„Meiri líkur á að ég hætti“ Sindri Sverrisson skrifar 1. apríl 2020 20:24 Jón Arnór Stefánsson er ríkjandi Íslandsmeistari með KR eftir að liðið vann titilinn sjötta árið í röð í fyrra. VÍSIR/DANÍEL „Það eru meiri líkur á að ég hætti heldur en hitt,“ sagði Jón Arnór Stefánsson, sennilega besti körfuboltamaður Íslands frá upphafi, í Sportinu í kvöld á Stöð 2 Sport. Jón Arnór sagði vissulega leiðinlegt að hafa ekki fengið að fara í úrslitakeppnina með KR í vor og sagði að þrátt fyrir að gengi liðsins í Domino‘s-deildinni í vetur hefði mátt vera betra hefði hann talið liðið það líklegasta til að standa uppi sem Íslandsmeistari. Tímabilið var hins vegar flautað af vegna kórónuveirufaraldursins og Jón hefur haft góðan tíma til að íhuga næstu skref. En er hann hættur? „Ég er ekki búinn að vera þannig séð undir feldi að spá neitt í þessu. Ég kom hérna inn og ætlaði ekki að gefa neitt út um að ég væri hættur. Ég var búinn að gefa út að þetta yrði mitt síðasta tímabil en það endar á þennan máta, sem er ekkert voðalega sexí,“ sagði Jón við Ríkharð Óskar Guðnason. Klippa: Sportið í kvöld - Jón Arnór gæti verið hættur „Það eru meiri líkur á að ég hætti heldur en hitt. Ég fer ekki í felur með það. Það eru meiri líkur á að ég setji þessa skó á hilluna og segi þetta gott. Nú er bara kominn tími á annað,“ sagði Jón. Aðspurður hvort eitthvað annað félag en KR kæmi til greina ef hann héldi áfram var svarið frekar skýrt; „Nei.“ Var aldrei á leiðinni í Val Jón sagði jafnframt ekkert hafa verið hæft í því að hann væri á leið til Vals í kjölfar vinar síns Pavels Ermolinskij í fyrra. Pavel hefði þó reynt sitt til að sannfæra sig um að koma á Hlíðarenda. Jón sagðist aðeins einu sinni hafa komist verulega nálægt því að fara í annað íslenskt félag en KR en hætt við. „Ég ræddi við einhver lið en eins og ég segi þá heldur maður í þann stað þar sem hjartað er, í KR.“ Jón Arnór hefur leikið samfleytt með KR frá haustinu 2016 þegar hann sneri aftur heim úr atvinnumennsku, og hefur orðið Íslandsmeistari með liðinu þrisvar síðan þá. Alls hefur hann fagnað Íslandsmeistaratitlinum fimm sinnum með KR og bikarmeistaratitlinum einu sinni. Á löngum atvinnumannsferli sínum vann Jón Arnór meðal annars FIBA Evrópudeildina árið 2005 með Dynamo Saint Petersburg, og ítalska bikarinn með Carpisa Napoli árið 2006. Auk þess að spila í Rússlandi og á Ítalíu, sem og í Þýskalandi þar sem Jón hóf atvinnumannsferilinn árið 2002, lék hann í einni albestu landsdeild heims á Spáni á árunum 2009-2016 Jón Arnór, sem er 37 ára gamall, var kjörinn íþróttamaður ársins á Íslandi árið 2014. Hann hefur 12 sinnum verið útnefndur körfuknattleiksmaður ársins hér á landi. Hann var lykilmaður í íslenska landsliðinu sem komst í fyrsta sinn á stórmót, á EM 2015, og fór einnig með liðinu á EM 2017. Jón var stigahæstur í 100. og jafnframt síðasta landsleik sínum þegar Ísland vann Portúgal í febrúar í fyrra. Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Dominos-deild karla Íslenski körfuboltinn Sportið í kvöld Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Fleiri fréttir Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Mahomes vill eignast lið í WNBA og koma með það til Kansas City Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Viðar um vandræði Hattar: „Hugarfarslegt og andlegt, þetta er á báðum endum vallarins“ „Sóknarlega vorum við að taka alveg kexaðar ákvarðanir oft á tíðum“ „Vorum ógeðslega góðir sóknarlega í tvo leikhluta“ Sjá meira
„Það eru meiri líkur á að ég hætti heldur en hitt,“ sagði Jón Arnór Stefánsson, sennilega besti körfuboltamaður Íslands frá upphafi, í Sportinu í kvöld á Stöð 2 Sport. Jón Arnór sagði vissulega leiðinlegt að hafa ekki fengið að fara í úrslitakeppnina með KR í vor og sagði að þrátt fyrir að gengi liðsins í Domino‘s-deildinni í vetur hefði mátt vera betra hefði hann talið liðið það líklegasta til að standa uppi sem Íslandsmeistari. Tímabilið var hins vegar flautað af vegna kórónuveirufaraldursins og Jón hefur haft góðan tíma til að íhuga næstu skref. En er hann hættur? „Ég er ekki búinn að vera þannig séð undir feldi að spá neitt í þessu. Ég kom hérna inn og ætlaði ekki að gefa neitt út um að ég væri hættur. Ég var búinn að gefa út að þetta yrði mitt síðasta tímabil en það endar á þennan máta, sem er ekkert voðalega sexí,“ sagði Jón við Ríkharð Óskar Guðnason. Klippa: Sportið í kvöld - Jón Arnór gæti verið hættur „Það eru meiri líkur á að ég hætti heldur en hitt. Ég fer ekki í felur með það. Það eru meiri líkur á að ég setji þessa skó á hilluna og segi þetta gott. Nú er bara kominn tími á annað,“ sagði Jón. Aðspurður hvort eitthvað annað félag en KR kæmi til greina ef hann héldi áfram var svarið frekar skýrt; „Nei.“ Var aldrei á leiðinni í Val Jón sagði jafnframt ekkert hafa verið hæft í því að hann væri á leið til Vals í kjölfar vinar síns Pavels Ermolinskij í fyrra. Pavel hefði þó reynt sitt til að sannfæra sig um að koma á Hlíðarenda. Jón sagðist aðeins einu sinni hafa komist verulega nálægt því að fara í annað íslenskt félag en KR en hætt við. „Ég ræddi við einhver lið en eins og ég segi þá heldur maður í þann stað þar sem hjartað er, í KR.“ Jón Arnór hefur leikið samfleytt með KR frá haustinu 2016 þegar hann sneri aftur heim úr atvinnumennsku, og hefur orðið Íslandsmeistari með liðinu þrisvar síðan þá. Alls hefur hann fagnað Íslandsmeistaratitlinum fimm sinnum með KR og bikarmeistaratitlinum einu sinni. Á löngum atvinnumannsferli sínum vann Jón Arnór meðal annars FIBA Evrópudeildina árið 2005 með Dynamo Saint Petersburg, og ítalska bikarinn með Carpisa Napoli árið 2006. Auk þess að spila í Rússlandi og á Ítalíu, sem og í Þýskalandi þar sem Jón hóf atvinnumannsferilinn árið 2002, lék hann í einni albestu landsdeild heims á Spáni á árunum 2009-2016 Jón Arnór, sem er 37 ára gamall, var kjörinn íþróttamaður ársins á Íslandi árið 2014. Hann hefur 12 sinnum verið útnefndur körfuknattleiksmaður ársins hér á landi. Hann var lykilmaður í íslenska landsliðinu sem komst í fyrsta sinn á stórmót, á EM 2015, og fór einnig með liðinu á EM 2017. Jón var stigahæstur í 100. og jafnframt síðasta landsleik sínum þegar Ísland vann Portúgal í febrúar í fyrra. Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Dominos-deild karla Íslenski körfuboltinn Sportið í kvöld Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Fleiri fréttir Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Mahomes vill eignast lið í WNBA og koma með það til Kansas City Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Viðar um vandræði Hattar: „Hugarfarslegt og andlegt, þetta er á báðum endum vallarins“ „Sóknarlega vorum við að taka alveg kexaðar ákvarðanir oft á tíðum“ „Vorum ógeðslega góðir sóknarlega í tvo leikhluta“ Sjá meira