Íslandsbanki hefur greitt ríkinu um 70 milljarða í arð Heimir Már Pétursson skrifar 2. mars 2020 07:00 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur lýst yfir vilja til að allt að 25 prósenta hlutur í bankanum verði seldur á þessu ári og að bankinn verði að fullu seldur á allra næstu árum. Vísir/Vilhelm Íslandsbanki hefur greitt ríkissjóði rétt tæpa 70 milljarða króna í arð frá því bankinn komst að fullu í eigu ríkissjóðs. Dósent í hagfræði og fyrrverandi viðskiptaráðherra segir menn hljóta að meta áhrif af sölu bankans á hagkerfið í heild. Íslenska ríkið á Íslandsbanka að fullu. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur lýst yfir vilja til að allt að 25 prósenta hlutur í bankanum verði seldur á þessu ári og að bankinn verði að fullu seldur á allra næstu árum. Gylfi Magnússon dósent í hagfræði við Háskóla Íslands og fyrrverandi viðskiptaráðherra segir tímann nú hvorki betri né verri en annan til að selja bankann. „Það liggur fyrir að það er kannski helst til of mikið að ríkið eigi tvo af þremur viðskiptabönkum. Þannig að einhvern tíma þurfi eða muni vera undið ofan af því,“ segir Gylfi. Hins vegar liggi fyrir að ekki sé mikil stemming fyrir hlutabréfum í bönkum í Evrópu um þessar mundir og fáir nægjanlega sterkir kaupendur aðrir en lífeyrissjóðir. „Þannig að verðið yrði nú ekkert óskaplega hátt. Það yrði líklega lægra en eigið fé. Kannski eitthvað svipað og með Arion banka núna,“ segir Gylfi. Eigið fé Íslandsbanka er um 170 milljarðar króna. Ef hluturinn seldist á um 75 prósent af eigið fé, fengjust um 32 milljarðar fyrir fjórðungshlut í bankanum. Hann hefur hins vegar greitt ríkinu töluverðan arð frá því hann komst að fullu í ríkiseigu. Allt frá 37 milljörðum árið 2016 niður í 4,2 milljarða áætlaða arðgreiðslu á þessu ári. Samanlagt nema arðgreiðslurnar 65,5 milljörðum síðast liðinn fimm ár. Gylfi segir að vega verði og meta kosti arðgreiðslna annars vegar og söluverðs hins vegar. „Ríkið er náttúrlega óvenjulegur eigandi af því að það hugsar ekki bara um arð af hlutabréfum eða einhverja vexti. Heldur líka samfélagsleg áhrif, eða áhrif á hagkerfið af því að þessi banki sé í þeim rekstri sem hann er og því eignarhaldi sem hann er. Þannig að menn hljóta að horfa til þess að hvort það sé gott fyrir hagkerfið í heilda að selja bankann en ekki bara horfa á niðurstöðutölurnar fyrir ríkissjóð,“ segir Gylfi. Aftur á móti sé ekki vænlegt að sameina bankann Landsbankanum því þá yrði til of stór og ráðandi banki, hvort sem hann yrði í ríkis- eða einkaeign. Efnahagsmál Íslenskir bankar Mest lesið Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Sýn tapaði 239 milljónum Viðskipti innlent Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Verða ekki Framúrskarandi nema uppfylla lög um kynjahlutfall Framúrskarandi fyrirtæki Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Fleiri fréttir Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Sjá meira
Íslandsbanki hefur greitt ríkissjóði rétt tæpa 70 milljarða króna í arð frá því bankinn komst að fullu í eigu ríkissjóðs. Dósent í hagfræði og fyrrverandi viðskiptaráðherra segir menn hljóta að meta áhrif af sölu bankans á hagkerfið í heild. Íslenska ríkið á Íslandsbanka að fullu. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur lýst yfir vilja til að allt að 25 prósenta hlutur í bankanum verði seldur á þessu ári og að bankinn verði að fullu seldur á allra næstu árum. Gylfi Magnússon dósent í hagfræði við Háskóla Íslands og fyrrverandi viðskiptaráðherra segir tímann nú hvorki betri né verri en annan til að selja bankann. „Það liggur fyrir að það er kannski helst til of mikið að ríkið eigi tvo af þremur viðskiptabönkum. Þannig að einhvern tíma þurfi eða muni vera undið ofan af því,“ segir Gylfi. Hins vegar liggi fyrir að ekki sé mikil stemming fyrir hlutabréfum í bönkum í Evrópu um þessar mundir og fáir nægjanlega sterkir kaupendur aðrir en lífeyrissjóðir. „Þannig að verðið yrði nú ekkert óskaplega hátt. Það yrði líklega lægra en eigið fé. Kannski eitthvað svipað og með Arion banka núna,“ segir Gylfi. Eigið fé Íslandsbanka er um 170 milljarðar króna. Ef hluturinn seldist á um 75 prósent af eigið fé, fengjust um 32 milljarðar fyrir fjórðungshlut í bankanum. Hann hefur hins vegar greitt ríkinu töluverðan arð frá því hann komst að fullu í ríkiseigu. Allt frá 37 milljörðum árið 2016 niður í 4,2 milljarða áætlaða arðgreiðslu á þessu ári. Samanlagt nema arðgreiðslurnar 65,5 milljörðum síðast liðinn fimm ár. Gylfi segir að vega verði og meta kosti arðgreiðslna annars vegar og söluverðs hins vegar. „Ríkið er náttúrlega óvenjulegur eigandi af því að það hugsar ekki bara um arð af hlutabréfum eða einhverja vexti. Heldur líka samfélagsleg áhrif, eða áhrif á hagkerfið af því að þessi banki sé í þeim rekstri sem hann er og því eignarhaldi sem hann er. Þannig að menn hljóta að horfa til þess að hvort það sé gott fyrir hagkerfið í heilda að selja bankann en ekki bara horfa á niðurstöðutölurnar fyrir ríkissjóð,“ segir Gylfi. Aftur á móti sé ekki vænlegt að sameina bankann Landsbankanum því þá yrði til of stór og ráðandi banki, hvort sem hann yrði í ríkis- eða einkaeign.
Efnahagsmál Íslenskir bankar Mest lesið Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Sýn tapaði 239 milljónum Viðskipti innlent Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Verða ekki Framúrskarandi nema uppfylla lög um kynjahlutfall Framúrskarandi fyrirtæki Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Fleiri fréttir Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Sjá meira