Fann besta erlenda leikmann sem hefur leikið hér á landi í körfuboltabúðum í New Jersey Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. apríl 2020 15:15 Kostas Tsartsaris hóf glæstan feril hjá Grindavík tímabilið 1997-98. Þar lék hann undir stjórn Benedikts Guðmundssonar. vísir/getty Bestu erlendu leikmenn í sögu efstu deildar karla í körfubolta á Íslandi voru til umræðu í Domino's Körfuboltakvöldi á föstudaginn. Benedikt Guðmundsson tilnefndi grískan leikmann sem lék undir hans stjórn hjá Grindavík rétt fyrir aldamótin. „Að mínu mati er besti erlendi leikmaðurinn strákur sem ég fékk til landsins á síðustu öld. Hann kom sautján ára. Ég var að þjálfa í æfingabúðum í New Jersey og þar voru efnilegustu leikmennirnir úr menntaskóla í Bandaríkjunum auk efnilegra stráka úr Evrópu,“ sagði Benedikt. „Ég samdi við þennan strák sem var að spila í 4. deild í Grikklandi. Hann var að spá að fara í háskóla en var þarna með umboðsmanninum, sem var bannað. Ég talaði þá inn á það að koma til Íslands að spila. Þeir kýldu á þetta fyrir eitthvað klink. Hann fékk reyndar ekki keppnisleyfi fyrr en hann var orðinn átján ára. En hann var frábær.“ Umræddur leikmaður heitir Kostas Tsartsaris. Hann lék lengst af ferilsins með Panathinaikos í heimalandinu. Hann varð tíu sinnum grískur meistari með liðinu, átta sinnum bikarmeistari og vann EuroLeague í þrígang. Enginn leikmaður í sögu grísku deildarinnar hefur tekið fleiri fráköst en hann. Þá varð Tsartsaris Evrópumeistari með gríska landsliðinu 2005 og fékk silfur á HM ári seinna. „Í hvert skipti sem ég fer til Grikklands er ég alltaf tekinn í viðtal um hann. Mönnum finnst stórmerkilegt að hann hafi verið á Íslandi því þetta er einn besti leikmaðurinn sem Grikkland hefur átt. Það sem hann hefur gert á sínum ferli er eitthvað sem enginn Kani sem hefur komið hingað hefur gert,“ sagði Benedikt. Tsartsaris varð deildar- og bikarmeistari með Grindavík. Á eina tímabilinu sínu á Íslandi (1997-98) var hann með 20,7 stig, 11,3 fráköst og 4,5 varin skot að meðaltali í leik. „Annar eins hæfileikamaður hefur aldrei komið hingað,“ sagði Benedikt um Tsartsaris. Innslagið í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Dominos Körfuboltakvöld - Benedikt um besta erlenda leikmanninn Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Dominos-deild karla Körfuboltakvöld UMF Grindavík Tengdar fréttir Domino's Körfuboltakvöld: „Þetta verður aldrei samþykkt“ Formenn innan körfuboltahreyfingarinnar hafa stigið fram á undanförnum vikum og talað um það að búa til heiðursmannasamkomulag innan körfuboltans hvað varðar erlenda leikmenn. 26. apríl 2020 23:00 Domino's Köfuboltakvöld: Fimm leikmenn sem eiga að fara í stærri lið Í Domino's Körfuboltakvöldi á föstudagskvöldið fóru spekingarnir yfir tvo lista sem Benedikt Guðmundsson gerði á dögunum. 26. apríl 2020 20:00 Valdi fimm leikmenn sem eiga að fá stærra hlutverk í öðrum liðum á næstu leiktíð Benedikt Guðmundsson, körfuboltaþjálfari og mikill spekingur, setti fram lista á Twitter-síðu sína á dögunum þar sem hann valdi fimm leikmenn sem eiga að færa sig um set í Dominos-deild karla. 26. apríl 2020 18:00 Heitustu orðrómarnir úr Dominos-deild karla Dominos Körfuboltakvöld hefur haldið áfram að rúlla þrátt fyrir að það sé rúmur mánuður frá því að keppnistímabilið og allt mótahald innan vébanda KKÍ var blásið af vegna kórónuveirunnar. 25. apríl 2020 22:00 Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Fleiri fréttir Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Mahomes vill eignast lið í WNBA og koma með það til Kansas City Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Viðar um vandræði Hattar: „Hugarfarslegt og andlegt, þetta er á báðum endum vallarins“ „Sóknarlega vorum við að taka alveg kexaðar ákvarðanir oft á tíðum“ „Vorum ógeðslega góðir sóknarlega í tvo leikhluta“ Sjá meira
