Var í hljómsveit með meðlimum Mezzoforte en valdi fótboltann fram yfir tónlistina Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. apríl 2020 22:00 Guðmundur Torfason ásamt Pétri Péturssyni. Þeir deila markametinu í efstu deild á Íslandi ásamt Þórði Guðjónssyni, Tryggva Guðmundssyni og Andra Rúnari Bjarnasyni. Guðmundur Torfason, einn þeirra sem eiga markametið í efstu deild á Íslandi, valdi fótboltann fram yfir tónlistina þegar hann var unglingur. Hann ræddi um tónlistarferilinn í hlaðvarpsþættinum Miðjunni á Fótbolta.net. Guðmundur var m.a. í hljómsveit með meðlimum Mezzoforte sem öðlaðist heimsfrægð árið 1983 með laginu „Garden Party“. Það fór í 17. sæti breska vinsældalistans og Mezzoforte flutti það í þættinum Top of the Pops. watch on YouTube „Við Gulli Briem og Jói Ásmunds ásamt Kristjáni Edilstein og Birni Thorarensen kynntust þegar við vorum 12-13 ára gamlir. Við spiluðum saman í nokkur ár. Síðan urðu nokkrar breytingar og Friðrik Karlsson og Eyþór Gunnarsson komu inn í þetta sem og Ellen Kristjánsdóttir,“ sagði Guðmundur í Miðjunni. Hann var á fullu í fótboltanum samhliða tónlistinni. „Við spiluðum út í eitt. Klúbburinn var ansi duglegur að taka nýliða inn til sín. Við fengum inni hjá Magnúsi Leopoldssyni og það var mjög gaman að því. Við fengum að spila í Klúbbnum þegar við vorum 15-16 ára,“ sagði Guðmundur. Þrátt fyrir að hafa haft gaman að tónlistinni setti Guðmundur fótboltann í fyrsta sæti. „Músík og fótbolti toguðust á hjá mér. Þetta var gaman en þegar það kom meiri alvara í fótboltann og ég var valinn í unglingalandsliðið fór einbeitingin frekar á fótboltann. Þetta var ekki kristilegur tími að vera spilandi á böllum þótt reglusemin hafi verið þokkaleg,“ sagði Guðmundur. Hann lék með Fram en fór í atvinnumennsku 1986 eftir að hafa orðið Íslandsmeistari með Fram og jafnað markametið í efstu deild (19 mörk). Guðmundur lék sem atvinnumaður í Belgíu, Austurríki, Skotlandi og á Englandi. Hann lék svo með Fylki og Grindavík áður en skórnir fóru á hilluna. Guðmundur lék 26 landsleiki og skoraði fjögur mörk á árunum 1985-91. Hlusta má á Miðjuna með því að smella hér. Íslenski boltinn Tónlist Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Handbolti „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Fleiri fréttir „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar Sjá meira
Guðmundur Torfason, einn þeirra sem eiga markametið í efstu deild á Íslandi, valdi fótboltann fram yfir tónlistina þegar hann var unglingur. Hann ræddi um tónlistarferilinn í hlaðvarpsþættinum Miðjunni á Fótbolta.net. Guðmundur var m.a. í hljómsveit með meðlimum Mezzoforte sem öðlaðist heimsfrægð árið 1983 með laginu „Garden Party“. Það fór í 17. sæti breska vinsældalistans og Mezzoforte flutti það í þættinum Top of the Pops. watch on YouTube „Við Gulli Briem og Jói Ásmunds ásamt Kristjáni Edilstein og Birni Thorarensen kynntust þegar við vorum 12-13 ára gamlir. Við spiluðum saman í nokkur ár. Síðan urðu nokkrar breytingar og Friðrik Karlsson og Eyþór Gunnarsson komu inn í þetta sem og Ellen Kristjánsdóttir,“ sagði Guðmundur í Miðjunni. Hann var á fullu í fótboltanum samhliða tónlistinni. „Við spiluðum út í eitt. Klúbburinn var ansi duglegur að taka nýliða inn til sín. Við fengum inni hjá Magnúsi Leopoldssyni og það var mjög gaman að því. Við fengum að spila í Klúbbnum þegar við vorum 15-16 ára,“ sagði Guðmundur. Þrátt fyrir að hafa haft gaman að tónlistinni setti Guðmundur fótboltann í fyrsta sæti. „Músík og fótbolti toguðust á hjá mér. Þetta var gaman en þegar það kom meiri alvara í fótboltann og ég var valinn í unglingalandsliðið fór einbeitingin frekar á fótboltann. Þetta var ekki kristilegur tími að vera spilandi á böllum þótt reglusemin hafi verið þokkaleg,“ sagði Guðmundur. Hann lék með Fram en fór í atvinnumennsku 1986 eftir að hafa orðið Íslandsmeistari með Fram og jafnað markametið í efstu deild (19 mörk). Guðmundur lék sem atvinnumaður í Belgíu, Austurríki, Skotlandi og á Englandi. Hann lék svo með Fylki og Grindavík áður en skórnir fóru á hilluna. Guðmundur lék 26 landsleiki og skoraði fjögur mörk á árunum 1985-91. Hlusta má á Miðjuna með því að smella hér.
Íslenski boltinn Tónlist Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Handbolti „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Fleiri fréttir „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar Sjá meira