Ekki orðið af hátt í 500 aðgerðum vegna kórónuveirunnar Sunna Sæmundsdóttir skrifar 27. apríl 2020 19:40 Dregið hefur verið úr viðbúnaði vegna kórónuveirunnar á Landspítalanum og rými skapast þá fyrir aðra sjúklinga. Ætla má að ekki hafi orðið af hátt í fimm hundruð aðgerðum á Landspítalanum vegna kórónuveirunnar. Unnið er að því að draga úr viðbúnaði og hefur covid-deildum verið fækkað um helming. Forstjóri vonast til að bakverðir haldist áfram í starfi. Landspítalinn sinnir að jafnaði um 120 til 130 aðgerðum á viku. Frá því að ákveðið var að dresta skipulögðum, eða valkvæðum, aðgerðum í lok mars er talið að ekki hafi orðið af um sjötíu aðgerðum í hverri viku. Þar á meðal eru til dæmis liðskipti- og mjaðmaaðgerðir auk hjartaaðgerða sem taldar voru geta beðið. Þessar aðgerðir verða hafnar að nýju 4. maí. Á sex vikna tímabili má reikna með að ekki hafi orðið af 420 aðgerðum sem nú bíða. „Það hafa vissulega verið valkvæðar aðgerðir, eins og hjá krabbameinsveikum og hjá fólki með alvarlega hjartasjúkdóma, þar sem ekki hefur verið hægt að bíða. En annað hefur beðið,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans. Dregið hefur verið úr viðbúnaði vegna veirunnar. Gjörgæslurýmum undir covid-sjúklinga hefur verið fækkað og umsvif covid-göngudeildar minnkuð. „Við erum nú fyrst og fremst með tvær deildir sem eru að sinna covid-sjúklingum en þegar mest var vorum við með fjórar deildir í því,“ segir Páll. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans. Samhliða þessu fjölgar rýmum fyrir aðra sjúklinga sem þurfa í aðgerðir sem hefur verið frestað. Covid-göngudeildin verður þó áfram starfrækt í einhverju formi. „Líklega fram á haustið vegna þess að við þurfum að vera tilbúin að bregðast við aftur,“ segir hann. Landlæknir sagði á upplýsingafundi almannavarna í dag að ljóst væri orðið að heilbrigðiskerfið hafi ráðið vel við faraldurinn. „Við vorum með mönnun, tæki, lyf og hlífðarbúnað sem hæfði,“ sagði Alma Möller. Beinn kostnaður við viðbúnaðinn hleypur á hundruðum milljóna. „Síðan höfum við auðvitað í innkaupum verið að kaupa inn birgðir fyrir allt landið og það eru hærri upphæðir þar,“ segir Páll. Nærri tvö hundruð bakverðir réðu sig tímabundið til starfa í heilbrigðiskerfinu. Þeim mun fækka töluvert í maí. „En það er auðvitað fólk þarna með mjög dýrmæta sérþekkingu sem við myndum helst vilja fá til okkar varanlega,“ segir Páll. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Ætla má að ekki hafi orðið af hátt í fimm hundruð aðgerðum á Landspítalanum vegna kórónuveirunnar. Unnið er að því að draga úr viðbúnaði og hefur covid-deildum verið fækkað um helming. Forstjóri vonast til að bakverðir haldist áfram í starfi. Landspítalinn sinnir að jafnaði um 120 til 130 aðgerðum á viku. Frá því að ákveðið var að dresta skipulögðum, eða valkvæðum, aðgerðum í lok mars er talið að ekki hafi orðið af um sjötíu aðgerðum í hverri viku. Þar á meðal eru til dæmis liðskipti- og mjaðmaaðgerðir auk hjartaaðgerða sem taldar voru geta beðið. Þessar aðgerðir verða hafnar að nýju 4. maí. Á sex vikna tímabili má reikna með að ekki hafi orðið af 420 aðgerðum sem nú bíða. „Það hafa vissulega verið valkvæðar aðgerðir, eins og hjá krabbameinsveikum og hjá fólki með alvarlega hjartasjúkdóma, þar sem ekki hefur verið hægt að bíða. En annað hefur beðið,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans. Dregið hefur verið úr viðbúnaði vegna veirunnar. Gjörgæslurýmum undir covid-sjúklinga hefur verið fækkað og umsvif covid-göngudeildar minnkuð. „Við erum nú fyrst og fremst með tvær deildir sem eru að sinna covid-sjúklingum en þegar mest var vorum við með fjórar deildir í því,“ segir Páll. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans. Samhliða þessu fjölgar rýmum fyrir aðra sjúklinga sem þurfa í aðgerðir sem hefur verið frestað. Covid-göngudeildin verður þó áfram starfrækt í einhverju formi. „Líklega fram á haustið vegna þess að við þurfum að vera tilbúin að bregðast við aftur,“ segir hann. Landlæknir sagði á upplýsingafundi almannavarna í dag að ljóst væri orðið að heilbrigðiskerfið hafi ráðið vel við faraldurinn. „Við vorum með mönnun, tæki, lyf og hlífðarbúnað sem hæfði,“ sagði Alma Möller. Beinn kostnaður við viðbúnaðinn hleypur á hundruðum milljóna. „Síðan höfum við auðvitað í innkaupum verið að kaupa inn birgðir fyrir allt landið og það eru hærri upphæðir þar,“ segir Páll. Nærri tvö hundruð bakverðir réðu sig tímabundið til starfa í heilbrigðiskerfinu. Þeim mun fækka töluvert í maí. „En það er auðvitað fólk þarna með mjög dýrmæta sérþekkingu sem við myndum helst vilja fá til okkar varanlega,“ segir Páll.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira