Fréttamaður Sky lýsir símtali frá smitrakningarteyminu fyrsta daginn á Íslandi Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. apríl 2020 08:23 Skimun fyrir kórónaveirunni hjá Íslenskri erfðagreiningu í Turninum í Kópavogi. Fréttamaður Sky ræddi við fólk sem beið þar eftir skimun í síðustu viku. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra Íslands ræðir aðgerðir Íslands, og árangur, í baráttunni við faraldur nýju kórónuveirunnar í viðtali við hina bresku Sky-fréttastofu sem birtist í morgun. Þá lýsir höfundur greinarinnar því að Sky-teymið hafi fengið símtal frá smitrakningateyminu fyrsta dag Íslandsfararinnar. Áhugi erlendra fjölmiðla á viðbrögðum heilbrigðisyfirvalda við faraldrinum hér á landi hefur verið talsverður. Nokkrar bandarískar fréttastofur hafa fjallað um skimun Íslenskrar erfðagreiningar og rætt við Kára Stefánsson forstjóra fyrirtækisins, auk þess sem smitrakningarteymi ríkislögreglustjóra og umfangsmiklar sýnatökur hafa vakið athygli. Sjá einnig: Ísland sagt fullkominn vettvangur til að rannsaka veiruna Íslendingum hætti til að rífast um allt Katrín segir í viðtalinu við Sky, sem tekið var hér á landi í síðustu viku, að meginstefna íslenskra stjórnvalda hafi verið að fylgja tilmælum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, WHO. „Það þýðir að taka sýni úr mörgum, rekja [smit], setja fólkið í sóttkví og fá fólk í einangrun þar sem það er veikt. Þessar leiðbeiningar eru það sem við höfum verið að gera.“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.Vísir/vilhelm Katrín bendir jafnframt á að Íslendingar njóti góðs af því að vera fámenn þjóð. Auðveldara sé að afla upplýsinga um fólkið í landinu en ella og þá sé samheldnin mikilvæg. „Okkur hættir til að rífast um allt. En þegar við tökumst á við eitthvað stórt þá eigum við það til að sýna sterka samstöðu.“ Símtal frá smitrakningarteyminu Þá ræðir fréttamaður Sky við fólk sem mætt er í sýnatöku hjá fyrirtæki sem ekki er nafngreint í umfjölluninni en ætla má að þar sé um að ræða Íslenska erfðagreiningu. Sérstaklega er tekið fram að enginn sem beið eftir sýnatöku hafi sýnt einkenni. „Enginn þeirra finnur til veikinda. Enginn er með hósta eða hita. Enginn hefur sýnt einkenni Covid-19,“ segir í frétt Sky. Gestur Pálmason, starfsmaður smitrakningarteymis almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra.Vísir/vilhelm Þá beinir fréttamaður sjónum sínum að smitrakningarteyminu og ræðir við Gest Pálmason, starfsmann teymisins, sem lýsir ferlinu við smitrakninguna. Sérstaklega er bent á þá vinnu sem snýr að því að fylgjast með ferðum erlendra gesta hingað til lands. Sky-teymið, sem kom til landsins daginn áður en hertar reglur um sóttkví tóku gildi, fór ekki varhluta af því. „Fyrsta dag okkar á eyjunni var hringt í okkur er við vorum við vinnu. Það var lögreglumaður sem vildi vita hvar við værum stödd, hvert við myndum fara. Upplýsingum um flugið okkar, nöfnum og símanúmerum hafði verið komið áleiðis til teymisins. […] Þau telja að þau hafi náð stjórn á faraldrinum og vilja ekki eiga á hættu að ferðamenn breiði hann út á ný,“ segir í umfjöllun Sky News. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Eldsneytissala dregst saman um 68% Sala á eldsneyti dróst saman um 42% á milli marsmánaða 2019 og 2020. Meðal dagleg sala sem af er apríl er 68% lægri en meðal dagleg sala í apríl í fyrra. 27. apríl 2020 07:00 Tveggja metra reglan verði hluti daglegs lífs um fyrirsjáanlega framtíð Bæði Bretar og Bandaríkjamenn munu að líkindum þurfa að búa við „tveggja metra regluna“ svokölluðu langt fram á sumar. 27. apríl 2020 06:37 Ítalir undirbúa afnám félagslegra takmarkana Ítölsk stjórnvöld hafa sett fram aðgerðaráætlun um hvernig samfélagslegum takmörkunum, sem settar voru á til að aftra útbreiðslu kórónuveirunnar, verður aflétt. Hugmyndin er að standa að slíkum afléttingum í skrefum, líkt og hérlendis. 