„Meiri líkur á að ég hætti“ Sindri Sverrisson skrifar 1. apríl 2020 20:24 Jón Arnór Stefánsson er ríkjandi Íslandsmeistari með KR eftir að liðið vann titilinn sjötta árið í röð í fyrra. VÍSIR/DANÍEL „Það eru meiri líkur á að ég hætti heldur en hitt,“ sagði Jón Arnór Stefánsson, sennilega besti körfuboltamaður Íslands frá upphafi, í Sportinu í kvöld á Stöð 2 Sport. Jón Arnór sagði vissulega leiðinlegt að hafa ekki fengið að fara í úrslitakeppnina með KR í vor og sagði að þrátt fyrir að gengi liðsins í Domino‘s-deildinni í vetur hefði mátt vera betra hefði hann talið liðið það líklegasta til að standa uppi sem Íslandsmeistari. Tímabilið var hins vegar flautað af vegna kórónuveirufaraldursins og Jón hefur haft góðan tíma til að íhuga næstu skref. En er hann hættur? „Ég er ekki búinn að vera þannig séð undir feldi að spá neitt í þessu. Ég kom hérna inn og ætlaði ekki að gefa neitt út um að ég væri hættur. Ég var búinn að gefa út að þetta yrði mitt síðasta tímabil en það endar á þennan máta, sem er ekkert voðalega sexí,“ sagði Jón við Ríkharð Óskar Guðnason. Klippa: Sportið í kvöld - Jón Arnór gæti verið hættur „Það eru meiri líkur á að ég hætti heldur en hitt. Ég fer ekki í felur með það. Það eru meiri líkur á að ég setji þessa skó á hilluna og segi þetta gott. Nú er bara kominn tími á annað,“ sagði Jón. Aðspurður hvort eitthvað annað félag en KR kæmi til greina ef hann héldi áfram var svarið frekar skýrt; „Nei.“ Var aldrei á leiðinni í Val Jón sagði jafnframt ekkert hafa verið hæft í því að hann væri á leið til Vals í kjölfar vinar síns Pavels Ermolinskij í fyrra. Pavel hefði þó reynt sitt til að sannfæra sig um að koma á Hlíðarenda. Jón sagðist aðeins einu sinni hafa komist verulega nálægt því að fara í annað íslenskt félag en KR en hætt við. „Ég ræddi við einhver lið en eins og ég segi þá heldur maður í þann stað þar sem hjartað er, í KR.“ Jón Arnór hefur leikið samfleytt með KR frá haustinu 2016 þegar hann sneri aftur heim úr atvinnumennsku, og hefur orðið Íslandsmeistari með liðinu þrisvar síðan þá. Alls hefur hann fagnað Íslandsmeistaratitlinum fimm sinnum með KR og bikarmeistaratitlinum einu sinni. Á löngum atvinnumannsferli sínum vann Jón Arnór meðal annars FIBA Evrópudeildina árið 2005 með Dynamo Saint Petersburg, og ítalska bikarinn með Carpisa Napoli árið 2006. Auk þess að spila í Rússlandi og á Ítalíu, sem og í Þýskalandi þar sem Jón hóf atvinnumannsferilinn árið 2002, lék hann í einni albestu landsdeild heims á Spáni á árunum 2009-2016 Jón Arnór, sem er 37 ára gamall, var kjörinn íþróttamaður ársins á Íslandi árið 2014. Hann hefur 12 sinnum verið útnefndur körfuknattleiksmaður ársins hér á landi. Hann var lykilmaður í íslenska landsliðinu sem komst í fyrsta sinn á stórmót, á EM 2015, og fór einnig með liðinu á EM 2017. Jón var stigahæstur í 100. og jafnframt síðasta landsleik sínum þegar Ísland vann Portúgal í febrúar í fyrra. Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Dominos-deild karla Íslenski körfuboltinn Sportið í kvöld Mest lesið Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Íslenski boltinn Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Körfubolti „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Fótbolti Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Fótbolti „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Enski boltinn Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Enski boltinn Fleiri fréttir „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sjá meira
