Hjúkrunarfræðingur vildi óska að lægri laun í dag en í gær væri aprílgabb Andri Eysteinsson skrifar 1. apríl 2020 23:10 Landspítalinn í Fossvogi. Vísir/Hanna Vegna uppsagnar á vaktaálagsgreiðslum hafa laun hjá sumum hjúkrunarfræðingum Landspítalans lækkað um tugi þúsunda milli mánaða. „Hjúkrunarfræðingar hafa verið kjarasamningslausir undanfarið ár og það er mikil mannekla hjá okkur,“ segir Sóley Halldórsdóttir, hjúkrunarfræðingur á Landspítalanum í samtali við Vísi. Sóley vakti athygli á þessu í pistli á Facebook síðu sinni í dag. „Ég vildi óska þess að launaseðillinn minn í dag væri 1. aprílgabb. Launin mín lækkuðu um 41 þúsund krónur í dag þar sem vaktaálagsauki var tekinn af hjúkrunarfræðingum um þessi mánaðamót,“ skrifaði Sóley. Vaktaálagsaukinn sem hjúkrunarfræðingar hafa misst af launaseðli sínum var einskonar umbun fyrir að taka að sér vaktir um kvöld og á nóttunni vegna manneklu. „Ég hef lagt mig fram við að vinna þessa tíma til þess að hjálpa spítalanum því það vantaði fólk,“ segir Sóley. Fjöldi rúma á spítalanum séu lokuð vegna manneklu í röðum hjúkrunarfræðinga. Sóley líkt og fjöldi annarra hjúkrunarfræðinga vinna nú hörðum höndum í baráttunni við faraldur kórónuveirunnar sem valdið getur COVID-19 sjúkdómnum. Sóley segir vaktina í dag hafa verið strembna. Frá starfi á Landspítalanum í Fossvogi.Ljósmynd/Landspítali/Þorkell „Ég sinnti tveimur sjúklingum með covid19 í öndunarvél ásamt því að leiðbeina frábærum bakverði sem kominn er til að aðstoða á erfiðum tímum. Ég var klædd í hlífðarfatnað í 7,5 klst með tilheyrandi óþægindum til að forðast smit. Á morgun ætla ég að vinna aukalega morgunvakt og næturvakt vegna erfiðra aðstæðna á deildinni,“ skrifar Sóley á Facebook síðu sinni. Álag á spítalanum, sem var mikið fyrir, hefur aukist til muna undanfarna daga og vikur vegna kórónuveirunnar. Á þriðja hundrað heilbrigðisstarfsfólks var um tíma í sóttkví. Bakvarðasveitir hafa verið kallaðar út og mikið mæðir á öllum starfsmönnum heilbrigðiskerfisins. Sóley segist telja að flestir séu ósáttir með stöðuna. „Það hefur lengi verið kvartað yfir launum hjúkrunarfræðinga líkt og launum kennara. Þetta eru tvær kvennastéttir og það hefur loðað við þær stéttir að launin séu þar lægri,“ segir Sóley. Mikil viðbrögð á samfélagsmiðlum Viðbrögðin við pistli Sóleyjar hafa verið mikil á samfélagsmiðlum og ýmsir sem velta því fyrir sér hvernig skilaboð hjúkrunarfræðingum eru send. „Miðað við hlutverk hjúkrunarfræðinga eru þetta skrýtin skilaboð. Maður er að fórna miklu og maður er útsettur fyrir smiti alla daga. Þetta eru sérstakar aðstæður og við fáum það ekki metið miðað við það,“ segir Sóley og bætir við að allt starfsfólk sjúkrahúsanna séu í sama liði. Læknar, hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar og ræstingafólk, við erum öll í sama liði. Þetta er allt ein keðja og við verðum að hanga saman.“ Ekki er enn að sjá fyrir endann á því mikla álagi sem heilbrigðisstarfsfólk þarf að dvelja við vegna faraldursins en Sóley segir allt starfsfólk gefa allt sitt í baráttuna. „Það þurfa allir að taka á sig aukavaktir á þessum tíma til að þetta gangi, og það eru allir að því. Það eru allir viljugir að hjálpast að í þessu ástandi og það er rosalega góð tilfinning,“ segir Sóley. Kaldar tuskur í andlit hjúkrunarfræðinga Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir, gagnrýnir framgöngu stjórnvalda í málinu og segir hjúkrunarfræðinga fá endurtekið kaldar tuskur í andlitið. „Þetta gerist á vakt VG sem reifir sögðust ætla að styðja sérstaklega við kvennastéttir í þessari ríkisstjórn. Það er eitthvað mikið rangt við þetta allt saman - ekki síst núna þegar þessi hámenntaða stétt - sem bókstaflega hættir lífi sinu til að bjarga öðrum - skuli endurtekið fá svona kaldar tuskur í andlitið, skrifar Tómas sem segir hjúkrunarfræðinga tvímælalaust hetjurnar í faraldrinum, að öðrum ólöstuðum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kjaramál Landspítalinn Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Sjá meira
