Geðheilbrigði skiptir máli – ákall stúdenta til Háskólans á Akureyri Steinunn Alda Gunnarsdóttir skrifar 27. apríl 2020 09:24 Geðheilbrigðismál stúdenta hafa verið í umræðunni síðustu ár, þar sem lögð hefur verið áhersla á mikilvægi andlegrar og líkamlegrar heilsu. Árið 2018 var gerð könnun þar sem fram kom að rúmlega þriðjungur stúdenta í HA, HÍ og HR mældist yfir klínískum mörkum þunglyndis og rúmlega 20% yfir klínískum mörkum kvíða. Við Háskólann á Akureyri eru engin tilfinningaleg úrræði þegar kemur að sálfræðiþjónustu fyrir stúdenta, en ekki er starfandi sálfræðingur þar. Þrátt fyrir öfluga náms- og starfsráðgjafa, sem margir stúdentar leita til, að þá er ljóst að þörf er á annarri sérþekkingu þegar kemur geðheilbrigðismálum stúdenta. Innan veggja Háskóla Íslands og Háskólans í Reykjavík eru starfandi sálfræðingar og mætti Háskólinn á Akureyri stíga það nauðsynlega skref að gera geðheilbrigðismál stúdenta að forgangsmáli. Í kjölfar þeirra fordæmalausu aðstæðna sem nú ríkja í samfélaginu framkvæmdi stúdentaráð SHA könnun um „Líðan og aðstæður stúdenta við Háskólann á Akureyri á tímum COVID-19“. Niðurstöðurnar voru sláandi þar sem fram kom að 85,3% af stúdentum eru mjög sammála eða sammála því að upplifa kvíða á þessum tímum og 72,8% sem upplifa depurð vegna áhrifa COVID-19. Ásamt því eru 87,7% stúdenta mjög sammála eða sammála því að hafa upplifað meiri streitu og álag síðustu vikur sem hefur haft áhrif á námsframvindu þeirra. Við Háskólann á Akureyri er breiður hópur stúdenta sem kemur víðs vegar að. Ritrýndar rannsóknagreinar hafa sýnt fram á að vanlíðan skerðir getu til náms og gæti því aukin þjónusta komið í veg fyrir t.d. brottfall og tryggt það að nemendur ljúki námi sínu á áætluðum tíma auk þess sem vellíðan hefur jákvæð áhrif á árangur í námi. Nám við HA hefur verið að þróast síðustu ár og ásamt því hefur háskólinn þurft að grípa til umfangsmikilla aðgangstakmarkanna. Má því álykta hvort og hvaða andlegu afleiðingar slíkar takmarkanir geta haft í för með sér fyrir stúdenta. Háskólinn á Akureyri leggur mikið upp úr sveigjanlegu námsfyrirkomulagi til þess að gæta jafns aðgengis til náms, en námsfyrirkomulagið gerir það að verkum að einstaklingar, hvar sem er á landinu geta sótt sér menntun, óháð búsetu. Auk þess sem námsfyrirkomulagið mætir þörfum fjölskyldufólks, svo dæmi sé tekið. Fjölbreyttir hópar stúdenta kalla eftir fjölbreyttri stoðþjónustu og teljum við að með aukinni geðheilbrigðisþjónustu við HA, sé háskólinn okkar enn frekar að tryggja jafnrétti til náms. Höfundur er formaður Stúdentafélags Háskólans á Akureyri (SHA) Greinin er hluti af „Geðveiku álagi“, herferð Landssamtaka íslenskra stúdenta Skrifaðu undir ákall samtakanna hér Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Mest lesið Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson Skoðun Skoðun Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Tryggjum gæði í mannvirkjaiðnaði Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson skrifar Skoðun Fjárfestum í vegakerfinu Stefán Broddi Guðjónsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Ísland og lausnir – I – stéttarfélög Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Skjánotkun foreldra - tímarnir breytast og tengslin með? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Til þjónustu reiðubúin í Garðabæ Almar Guðmundsson skrifar Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar Skoðun Tilvistarkreppa leikskólakennara? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nauðgunarmál, 2. grein. Upplýsingar fást ekki Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ekki láta aðra kjósa fyrir þig Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Er tantra einungis um kynlíf? Rajan Parrikar skrifar Sjá meira