„Það eru meiri líkur á að ég hætti heldur en hitt,“ sagði Jón Arnór Stefánsson, sennilega besti körfuboltamaður Íslands frá upphafi, í Sportinu í kvöld á Stöð 2 Sport. Jón Arnór sagði vissulega leiðinlegt að hafa ekki fengið að fara í úrslitakeppnina með KR í vor og sagði að þrátt fyrir að gengi liðsins í Domino‘s-deildinni í vetur hefði mátt vera betra hefði hann talið liðið það líklegasta til að standa uppi sem Íslandsmeistari. Tímabilið var hins vegar flautað af vegna kórónuveirufaraldursins og Jón hefur haft góðan tíma til að íhuga næstu skref. En er hann hættur? „Ég er ekki búinn að vera þannig séð undir feldi að spá neitt í þessu. Ég kom hérna inn og ætlaði ekki að gefa neitt út um að ég væri hættur. Ég var búinn að gefa út að þetta yrði mitt síðasta tímabil en það endar á þennan máta, sem er ekkert voðalega sexí,“ sagði Jón við Ríkharð Óskar Guðnason. Klippa: Sportið í kvöld - Jón Arnór gæti verið hættur „Það eru meiri líkur á að ég hætti heldur en hitt. Ég fer ekki í felur með það. Það eru meiri líkur á að ég setji þessa skó á hilluna og segi þetta gott. Nú er bara kominn tími á annað,“ sagði Jón. Aðspurður hvort eitthvað annað félag en KR kæmi til greina ef hann héldi áfram var svarið frekar skýrt; „Nei.“ Var aldrei á leiðinni í Val Jón sagði jafnframt ekkert hafa verið hæft í því að hann væri á leið til Vals í kjölfar vinar síns Pavels Ermolinskij í fyrra. Pavel hefði þó reynt sitt til að sannfæra sig um að koma á Hlíðarenda. Jón sagðist aðeins einu sinni hafa komist verulega nálægt því að fara í annað íslenskt félag en KR en hætt við. „Ég ræddi við einhver lið en eins og ég segi þá heldur maður í þann stað þar sem hjartað er, í KR.“ Jón Arnór hefur leikið samfleytt með KR frá haustinu 2016 þegar hann sneri aftur heim úr atvinnumennsku, og hefur orðið Íslandsmeistari með liðinu þrisvar síðan þá. Alls hefur hann fagnað Íslandsmeistaratitlinum fimm sinnum með KR og bikarmeistaratitlinum einu sinni. Á löngum atvinnumannsferli sínum vann Jón Arnór meðal annars FIBA Evrópudeildina árið 2005 með Dynamo Saint Petersburg, og ítalska bikarinn með Carpisa Napoli árið 2006. Auk þess að spila í Rússlandi og á Ítalíu, sem og í Þýskalandi þar sem Jón hóf atvinnumannsferilinn árið 2002, lék hann í einni albestu landsdeild heims á Spáni á árunum 2009-2016 Jón Arnór, sem er 37 ára gamall, var kjörinn íþróttamaður ársins á Íslandi árið 2014. Hann hefur 12 sinnum verið útnefndur körfuknattleiksmaður ársins hér á landi. Hann var lykilmaður í íslenska landsliðinu sem komst í fyrsta sinn á stórmót, á EM 2015, og fór einnig með liðinu á EM 2017. Jón var stigahæstur í 100. og jafnframt síðasta landsleik sínum þegar Ísland vann Portúgal í febrúar í fyrra. Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Dominos-deild karla Íslenski körfuboltinn Sportið í kvöld Mest lesið Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Íslenski boltinn Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Körfubolti „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Fótbolti Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Fótbolti „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Enski boltinn Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Enski boltinn Fleiri fréttir „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum