Landsvirkjun ræðst í milljarðaframkvæmdir og gefur stórnotendum allt að 25 prósent afslátt Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. apríl 2020 11:01 Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, iðnaðarráðherra. vísir/vilhelm Landsvirkjun hyggst verja um 12 milljörðum króna í ýmsar framkvæmdir, þróunarverkefni auk þess að veita stórnotendum sínum afslætti. Neðangreindar aðgerðir, sem tíundaðar eru í tilkynningu frá Landsvirkjun, eru sagðar til marks um þátttöku fyrirtækisins í „öflugri viðspyrnu atvinnulífsins í því átaki sem er fram undan í atvinnu- og efnahagsmálum eftir kórónuveirufaraldurinn.“ Landsvirkjun hyggst jafnframt greiða arð til ríkissins. Þannig hyggst Landsvirkjun veita tímabundna 6 mánaða lækkun að kostnaðarverði Landsvirkjunar til stórnotenda. Átta af tíu stórnotendum fyrirtækisins eru sagðir fá lækkun samkvæmt þessu sem geti þýtt allt að 25% lækkun raforkuverðs. Þeim verði jafnframt boðið upp á sveigjanlega skammtímasamninga á kostnaðarverði. Sjá einnig: Greiða ríkinu tíu milljarða króna arð Landsvirkjun segist aukinheldur ætla að flýta ýmsum endurbóta- og viðhaldsverkefnum á næstu þremur árum fyrir samtals um 12 milljarða króna. Á þessu ári er áætlað að ráðast í um 90 verkefni fyrir um 2,4 milljarða króna og koma þau að mestu til framkvæmda í sumar og haust eða um leið og hægt verður að byrja á þeim. Meðal þeirra verkefna sem stefnt er að byrja á í ár eru: Endurbætur á vél- og rafbúnaði í fjórum aflstöðvum; Búrfellsstöð, Sultartangastöð, Sigöldustöð og Kröflustöð. Viðgerðir og lagfæringar á flóðfarvegum á Þjórsársvæði. Bygging göngu- og reiðbrúar yfir Þjórsá ofan Þjófafoss. Viðgerðir og endurbætur á stöðvarhúsi, inntakshúsi og inntaksþró Steingrímsstöðvar við Sogið. Auk þessara verkefna er nú til skoðunar að flýta ýmsum framkvæmdum á næstu þremur árum. Meðal nýrra verkefna eru mögulegar undirbúningsframkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar í neðanverðri Þjórsá, s.s. við vegagerð, brúarsmíði og aðstöðusköpun. Þær framkvæmdir myndu þó ekki hefjast fyrr en á árinu 2021. Frekari útlistun á aðgerðum Landsvirkjunnar má nálgast á vef Samorku. Orkumál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landsvirkjun Mest lesið Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Landsvirkjun hyggst verja um 12 milljörðum króna í ýmsar framkvæmdir, þróunarverkefni auk þess að veita stórnotendum sínum afslætti. Neðangreindar aðgerðir, sem tíundaðar eru í tilkynningu frá Landsvirkjun, eru sagðar til marks um þátttöku fyrirtækisins í „öflugri viðspyrnu atvinnulífsins í því átaki sem er fram undan í atvinnu- og efnahagsmálum eftir kórónuveirufaraldurinn.“ Landsvirkjun hyggst jafnframt greiða arð til ríkissins. Þannig hyggst Landsvirkjun veita tímabundna 6 mánaða lækkun að kostnaðarverði Landsvirkjunar til stórnotenda. Átta af tíu stórnotendum fyrirtækisins eru sagðir fá lækkun samkvæmt þessu sem geti þýtt allt að 25% lækkun raforkuverðs. Þeim verði jafnframt boðið upp á sveigjanlega skammtímasamninga á kostnaðarverði. Sjá einnig: Greiða ríkinu tíu milljarða króna arð Landsvirkjun segist aukinheldur ætla að flýta ýmsum endurbóta- og viðhaldsverkefnum á næstu þremur árum fyrir samtals um 12 milljarða króna. Á þessu ári er áætlað að ráðast í um 90 verkefni fyrir um 2,4 milljarða króna og koma þau að mestu til framkvæmda í sumar og haust eða um leið og hægt verður að byrja á þeim. Meðal þeirra verkefna sem stefnt er að byrja á í ár eru: Endurbætur á vél- og rafbúnaði í fjórum aflstöðvum; Búrfellsstöð, Sultartangastöð, Sigöldustöð og Kröflustöð. Viðgerðir og lagfæringar á flóðfarvegum á Þjórsársvæði. Bygging göngu- og reiðbrúar yfir Þjórsá ofan Þjófafoss. Viðgerðir og endurbætur á stöðvarhúsi, inntakshúsi og inntaksþró Steingrímsstöðvar við Sogið. Auk þessara verkefna er nú til skoðunar að flýta ýmsum framkvæmdum á næstu þremur árum. Meðal nýrra verkefna eru mögulegar undirbúningsframkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar í neðanverðri Þjórsá, s.s. við vegagerð, brúarsmíði og aðstöðusköpun. Þær framkvæmdir myndu þó ekki hefjast fyrr en á árinu 2021. Frekari útlistun á aðgerðum Landsvirkjunnar má nálgast á vef Samorku.
Orkumál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landsvirkjun Mest lesið Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira