Roy Keane „að kenna“ að Henderson skipti ekki um treyju við Messi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. apríl 2020 14:00 Jordan Henderson fagnar sigri Liverpool á Barcelona í fyrravor. Getty/Alex Livesey Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool, hefur í fyrsta sinn rætt þá upplifun sína að mæta Lionel Messi í fyrsta sinn á fótboltavellinum. Jordan Henderson og félagar í Liverpool slógu Barcelona út úr Meistaradeildinni í fyrra efrir 4-0 endurkomu í seinni leiknum á Anfield. Barcelona hafði unnið fyrri leikinn 3-0 á Spáni og flestir voru búnir að afskrifa Liverpool liðið. Jordan Henderson var ekki í byrjunarliðinu í fyrri leiknum á Nývangi en kom inn á sem varamaður þegar Naby Keita meiddist í fyrri hálfleiknum. Jordan Henderson var þarna að spila sinn fyrsta leik á móti Lionel Messi og hann gat ekki komið í veg fyrir það að Messi skoraði tvívegis í leiknum. Jordan Henderson didn't swap shirts with Lionel Messi after remembering a piece of advice from Roy Keane. Of course Roy Keane said this. ??https://t.co/LteCNz1giY pic.twitter.com/POSraHJGJ5— SPORTbible (@sportbible) April 26, 2020 „Ég kom snemma inn á völlinn þegar Naby Keita meiddist. Þetta var í fyrsta sinn sem ég var á sama velli og Lionel Messi,“ sagði Jordan Henderson við Daily Mail. „Þú hugsar með sjálfum þér. Guð minn góður, þetta er hann. Það er samt engin spurning um að hann spilar leikinn öðruvísi en þú sérð í sjónvarpinu. Hann er svo fljótur,“ sagði Henderson. „Þegar ég hugsa til baka til aukaspyrnunnar sem hann skoraði úr. Ég trúi þvi ekki enn að hann hafi skorað. Ég hélt hann ætlaði að taka hana stutt,“ sagði Henderson en Lionel Messi var í margra augum búinn að gera út um einvígið með tveimur mörkum í 3-0 sigri. Roy Keane lesson that saw Jordan Henderson refuse to ask Messi for shirt swaphttps://t.co/dLg1bevoxs pic.twitter.com/PuKymiVSEI— Mirror Football (@MirrorFootball) April 27, 2020 Blaðamaður Daily Mail spurði Jordan Henderson síðan út í keppnistreyju Lionel Messi „Hugsaði ég um að biðja um treyjuna hans? Nei, ég hef aldrei gert slíkt,“ sagði Henderson og hélt áfram: „Roy Keane sagði mér það þegar ég var hjá Sunderland að ef þú biður einhvern um treyjuna hans þá lítur þú út fyrir að vera fullur af aðdáun,“ sagði Henderson. Roy Keane var knattspyrnustjóri Sunderland á árunum 2006 til 2008 og var það hans fyrsta stjórastarf. Skórnir voru þá nýkomnir upp á hillu eftir hálft tímabil með Celtic. Jordan Henderson var að koma upp í aðalliði á síðasta ári Keane hjá félaginu. „Það fór því þannig að ég fór heim með treyjuna hans Luis Suárez. Luis er góður gæi og hann gaf mér hana enda spiluðum við saman hjá Liverpool. Ég veit samt ekki hvað hann gerði við mína treyju,“ sagði Henderson. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Enski boltinn Ísfold Marý til liðs við Víking Íslenski boltinn Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Fótbolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Íslenski boltinn Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Körfubolti Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík Körfubolti Fleiri fréttir Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Sjá meira
Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool, hefur í fyrsta sinn rætt þá upplifun sína að mæta Lionel Messi í fyrsta sinn á fótboltavellinum. Jordan Henderson og félagar í Liverpool slógu Barcelona út úr Meistaradeildinni í fyrra efrir 4-0 endurkomu í seinni leiknum á Anfield. Barcelona hafði unnið fyrri leikinn 3-0 á Spáni og flestir voru búnir að afskrifa Liverpool liðið. Jordan Henderson var ekki í byrjunarliðinu í fyrri leiknum á Nývangi en kom inn á sem varamaður þegar Naby Keita meiddist í fyrri hálfleiknum. Jordan Henderson var þarna að spila sinn fyrsta leik á móti Lionel Messi og hann gat ekki komið í veg fyrir það að Messi skoraði tvívegis í leiknum. Jordan Henderson didn't swap shirts with Lionel Messi after remembering a piece of advice from Roy Keane. Of course Roy Keane said this. ??https://t.co/LteCNz1giY pic.twitter.com/POSraHJGJ5— SPORTbible (@sportbible) April 26, 2020 „Ég kom snemma inn á völlinn þegar Naby Keita meiddist. Þetta var í fyrsta sinn sem ég var á sama velli og Lionel Messi,“ sagði Jordan Henderson við Daily Mail. „Þú hugsar með sjálfum þér. Guð minn góður, þetta er hann. Það er samt engin spurning um að hann spilar leikinn öðruvísi en þú sérð í sjónvarpinu. Hann er svo fljótur,“ sagði Henderson. „Þegar ég hugsa til baka til aukaspyrnunnar sem hann skoraði úr. Ég trúi þvi ekki enn að hann hafi skorað. Ég hélt hann ætlaði að taka hana stutt,“ sagði Henderson en Lionel Messi var í margra augum búinn að gera út um einvígið með tveimur mörkum í 3-0 sigri. Roy Keane lesson that saw Jordan Henderson refuse to ask Messi for shirt swaphttps://t.co/dLg1bevoxs pic.twitter.com/PuKymiVSEI— Mirror Football (@MirrorFootball) April 27, 2020 Blaðamaður Daily Mail spurði Jordan Henderson síðan út í keppnistreyju Lionel Messi „Hugsaði ég um að biðja um treyjuna hans? Nei, ég hef aldrei gert slíkt,“ sagði Henderson og hélt áfram: „Roy Keane sagði mér það þegar ég var hjá Sunderland að ef þú biður einhvern um treyjuna hans þá lítur þú út fyrir að vera fullur af aðdáun,“ sagði Henderson. Roy Keane var knattspyrnustjóri Sunderland á árunum 2006 til 2008 og var það hans fyrsta stjórastarf. Skórnir voru þá nýkomnir upp á hillu eftir hálft tímabil með Celtic. Jordan Henderson var að koma upp í aðalliði á síðasta ári Keane hjá félaginu. „Það fór því þannig að ég fór heim með treyjuna hans Luis Suárez. Luis er góður gæi og hann gaf mér hana enda spiluðum við saman hjá Liverpool. Ég veit samt ekki hvað hann gerði við mína treyju,“ sagði Henderson.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Enski boltinn Ísfold Marý til liðs við Víking Íslenski boltinn Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Fótbolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Íslenski boltinn Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Körfubolti Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík Körfubolti Fleiri fréttir Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Sjá meira