Jordan aðeins í fjórða sæti á lista Isiah Thomas Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. apríl 2020 11:00 Michael Jordan með bikarinn eftir að hann vann loksins NBA-deildina árið 1991. Getty/Ken Levine Isiah Thomas er ekki sammála þeim sem segja að Michael Jordan sé besti körfuboltamaður sögunnar. Reyndar er Jordan langt frá toppsætinu á lista Isiah Thomas yfir bestu leikmenn sem hann mætti inn á körfuboltavellinum. Isiah Thomas og Michael Jordan hafa aldrei verið miklir vinir og þetta slæma samband þeirra hefur vissulega haft mikil áhrif á feril Thomas. Isiah Thomas og félagar í Detriot Pistons urðu NBA-meistarar árin 1989 og 1990. Þeir stoppuðu Jordan og Chicago Bulls liðið í úrslitakeppninni þrjú ár í röð frá 1988 til 1990. Isiah Thomas explains why he was surprised Michael Jordan called him 'a-hole' and how Pistons defined that eraby @sportsreiterhttps://t.co/V9lWoR5kAl pic.twitter.com/n5RlRGCGjT— CBS Sports NBA (@CBSSportsNBA) April 27, 2020 Detroit Pistons liðið spilaði mjög gróft og báru stoltir gælunafnið „Slæmu strákarnir“ sem um leið gerði þá mjög óvinsæla annars staðar en í Detriot. Sá sem fékk einna mest að finna fyrir tuddaskap Detroit Pistons liðsins var einmitt Michael Jordan sem á þessum árum var orðinn besti leikmaður NBA-deildarinnar. Leikmenn Detroit Pistons börðu hans eins og harðfisk þegar hann kom inn í teig og bjuggu til sérstakar Jordan-reglur til að vinna sameiginlega að því að gera líf Jordan óbærilegt í leikum liðsins. Isiah Thomas says he got 'hit and punished' more than Michael Jordan, or anyone else for that matterhttps://t.co/r7ELWxcFcO pic.twitter.com/dhuhWrvdHD— CBS Sports NBA (@CBSSportsNBA) April 27, 2020 Michael Jordan og félagar í Chicago Bulls náðu loksins að hafa betur vorið 1991 og þá sópuðu þeir Detriot liðinu út úr úrslitakeppninni 4-0. Framkoma leikmanna Detroit Pistons í leikslok þótti mjög ómerkilegt en Isiah Thomas og félagar yfirgáfu þá völlinn áður en leiktíminn rann út og þökkuðu leikmönnum Chicago Bulls ekki fyrir einvígið. Skömmu síðar var valið draumaliðið til að keppa á ÓL í Barcelona og þar var enginn Isiah Thomas þó að hann hafi vissulega verið einn af bestu leikmönnum NBA á þeim tíma. Michael Jordan og Scottie Pippen vildu ekki hafa Isiah Thomas í liðinu og höfðu það í gegn. Michael Jordan er ekki búinn að fyrirgefa Isiah Thomas eða hinum slæmu strákunum í liði Detroit Pistons á níunda og tíunda áratugnum. Það mátti sjá í heimildarþáttunum um „The Last Dance“ þar sem hann kallaði Isiah meira að segja hálfvita. #Pistons legend Isiah Thomas is still very hurt by his Dream Team snub, and he's disappointed by the fact it may have happened because of the walk-off after losing to the #Bulls in 1991.https://t.co/b0YJDqwgL5— ClutchPoints NBA (@ClutchPointsNBA) April 27, 2020 Það eru liðin 29 ár frá þessu kvöldi þegar Isiah Thomas og félagar yfirgáfu salinn áður en leiknum lauk. Jordan mun líklega aldrei taka slæmu strákana í sátt. Það virðist líka vera ljóst að Isiah Thomas er mjög sár yfir þessu og það sést ekki síst á lista hans yfir bestu leikmenn sem hann mætti í NBA-deildinni. Bill Reiter á CBS Sports fékk Isiah Thomas til að velja fimm bestu leikmenn sem hann spilaði á móti NBA. Michael Jordan verður þar að sætta sig við fjórða sæti listans þrátt fyrir að vera af flestum talinn vera besti leikmaður allra tíma. Listi Isiah Thomas yfir bestu leikmenn sem hann mætti í NBA: 1. Kareem Abdul-Jabbar 2. Larry Bird 3. Magic Johnson 4. Michael Jordan 5. Dr J NBA Mest lesið Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Íslenski boltinn Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Fótbolti Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Íslenski boltinn Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Sport Fleiri fréttir Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Sjá meira