Vegna uppsagnar á vaktaálagsgreiðslum hafa laun hjá sumum hjúkrunarfræðingum Landspítalans lækkað um tugi þúsunda milli mánaða. „Hjúkrunarfræðingar hafa verið kjarasamningslausir undanfarið ár og það er mikil mannekla hjá okkur,“ segir Sóley Halldórsdóttir, hjúkrunarfræðingur á Landspítalanum í samtali við Vísi. Sóley vakti athygli á þessu í pistli á Facebook síðu sinni í dag. „Ég vildi óska þess að launaseðillinn minn í dag væri 1. aprílgabb. Launin mín lækkuðu um 41 þúsund krónur í dag þar sem vaktaálagsauki var tekinn af hjúkrunarfræðingum um þessi mánaðamót,“ skrifaði Sóley. Vaktaálagsaukinn sem hjúkrunarfræðingar hafa misst af launaseðli sínum var einskonar umbun fyrir að taka að sér vaktir um kvöld og á nóttunni vegna manneklu. „Ég hef lagt mig fram við að vinna þessa tíma til þess að hjálpa spítalanum því það vantaði fólk,“ segir Sóley. Fjöldi rúma á spítalanum séu lokuð vegna manneklu í röðum hjúkrunarfræðinga. Sóley líkt og fjöldi annarra hjúkrunarfræðinga vinna nú hörðum höndum í baráttunni við faraldur kórónuveirunnar sem valdið getur COVID-19 sjúkdómnum. Sóley segir vaktina í dag hafa verið strembna. Frá starfi á Landspítalanum í Fossvogi.Ljósmynd/Landspítali/Þorkell „Ég sinnti tveimur sjúklingum með covid19 í öndunarvél ásamt því að leiðbeina frábærum bakverði sem kominn er til að aðstoða á erfiðum tímum. Ég var klædd í hlífðarfatnað í 7,5 klst með tilheyrandi óþægindum til að forðast smit. Á morgun ætla ég að vinna aukalega morgunvakt og næturvakt vegna erfiðra aðstæðna á deildinni,“ skrifar Sóley á Facebook síðu sinni. Álag á spítalanum, sem var mikið fyrir, hefur aukist til muna undanfarna daga og vikur vegna kórónuveirunnar. Á þriðja hundrað heilbrigðisstarfsfólks var um tíma í sóttkví. Bakvarðasveitir hafa verið kallaðar út og mikið mæðir á öllum starfsmönnum heilbrigðiskerfisins. Sóley segist telja að flestir séu ósáttir með stöðuna. „Það hefur lengi verið kvartað yfir launum hjúkrunarfræðinga líkt og launum kennara. Þetta eru tvær kvennastéttir og það hefur loðað við þær stéttir að launin séu þar lægri,“ segir Sóley. Mikil viðbrögð á samfélagsmiðlum Viðbrögðin við pistli Sóleyjar hafa verið mikil á samfélagsmiðlum og ýmsir sem velta því fyrir sér hvernig skilaboð hjúkrunarfræðingum eru send. „Miðað við hlutverk hjúkrunarfræðinga eru þetta skrýtin skilaboð. Maður er að fórna miklu og maður er útsettur fyrir smiti alla daga. Þetta eru sérstakar aðstæður og við fáum það ekki metið miðað við það,“ segir Sóley og bætir við að allt starfsfólk sjúkrahúsanna séu í sama liði. Læknar, hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar og ræstingafólk, við erum öll í sama liði. Þetta er allt ein keðja og við verðum að hanga saman.“ Ekki er enn að sjá fyrir endann á því mikla álagi sem heilbrigðisstarfsfólk þarf að dvelja við vegna faraldursins en Sóley segir allt starfsfólk gefa allt sitt í baráttuna. „Það þurfa allir að taka á sig aukavaktir á þessum tíma til að þetta gangi, og það eru allir að því. Það eru allir viljugir að hjálpast að í þessu ástandi og það er rosalega góð tilfinning,“ segir Sóley. Kaldar tuskur í andlit hjúkrunarfræðinga Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir, gagnrýnir framgöngu stjórnvalda í málinu og segir hjúkrunarfræðinga fá endurtekið kaldar tuskur í andlitið. „Þetta gerist á vakt VG sem reifir sögðust ætla að styðja sérstaklega við kvennastéttir í þessari ríkisstjórn. Það er eitthvað mikið rangt við þetta allt saman - ekki síst núna þegar þessi hámenntaða stétt - sem bókstaflega hættir lífi sinu til að bjarga öðrum - skuli endurtekið fá svona kaldar tuskur í andlitið, skrifar Tómas sem segir hjúkrunarfræðinga tvímælalaust hetjurnar í faraldrinum, að öðrum ólöstuðum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kjaramál Landspítalinn Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Sjá meira