Roy Keane „að kenna“ að Henderson skipti ekki um treyju við Messi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. apríl 2020 14:00 Jordan Henderson fagnar sigri Liverpool á Barcelona í fyrravor. Getty/Alex Livesey Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool, hefur í fyrsta sinn rætt þá upplifun sína að mæta Lionel Messi í fyrsta sinn á fótboltavellinum. Jordan Henderson og félagar í Liverpool slógu Barcelona út úr Meistaradeildinni í fyrra efrir 4-0 endurkomu í seinni leiknum á Anfield. Barcelona hafði unnið fyrri leikinn 3-0 á Spáni og flestir voru búnir að afskrifa Liverpool liðið. Jordan Henderson var ekki í byrjunarliðinu í fyrri leiknum á Nývangi en kom inn á sem varamaður þegar Naby Keita meiddist í fyrri hálfleiknum. Jordan Henderson var þarna að spila sinn fyrsta leik á móti Lionel Messi og hann gat ekki komið í veg fyrir það að Messi skoraði tvívegis í leiknum. Jordan Henderson didn't swap shirts with Lionel Messi after remembering a piece of advice from Roy Keane. Of course Roy Keane said this. ??https://t.co/LteCNz1giY pic.twitter.com/POSraHJGJ5— SPORTbible (@sportbible) April 26, 2020 „Ég kom snemma inn á völlinn þegar Naby Keita meiddist. Þetta var í fyrsta sinn sem ég var á sama velli og Lionel Messi,“ sagði Jordan Henderson við Daily Mail. „Þú hugsar með sjálfum þér. Guð minn góður, þetta er hann. Það er samt engin spurning um að hann spilar leikinn öðruvísi en þú sérð í sjónvarpinu. Hann er svo fljótur,“ sagði Henderson. „Þegar ég hugsa til baka til aukaspyrnunnar sem hann skoraði úr. Ég trúi þvi ekki enn að hann hafi skorað. Ég hélt hann ætlaði að taka hana stutt,“ sagði Henderson en Lionel Messi var í margra augum búinn að gera út um einvígið með tveimur mörkum í 3-0 sigri. Roy Keane lesson that saw Jordan Henderson refuse to ask Messi for shirt swaphttps://t.co/dLg1bevoxs pic.twitter.com/PuKymiVSEI— Mirror Football (@MirrorFootball) April 27, 2020 Blaðamaður Daily Mail spurði Jordan Henderson síðan út í keppnistreyju Lionel Messi „Hugsaði ég um að biðja um treyjuna hans? Nei, ég hef aldrei gert slíkt,“ sagði Henderson og hélt áfram: „Roy Keane sagði mér það þegar ég var hjá Sunderland að ef þú biður einhvern um treyjuna hans þá lítur þú út fyrir að vera fullur af aðdáun,“ sagði Henderson. Roy Keane var knattspyrnustjóri Sunderland á árunum 2006 til 2008 og var það hans fyrsta stjórastarf. Skórnir voru þá nýkomnir upp á hillu eftir hálft tímabil með Celtic. Jordan Henderson var að koma upp í aðalliði á síðasta ári Keane hjá félaginu. „Það fór því þannig að ég fór heim með treyjuna hans Luis Suárez. Luis er góður gæi og hann gaf mér hana enda spiluðum við saman hjá Liverpool. Ég veit samt ekki hvað hann gerði við mína treyju,“ sagði Henderson. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Þórir Hergeirsson þjálfari ársins Sport Þessi hlutu atkvæði sem Íþróttamaður ársins, lið ársins og þjálfari ársins Sport Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Enski boltinn Tindastóll upp fyrir Njarðvík Körfubolti Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Körfubolti Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Fótbolti Björg Elín íþróttaeldhugi ársins Sport Karlalið Vals er lið ársins 2024 Sport Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Fleiri fréttir Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Carragher skammar Alexander-Arnold Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði Sjá meira
Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool, hefur í fyrsta sinn rætt þá upplifun sína að mæta Lionel Messi í fyrsta sinn á fótboltavellinum. Jordan Henderson og félagar í Liverpool slógu Barcelona út úr Meistaradeildinni í fyrra efrir 4-0 endurkomu í seinni leiknum á Anfield. Barcelona hafði unnið fyrri leikinn 3-0 á Spáni og flestir voru búnir að afskrifa Liverpool liðið. Jordan Henderson var ekki í byrjunarliðinu í fyrri leiknum á Nývangi en kom inn á sem varamaður þegar Naby Keita meiddist í fyrri hálfleiknum. Jordan Henderson var þarna að spila sinn fyrsta leik á móti Lionel Messi og hann gat ekki komið í veg fyrir það að Messi skoraði tvívegis í leiknum. Jordan Henderson didn't swap shirts with Lionel Messi after remembering a piece of advice from Roy Keane. Of course Roy Keane said this. ??https://t.co/LteCNz1giY pic.twitter.com/POSraHJGJ5— SPORTbible (@sportbible) April 26, 2020 „Ég kom snemma inn á völlinn þegar Naby Keita meiddist. Þetta var í fyrsta sinn sem ég var á sama velli og Lionel Messi,“ sagði Jordan Henderson við Daily Mail. „Þú hugsar með sjálfum þér. Guð minn góður, þetta er hann. Það er samt engin spurning um að hann spilar leikinn öðruvísi en þú sérð í sjónvarpinu. Hann er svo fljótur,“ sagði Henderson. „Þegar ég hugsa til baka til aukaspyrnunnar sem hann skoraði úr. Ég trúi þvi ekki enn að hann hafi skorað. Ég hélt hann ætlaði að taka hana stutt,“ sagði Henderson en Lionel Messi var í margra augum búinn að gera út um einvígið með tveimur mörkum í 3-0 sigri. Roy Keane lesson that saw Jordan Henderson refuse to ask Messi for shirt swaphttps://t.co/dLg1bevoxs pic.twitter.com/PuKymiVSEI— Mirror Football (@MirrorFootball) April 27, 2020 Blaðamaður Daily Mail spurði Jordan Henderson síðan út í keppnistreyju Lionel Messi „Hugsaði ég um að biðja um treyjuna hans? Nei, ég hef aldrei gert slíkt,“ sagði Henderson og hélt áfram: „Roy Keane sagði mér það þegar ég var hjá Sunderland að ef þú biður einhvern um treyjuna hans þá lítur þú út fyrir að vera fullur af aðdáun,“ sagði Henderson. Roy Keane var knattspyrnustjóri Sunderland á árunum 2006 til 2008 og var það hans fyrsta stjórastarf. Skórnir voru þá nýkomnir upp á hillu eftir hálft tímabil með Celtic. Jordan Henderson var að koma upp í aðalliði á síðasta ári Keane hjá félaginu. „Það fór því þannig að ég fór heim með treyjuna hans Luis Suárez. Luis er góður gæi og hann gaf mér hana enda spiluðum við saman hjá Liverpool. Ég veit samt ekki hvað hann gerði við mína treyju,“ sagði Henderson.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Þórir Hergeirsson þjálfari ársins Sport Þessi hlutu atkvæði sem Íþróttamaður ársins, lið ársins og þjálfari ársins Sport Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Enski boltinn Tindastóll upp fyrir Njarðvík Körfubolti Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Körfubolti Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Fótbolti Björg Elín íþróttaeldhugi ársins Sport Karlalið Vals er lið ársins 2024 Sport Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Fleiri fréttir Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Carragher skammar Alexander-Arnold Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði Sjá meira