Isiah Thomas er ekki sammála þeim sem segja að Michael Jordan sé besti körfuboltamaður sögunnar. Reyndar er Jordan langt frá toppsætinu á lista Isiah Thomas yfir bestu leikmenn sem hann mætti inn á körfuboltavellinum. Isiah Thomas og Michael Jordan hafa aldrei verið miklir vinir og þetta slæma samband þeirra hefur vissulega haft mikil áhrif á feril Thomas. Isiah Thomas og félagar í Detriot Pistons urðu NBA-meistarar árin 1989 og 1990. Þeir stoppuðu Jordan og Chicago Bulls liðið í úrslitakeppninni þrjú ár í röð frá 1988 til 1990. Isiah Thomas explains why he was surprised Michael Jordan called him 'a-hole' and how Pistons defined that eraby @sportsreiterhttps://t.co/V9lWoR5kAl pic.twitter.com/n5RlRGCGjT— CBS Sports NBA (@CBSSportsNBA) April 27, 2020 Detroit Pistons liðið spilaði mjög gróft og báru stoltir gælunafnið „Slæmu strákarnir“ sem um leið gerði þá mjög óvinsæla annars staðar en í Detriot. Sá sem fékk einna mest að finna fyrir tuddaskap Detroit Pistons liðsins var einmitt Michael Jordan sem á þessum árum var orðinn besti leikmaður NBA-deildarinnar. Leikmenn Detroit Pistons börðu hans eins og harðfisk þegar hann kom inn í teig og bjuggu til sérstakar Jordan-reglur til að vinna sameiginlega að því að gera líf Jordan óbærilegt í leikum liðsins. Isiah Thomas says he got 'hit and punished' more than Michael Jordan, or anyone else for that matterhttps://t.co/r7ELWxcFcO pic.twitter.com/dhuhWrvdHD— CBS Sports NBA (@CBSSportsNBA) April 27, 2020 Michael Jordan og félagar í Chicago Bulls náðu loksins að hafa betur vorið 1991 og þá sópuðu þeir Detriot liðinu út úr úrslitakeppninni 4-0. Framkoma leikmanna Detroit Pistons í leikslok þótti mjög ómerkilegt en Isiah Thomas og félagar yfirgáfu þá völlinn áður en leiktíminn rann út og þökkuðu leikmönnum Chicago Bulls ekki fyrir einvígið. Skömmu síðar var valið draumaliðið til að keppa á ÓL í Barcelona og þar var enginn Isiah Thomas þó að hann hafi vissulega verið einn af bestu leikmönnum NBA á þeim tíma. Michael Jordan og Scottie Pippen vildu ekki hafa Isiah Thomas í liðinu og höfðu það í gegn. Michael Jordan er ekki búinn að fyrirgefa Isiah Thomas eða hinum slæmu strákunum í liði Detroit Pistons á níunda og tíunda áratugnum. Það mátti sjá í heimildarþáttunum um „The Last Dance“ þar sem hann kallaði Isiah meira að segja hálfvita. #Pistons legend Isiah Thomas is still very hurt by his Dream Team snub, and he's disappointed by the fact it may have happened because of the walk-off after losing to the #Bulls in 1991.https://t.co/b0YJDqwgL5— ClutchPoints NBA (@ClutchPointsNBA) April 27, 2020 Það eru liðin 29 ár frá þessu kvöldi þegar Isiah Thomas og félagar yfirgáfu salinn áður en leiknum lauk. Jordan mun líklega aldrei taka slæmu strákana í sátt. Það virðist líka vera ljóst að Isiah Thomas er mjög sár yfir þessu og það sést ekki síst á lista hans yfir bestu leikmenn sem hann mætti í NBA-deildinni. Bill Reiter á CBS Sports fékk Isiah Thomas til að velja fimm bestu leikmenn sem hann spilaði á móti NBA. Michael Jordan verður þar að sætta sig við fjórða sæti listans þrátt fyrir að vera af flestum talinn vera besti leikmaður allra tíma. Listi Isiah Thomas yfir bestu leikmenn sem hann mætti í NBA: 1. Kareem Abdul-Jabbar 2. Larry Bird 3. Magic Johnson 4. Michael Jordan 5. Dr J
Listi Isiah Thomas yfir bestu leikmenn sem hann mætti í NBA: 1. Kareem Abdul-Jabbar 2. Larry Bird 3. Magic Johnson 4. Michael Jordan 5. Dr J
NBA Mest lesið Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Íslenski boltinn Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Fótbolti Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Íslenski boltinn Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Sport Fleiri fréttir Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Sjá meira