Geðheilbrigðismál stúdenta hafa verið í umræðunni síðustu ár, þar sem lögð hefur verið áhersla á mikilvægi andlegrar og líkamlegrar heilsu. Árið 2018 var gerð könnun þar sem fram kom að rúmlega þriðjungur stúdenta í HA, HÍ og HR mældist yfir klínískum mörkum þunglyndis og rúmlega 20% yfir klínískum mörkum kvíða. Við Háskólann á Akureyri eru engin tilfinningaleg úrræði þegar kemur að sálfræðiþjónustu fyrir stúdenta, en ekki er starfandi sálfræðingur þar. Þrátt fyrir öfluga náms- og starfsráðgjafa, sem margir stúdentar leita til, að þá er ljóst að þörf er á annarri sérþekkingu þegar kemur geðheilbrigðismálum stúdenta. Innan veggja Háskóla Íslands og Háskólans í Reykjavík eru starfandi sálfræðingar og mætti Háskólinn á Akureyri stíga það nauðsynlega skref að gera geðheilbrigðismál stúdenta að forgangsmáli. Í kjölfar þeirra fordæmalausu aðstæðna sem nú ríkja í samfélaginu framkvæmdi stúdentaráð SHA könnun um „Líðan og aðstæður stúdenta við Háskólann á Akureyri á tímum COVID-19“. Niðurstöðurnar voru sláandi þar sem fram kom að 85,3% af stúdentum eru mjög sammála eða sammála því að upplifa kvíða á þessum tímum og 72,8% sem upplifa depurð vegna áhrifa COVID-19. Ásamt því eru 87,7% stúdenta mjög sammála eða sammála því að hafa upplifað meiri streitu og álag síðustu vikur sem hefur haft áhrif á námsframvindu þeirra. Við Háskólann á Akureyri er breiður hópur stúdenta sem kemur víðs vegar að. Ritrýndar rannsóknagreinar hafa sýnt fram á að vanlíðan skerðir getu til náms og gæti því aukin þjónusta komið í veg fyrir t.d. brottfall og tryggt það að nemendur ljúki námi sínu á áætluðum tíma auk þess sem vellíðan hefur jákvæð áhrif á árangur í námi. Nám við HA hefur verið að þróast síðustu ár og ásamt því hefur háskólinn þurft að grípa til umfangsmikilla aðgangstakmarkanna. Má því álykta hvort og hvaða andlegu afleiðingar slíkar takmarkanir geta haft í för með sér fyrir stúdenta. Háskólinn á Akureyri leggur mikið upp úr sveigjanlegu námsfyrirkomulagi til þess að gæta jafns aðgengis til náms, en námsfyrirkomulagið gerir það að verkum að einstaklingar, hvar sem er á landinu geta sótt sér menntun, óháð búsetu. Auk þess sem námsfyrirkomulagið mætir þörfum fjölskyldufólks, svo dæmi sé tekið. Fjölbreyttir hópar stúdenta kalla eftir fjölbreyttri stoðþjónustu og teljum við að með aukinni geðheilbrigðisþjónustu við HA, sé háskólinn okkar enn frekar að tryggja jafnrétti til náms. Höfundur er formaður Stúdentafélags Háskólans á Akureyri (SHA) Greinin er hluti af „Geðveiku álagi“, herferð Landssamtaka íslenskra stúdenta Skrifaðu undir ákall samtakanna hér
Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun
Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir Skoðun
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar
Skoðun Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson skrifar
Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar
Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun
Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir Skoðun