Bestu erlendu leikmenn í sögu efstu deildar karla í körfubolta á Íslandi voru til umræðu í Domino's Körfuboltakvöldi á föstudaginn. Benedikt Guðmundsson tilnefndi grískan leikmann sem lék undir hans stjórn hjá Grindavík rétt fyrir aldamótin. „Að mínu mati er besti erlendi leikmaðurinn strákur sem ég fékk til landsins á síðustu öld. Hann kom sautján ára. Ég var að þjálfa í æfingabúðum í New Jersey og þar voru efnilegustu leikmennirnir úr menntaskóla í Bandaríkjunum auk efnilegra stráka úr Evrópu,“ sagði Benedikt. „Ég samdi við þennan strák sem var að spila í 4. deild í Grikklandi. Hann var að spá að fara í háskóla en var þarna með umboðsmanninum, sem var bannað. Ég talaði þá inn á það að koma til Íslands að spila. Þeir kýldu á þetta fyrir eitthvað klink. Hann fékk reyndar ekki keppnisleyfi fyrr en hann var orðinn átján ára. En hann var frábær.“ Umræddur leikmaður heitir Kostas Tsartsaris. Hann lék lengst af ferilsins með Panathinaikos í heimalandinu. Hann varð tíu sinnum grískur meistari með liðinu, átta sinnum bikarmeistari og vann EuroLeague í þrígang. Enginn leikmaður í sögu grísku deildarinnar hefur tekið fleiri fráköst en hann. Þá varð Tsartsaris Evrópumeistari með gríska landsliðinu 2005 og fékk silfur á HM ári seinna. „Í hvert skipti sem ég fer til Grikklands er ég alltaf tekinn í viðtal um hann. Mönnum finnst stórmerkilegt að hann hafi verið á Íslandi því þetta er einn besti leikmaðurinn sem Grikkland hefur átt. Það sem hann hefur gert á sínum ferli er eitthvað sem enginn Kani sem hefur komið hingað hefur gert,“ sagði Benedikt. Tsartsaris varð deildar- og bikarmeistari með Grindavík. Á eina tímabilinu sínu á Íslandi (1997-98) var hann með 20,7 stig, 11,3 fráköst og 4,5 varin skot að meðaltali í leik. „Annar eins hæfileikamaður hefur aldrei komið hingað,“ sagði Benedikt um Tsartsaris. Innslagið í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Dominos Körfuboltakvöld - Benedikt um besta erlenda leikmanninn Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Dominos-deild karla Körfuboltakvöld UMF Grindavík Tengdar fréttir Domino's Körfuboltakvöld: „Þetta verður aldrei samþykkt“ Formenn innan körfuboltahreyfingarinnar hafa stigið fram á undanförnum vikum og talað um það að búa til heiðursmannasamkomulag innan körfuboltans hvað varðar erlenda leikmenn. 26. apríl 2020 23:00 Domino's Köfuboltakvöld: Fimm leikmenn sem eiga að fara í stærri lið Í Domino's Körfuboltakvöldi á föstudagskvöldið fóru spekingarnir yfir tvo lista sem Benedikt Guðmundsson gerði á dögunum. 26. apríl 2020 20:00 Valdi fimm leikmenn sem eiga að fá stærra hlutverk í öðrum liðum á næstu leiktíð Benedikt Guðmundsson, körfuboltaþjálfari og mikill spekingur, setti fram lista á Twitter-síðu sína á dögunum þar sem hann valdi fimm leikmenn sem eiga að færa sig um set í Dominos-deild karla. 26. apríl 2020 18:00 Heitustu orðrómarnir úr Dominos-deild karla Dominos Körfuboltakvöld hefur haldið áfram að rúlla þrátt fyrir að það sé rúmur mánuður frá því að keppnistímabilið og allt mótahald innan vébanda KKÍ var blásið af vegna kórónuveirunnar. 25. apríl 2020 22:00 Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Fleiri fréttir Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Mahomes vill eignast lið í WNBA og koma með það til Kansas City Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Viðar um vandræði Hattar: „Hugarfarslegt og andlegt, þetta er á báðum endum vallarins“ „Sóknarlega vorum við að taka alveg kexaðar ákvarðanir oft á tíðum“ „Vorum ógeðslega góðir sóknarlega í tvo leikhluta“ Sjá meira
Domino's Körfuboltakvöld: „Þetta verður aldrei samþykkt“ Formenn innan körfuboltahreyfingarinnar hafa stigið fram á undanförnum vikum og talað um það að búa til heiðursmannasamkomulag innan körfuboltans hvað varðar erlenda leikmenn. 26. apríl 2020 23:00
Domino's Köfuboltakvöld: Fimm leikmenn sem eiga að fara í stærri lið Í Domino's Körfuboltakvöldi á föstudagskvöldið fóru spekingarnir yfir tvo lista sem Benedikt Guðmundsson gerði á dögunum. 26. apríl 2020 20:00
Valdi fimm leikmenn sem eiga að fá stærra hlutverk í öðrum liðum á næstu leiktíð Benedikt Guðmundsson, körfuboltaþjálfari og mikill spekingur, setti fram lista á Twitter-síðu sína á dögunum þar sem hann valdi fimm leikmenn sem eiga að færa sig um set í Dominos-deild karla. 26. apríl 2020 18:00
Heitustu orðrómarnir úr Dominos-deild karla Dominos Körfuboltakvöld hefur haldið áfram að rúlla þrátt fyrir að það sé rúmur mánuður frá því að keppnistímabilið og allt mótahald innan vébanda KKÍ var blásið af vegna kórónuveirunnar. 25. apríl 2020 22:00