Mikið tjón í World Class og Lágafellslaug eftir vatnsleka Vésteinn Örn Pétursson skrifar 25. apríl 2020 12:15 Slökkviliðið sá um að dæla vatninu. Vísir/Jói K. Mikið tjón varð í húsnæði Lágafellslaugar og World Class í Mosfellsbæ vegna vatnsleka í nótt. Bilun í búnaði sundlaugarinnar olli því að vatni var áfram dælt eftir að aðallaugin fylltist. Þetta kom fram í samtali fréttastofu við Lárus Petersen, varðstjóra hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. „Þetta eru einhverjar græjur sem verið var að nota til að fylla aðallaugina. Á dælunni er rofi sem á að slá út þegar laugin er full. Hann virðist hafa bilað og þess vegna dældi í alla nótt,“ segir Lárus. Afleiðingin var talsvert vatnstjón í kjallara húsnæðis Lágafellslaugar, sem og í World Class-líkamsræktarstöðinni, sem er í sama húsi. Þegar fréttastofa náði tali af Lárusi var aðgerðum á vettvangi nýlokið. Notast var við stærðarinnar dælu, sem almennt er notuð við slökkvistarf, til þess að pumpa vatni úr húsinu og út á götu. Þannig var dregið úr álagi á niðurföll í húsinu sem gátu tekið það vatn sem eftir var. Lárus segir að á um 600 fermetra svæði kjallarans hafi meðaldýpt vatns verið í kring um 50 sentimetra. Þannig gæti vatnsmagnið í kjallaranum hafa verið í kring um 300 þúsund lítra. Vatninu var dælt út á götu, þaðan sem það fann leið sína í niðurföll Mosfellsbæjar.Vísir/Jói K. Þarf að skipta um gólf í World Class-stöðinni Björn Leifsson, eigandi World Class, var ekki búinn að fara sjálfur á stöðina í Mosfellsbæ þegar fréttastofa náði tali af honum. Hann hafði þó fengið símtal frá sundlaugarstjóranum og verið upplýstur um stöðu mála. Björn segir að útlit sé fyrir að skipta þurfi um allt gólfið á neðri hæð stöðvarinnar. Hann segir þó að annar búnaður, á borð við líkamsræktartæki, hafi sloppið vel. „Það er auðvitað bara heilmikil vinna að færa öll tækin og skipta um þetta,“ segir Björn. Hann bætir þó við að búið verði að skipta um gólf áður en stöðin opnar aftur. Frá vettvangi.Vísir/Bjarni Líkamsræktarstöðvar Sundlaugar Mosfellsbær Slökkvilið Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Fleiri fréttir „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Sjá meira
Mikið tjón varð í húsnæði Lágafellslaugar og World Class í Mosfellsbæ vegna vatnsleka í nótt. Bilun í búnaði sundlaugarinnar olli því að vatni var áfram dælt eftir að aðallaugin fylltist. Þetta kom fram í samtali fréttastofu við Lárus Petersen, varðstjóra hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. „Þetta eru einhverjar græjur sem verið var að nota til að fylla aðallaugina. Á dælunni er rofi sem á að slá út þegar laugin er full. Hann virðist hafa bilað og þess vegna dældi í alla nótt,“ segir Lárus. Afleiðingin var talsvert vatnstjón í kjallara húsnæðis Lágafellslaugar, sem og í World Class-líkamsræktarstöðinni, sem er í sama húsi. Þegar fréttastofa náði tali af Lárusi var aðgerðum á vettvangi nýlokið. Notast var við stærðarinnar dælu, sem almennt er notuð við slökkvistarf, til þess að pumpa vatni úr húsinu og út á götu. Þannig var dregið úr álagi á niðurföll í húsinu sem gátu tekið það vatn sem eftir var. Lárus segir að á um 600 fermetra svæði kjallarans hafi meðaldýpt vatns verið í kring um 50 sentimetra. Þannig gæti vatnsmagnið í kjallaranum hafa verið í kring um 300 þúsund lítra. Vatninu var dælt út á götu, þaðan sem það fann leið sína í niðurföll Mosfellsbæjar.Vísir/Jói K. Þarf að skipta um gólf í World Class-stöðinni Björn Leifsson, eigandi World Class, var ekki búinn að fara sjálfur á stöðina í Mosfellsbæ þegar fréttastofa náði tali af honum. Hann hafði þó fengið símtal frá sundlaugarstjóranum og verið upplýstur um stöðu mála. Björn segir að útlit sé fyrir að skipta þurfi um allt gólfið á neðri hæð stöðvarinnar. Hann segir þó að annar búnaður, á borð við líkamsræktartæki, hafi sloppið vel. „Það er auðvitað bara heilmikil vinna að færa öll tækin og skipta um þetta,“ segir Björn. Hann bætir þó við að búið verði að skipta um gólf áður en stöðin opnar aftur. Frá vettvangi.Vísir/Bjarni
Líkamsræktarstöðvar Sundlaugar Mosfellsbær Slökkvilið Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Fleiri fréttir „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Sjá meira