Engin lyfjapróf verið tekin í samkomubanni Arnar Geir Halldórsson skrifar 25. apríl 2020 10:30 Birgir Sverrisson Vísir/Skjáskot Kórónaveirufaraldurinn hefur víðtæk áhrif á ótal kima íþróttalífs og þar á meðal lyfjaeftirlit í íþróttum. Birgir Sverrisson sem starfar hjá Lyfjaeftirliti Íslands fór yfir stöðuna með Henry Birgi Gunnarssyni í Sportinu í dag í gær. Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. „Staðan er flókin þó þetta sé einföld spurning. Á Íslandi er það þannig að dregið hefur verið úr starfseminni, með vísan til lyfjaprófa. Lyfjaprófum hefur fækkað á þessum tímum,“ segir Birgir og heldur áfram. „Það er hægt að lyfjaprófa á Íslandi í dag. Við erum ekki að gera það mikið nema það sé þörf á því. Það hefur ekkert lyfjapróf verið tekið síðan samkomubann var sett á en við tökum þau ef þörf er á.“ Hann segir jafnframt að ástandið í heiminum hafi minni áhrif á lyfjaeftirlit hér á landi heldur en í mörgum öðrum löndum heims. „Í sumum löndum er ekki hægt að taka lyfjapróf. Það er líka hluti ástæðunnar fyrir því að Ólympíuleikunum var frestað.“ Hægt er að senda inn til Lyfjaeftirlits Íslands ef fólk hefur grun um að verið sé að brjóta á lyfjareglum en Birgir minnir á að það sé skylda allra í íþróttahreyfingunni að hafa augun opin fyrir slíku og láta vita. Hægt er að gera það á heimasíðu lyfjaeftirlitsins. „Langstærstur hluti íþróttafólks er hreint íþróttafólk. Vissulega skapar þetta ákveðinn glugga fyrir þá sem vilja hafa rangt við en það er erfiðara á Íslandi heldur en mörgum öðrum löndum þar sem má ekki fara út úr húsi. Ég vil ítreka það að það er skylda okkar allra sem störfum í íþróttahreyfingunni að tilkynna um möguleg brot á lyfjareglum til lyfjaeftirlitsins og þá er hægt að bregðast við því,“ segir Birgir. Viðtalið við Birgi í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Sportið í dag - Umræða um lyfjamál Sportið í dag Lyf Samkomubann á Íslandi Mest lesið Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn „Vorum búnir að vera miklu betri“ Fótbolti Dagskráin í dag: Undanúrslit Suður-Ameríkukeppni kvenna Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Fleiri fréttir Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Dagskráin í dag: Undanúrslit Suður-Ameríkukeppni kvenna Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Eir Norðurlandameistari en fékk of mikla hjálp til að fá metið Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Sjá meira
Kórónaveirufaraldurinn hefur víðtæk áhrif á ótal kima íþróttalífs og þar á meðal lyfjaeftirlit í íþróttum. Birgir Sverrisson sem starfar hjá Lyfjaeftirliti Íslands fór yfir stöðuna með Henry Birgi Gunnarssyni í Sportinu í dag í gær. Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. „Staðan er flókin þó þetta sé einföld spurning. Á Íslandi er það þannig að dregið hefur verið úr starfseminni, með vísan til lyfjaprófa. Lyfjaprófum hefur fækkað á þessum tímum,“ segir Birgir og heldur áfram. „Það er hægt að lyfjaprófa á Íslandi í dag. Við erum ekki að gera það mikið nema það sé þörf á því. Það hefur ekkert lyfjapróf verið tekið síðan samkomubann var sett á en við tökum þau ef þörf er á.“ Hann segir jafnframt að ástandið í heiminum hafi minni áhrif á lyfjaeftirlit hér á landi heldur en í mörgum öðrum löndum heims. „Í sumum löndum er ekki hægt að taka lyfjapróf. Það er líka hluti ástæðunnar fyrir því að Ólympíuleikunum var frestað.“ Hægt er að senda inn til Lyfjaeftirlits Íslands ef fólk hefur grun um að verið sé að brjóta á lyfjareglum en Birgir minnir á að það sé skylda allra í íþróttahreyfingunni að hafa augun opin fyrir slíku og láta vita. Hægt er að gera það á heimasíðu lyfjaeftirlitsins. „Langstærstur hluti íþróttafólks er hreint íþróttafólk. Vissulega skapar þetta ákveðinn glugga fyrir þá sem vilja hafa rangt við en það er erfiðara á Íslandi heldur en mörgum öðrum löndum þar sem má ekki fara út úr húsi. Ég vil ítreka það að það er skylda okkar allra sem störfum í íþróttahreyfingunni að tilkynna um möguleg brot á lyfjareglum til lyfjaeftirlitsins og þá er hægt að bregðast við því,“ segir Birgir. Viðtalið við Birgi í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Sportið í dag - Umræða um lyfjamál
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag Lyf Samkomubann á Íslandi Mest lesið Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn „Vorum búnir að vera miklu betri“ Fótbolti Dagskráin í dag: Undanúrslit Suður-Ameríkukeppni kvenna Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Fleiri fréttir Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Dagskráin í dag: Undanúrslit Suður-Ameríkukeppni kvenna Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Eir Norðurlandameistari en fékk of mikla hjálp til að fá metið Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Sjá meira