26. apríl 2020 23:41 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra Íslands ræðir aðgerðir Íslands, og árangur, í baráttunni við faraldur nýju kórónuveirunnar í viðtali við hina bresku Sky-fréttastofu sem birtist í morgun. Þá lýsir höfundur greinarinnar því að Sky-teymið hafi fengið símtal frá smitrakningateyminu fyrsta dag Íslandsfararinnar. Áhugi erlendra fjölmiðla á viðbrögðum heilbrigðisyfirvalda við faraldrinum hér á landi hefur verið talsverður. Nokkrar bandarískar fréttastofur hafa fjallað um skimun Íslenskrar erfðagreiningar og rætt við Kára Stefánsson forstjóra fyrirtækisins, auk þess sem smitrakningarteymi ríkislögreglustjóra og umfangsmiklar sýnatökur hafa vakið athygli. Sjá einnig: Ísland sagt fullkominn vettvangur til að rannsaka veiruna Íslendingum hætti til að rífast um allt Katrín segir í viðtalinu við Sky, sem tekið var hér á landi í síðustu viku, að meginstefna íslenskra stjórnvalda hafi verið að fylgja tilmælum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, WHO. „Það þýðir að taka sýni úr mörgum, rekja [smit], setja fólkið í sóttkví og fá fólk í einangrun þar sem það er veikt. Þessar leiðbeiningar eru það sem við höfum verið að gera.“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.Vísir/vilhelm Katrín bendir jafnframt á að Íslendingar njóti góðs af því að vera fámenn þjóð. Auðveldara sé að afla upplýsinga um fólkið í landinu en ella og þá sé samheldnin mikilvæg. „Okkur hættir til að rífast um allt. En þegar við tökumst á við eitthvað stórt þá eigum við það til að sýna sterka samstöðu.“ Símtal frá smitrakningarteyminu Þá ræðir fréttamaður Sky við fólk sem mætt er í sýnatöku hjá fyrirtæki sem ekki er nafngreint í umfjölluninni en ætla má að þar sé um að ræða Íslenska erfðagreiningu. Sérstaklega er tekið fram að enginn sem beið eftir sýnatöku hafi sýnt einkenni. „Enginn þeirra finnur til veikinda. Enginn er með hósta eða hita. Enginn hefur sýnt einkenni Covid-19,“ segir í frétt Sky. Gestur Pálmason, starfsmaður smitrakningarteymis almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra.Vísir/vilhelm Þá beinir fréttamaður sjónum sínum að smitrakningarteyminu og ræðir við Gest Pálmason, starfsmann teymisins, sem lýsir ferlinu við smitrakninguna. Sérstaklega er bent á þá vinnu sem snýr að því að fylgjast með ferðum erlendra gesta hingað til lands. Sky-teymið, sem kom til landsins daginn áður en hertar reglur um sóttkví tóku gildi, fór ekki varhluta af því. „Fyrsta dag okkar á eyjunni var hringt í okkur er við vorum við vinnu. Það var lögreglumaður sem vildi vita hvar við værum stödd, hvert við myndum fara. Upplýsingum um flugið okkar, nöfnum og símanúmerum hafði verið komið áleiðis til teymisins. […] Þau telja að þau hafi náð stjórn á faraldrinum og vilja ekki eiga á hættu að ferðamenn breiði hann út á ný,“ segir í umfjöllun Sky News.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Eldsneytissala dregst saman um 68% Sala á eldsneyti dróst saman um 42% á milli marsmánaða 2019 og 2020. Meðal dagleg sala sem af er apríl er 68% lægri en meðal dagleg sala í apríl í fyrra. 27. apríl 2020 07:00 Tveggja metra reglan verði hluti daglegs lífs um fyrirsjáanlega framtíð Bæði Bretar og Bandaríkjamenn munu að líkindum þurfa að búa við „tveggja metra regluna“ svokölluðu langt fram á sumar. 27. apríl 2020 06:37 Ítalir undirbúa afnám félagslegra takmarkana Ítölsk stjórnvöld hafa sett fram aðgerðaráætlun um hvernig samfélagslegum takmörkunum, sem settar voru á til að aftra útbreiðslu kórónuveirunnar, verður aflétt. Hugmyndin er að standa að slíkum afléttingum í skrefum, líkt og hérlendis. 26. apríl 2020 23:41 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Sjá meira
Eldsneytissala dregst saman um 68% Sala á eldsneyti dróst saman um 42% á milli marsmánaða 2019 og 2020. Meðal dagleg sala sem af er apríl er 68% lægri en meðal dagleg sala í apríl í fyrra. 27. apríl 2020 07:00
Tveggja metra reglan verði hluti daglegs lífs um fyrirsjáanlega framtíð Bæði Bretar og Bandaríkjamenn munu að líkindum þurfa að búa við „tveggja metra regluna“ svokölluðu langt fram á sumar. 27. apríl 2020 06:37
Ítalir undirbúa afnám félagslegra takmarkana Ítölsk stjórnvöld hafa sett fram aðgerðaráætlun um hvernig samfélagslegum takmörkunum, sem settar voru á til að aftra útbreiðslu kórónuveirunnar, verður aflétt. Hugmyndin er að standa að slíkum afléttingum í skrefum, líkt og hérlendis. 26. apríl 2020 23:41