfum skyldu til að tryggja að El Salvador verði ekki að öðru einræðisríki,“ segir Vivanco við Reuters-fréttastofuna. Hvorki Bandaríkjastjórn né Evrópusambandið hafa andmælt mannréttindabrotum í El Salvador. Mannréttindavaktin hefur skorað á Samtök Ameríkuríkja að virkja lýðræðissáttmála Ameríkuríkja í El Salvador. Það er aðeins gert þegar Ameríkuríki er talið hafa vikið af braut lýðræðis. El Salvador Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Sakar glæpagengi um að notfæra sér faraldurinn Forseti El Salvador sakar þarlend glæpagengi um að notfæra sér að öryggissveitir landsins beini nú kröftum sínum að því að stöðva útbreiðslu kórónuveirufaraldursins. Fleiri en fimmtíu manns voru myrtir í Mið-Ameríkulandinu um helgina. 27. apríl 2020 11:31 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
Mannréttindasamtök fordæma Nayib Bukele, forseta El Salvador, vegna mynda sem hann birti af hundruðum fanga sem höfðu verið strípaðir niður á nærbuxurnar og látnir sitja þétt upp við hver annan. Bukele sagði meðferðina hluta af refsingu fanganna fyrir morðöldu um helgina. Fleiri en fimmtíu manns voru myrtir í El Salvador um helgina og sakaði Bukele forseti glæpagengi um að notfæra sér að öryggissveitir væru uppteknar vegna kórónuveirufaraldursins. Tilkynnti forsetinn um hertar aðgerðir í fangelsum landsins, þar sem hann sagði að mörg morðanna hefur verið skipulögð. Félagar í glæpagengjum voru settir í einangrun í fangelsum og Bukele skipaði fyrir um að félagar í mismunandi gengjum yrðu látnir deila fangaklefum til að rjúfa samskiptaleiðir innan gengja innan veggja fangelsanna. Þá heimilaði forsetinn lögreglu og hernum að skjóta meinta glæpamenn til bana ef þörf krefði. Vitni sem Reuters-fréttastofan hefur rætt við sáu verkamenn sjóða málmplötur yfir hurðir á fangaklefum. „Héðan í frá verða allir klefar með glæpagengjum innsiglaðir. Þeir munu ekki lengur geta séð út úr klefanum. Þetta mun koma í veg fyrir að þeir noti tákn til að hafa samskipti út á ganginn. Þeir verða inni, í myrkrinu, með vinum sínum úr öðrum gengjum,“ sagði Bukele um helgina. Fangar á stuttbuxum beygja sig fyrir framan vopnaða fangaverði í Izalco-fangelsinu. Áætlað er að hátt í 13.000 félagar í glæpagengjum sitji í fangelsum í El Salvador. Gengin hafa haldið landinu í heljargreipum nær allar götur frá því að borgarastríðinu þar lauk árið 1992.AP/forsetaskrifstofa El Salvador „Niðurlægjandi og niðrandi“ Myndir sem forsetinn birti af hundruðum hálfnaktra fanga um helgina stangast þó á við aðgerðir ríkisstjórnar hans til að hefta útbreiðslu kórónuveirufaraldursins með félagsforðun og sóttkví. Erika Guevara, yfirmaður Mannréttindavaktarinnar í Ameríkunum, segir myndirnar áhyggjuefni. „Við lítum mjög alvarlega á þessar myndir sem eru teknar af fólki sem er svipt frelsi sínu í fangelsum, þetta eru aðstæður þar sem fólk er leitt saman í fangelsisgörðum á niðurlægjandi og niðrandi hátt,“ segir Guevara. Bukele hefur áður virt hæstaréttardóma um að honum beri að virða stjórnarskrá landsins að vettugi og beitt hernum fyrir sig til að hóta þinginu. Forsetinn hefur vísað allri gagnrýni á bug með þeim rökum að honum beri skylda til að vernda landsmenn og sakað forvera sína í embætti um spillingu. José Miguel Vivanco, forstjóri Mannréttindavaktarinnar í Ameríkunum, segir að hætta sé á að El Salvador verði að valdboðsríki ef heimsveldin láta ekki til sín taka. „Við höfum skyldu til að tryggja að El Salvador verði ekki að öðru einræðisríki,“ segir Vivanco við Reuters-fréttastofuna. Hvorki Bandaríkjastjórn né Evrópusambandið hafa andmælt mannréttindabrotum í El Salvador. Mannréttindavaktin hefur skorað á Samtök Ameríkuríkja að virkja lýðræðissáttmála Ameríkuríkja í El Salvador. Það er aðeins gert þegar Ameríkuríki er talið hafa vikið af braut lýðræðis.
El Salvador Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Sakar glæpagengi um að notfæra sér faraldurinn Forseti El Salvador sakar þarlend glæpagengi um að notfæra sér að öryggissveitir landsins beini nú kröftum sínum að því að stöðva útbreiðslu kórónuveirufaraldursins. Fleiri en fimmtíu manns voru myrtir í Mið-Ameríkulandinu um helgina. 27. apríl 2020 11:31 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
Sakar glæpagengi um að notfæra sér faraldurinn Forseti El Salvador sakar þarlend glæpagengi um að notfæra sér að öryggissveitir landsins beini nú kröftum sínum að því að stöðva útbreiðslu kórónuveirufaraldursins. Fleiri en fimmtíu manns voru myrtir í Mið-Ameríkulandinu um helgina. 27. apríl 2020 11:31