„Var að gæla við það að snillingarnir í EHF myndu finna einhverja lausn á þessu“ Anton Ingi Leifsson skrifar 24. apríl 2020 20:00 Snorri Steinn hvetur sína menn áfram. vísir/bára Snorri Steinn Guðjónsson þjálfari deildarmeistara Vals í Olís-deild karla sér jafn mikið á eftir EHF-keppninni eins og úrslitakeppninni hér heima en það varð ljóst í dag að Valur myndi ekki spila meir í EHF-bikarnum þetta árið. Valsmenn áttu að mæta Haldum frá Noregi í 8-liða úrslitunum í byrjun júní en eftir tilkynningu frá EHF í dag varð ljóst að búið væri að blása keppnina af. Snorri segir að hann hafi verið viðbúinn undir þessi skilaboð en þó sé þetta súrt. „Ég átti ekki von á því að fara spila 7. eða 8. júní eins og fyrst var gert ráð fyrir. Þetta kemur ekki á óvart en þetta er fúlt og svekkjandi að þetta hafi farið svona. Við vorum á góðu róli og það hefði verið mjög gaman að klára þessa keppni,“ sagði Snorri í Sportpakkanum í kvöld. „Við áttum mjög góðan séns. Ekki bara að komast í átta liða úrslitin. Við hefðum getað unnið þessa keppni. Það er klárt mitt mat. Við hefðum getað tapað fyrir þessu norska liði og dottið út í átta liða. Það voru fín lið sem voru eftir.“ Hann segir að mikið sé hægt að ræða um þessa keppni en hún sé góð fyrir íslensku liðin og passi fínt gæðalega séð. „Þessi keppni; það er hægt að segja margt um hana en hún hentar íslenskum liðum mjög vel. Standardinn á henni er þannig að lið eins og Valur eru hátt skrifaðir í henni. Það hefði verið gaman að láta reyna á þetta og ég sé alveg jafn mikið á eftir Evrópukeppninni og úrslitakeppninni til dæmis,“ en kom þetta honum á óvart? „Já og nei. Þegar mótið hérna heima var blásið af þá sá maður í hvað stefndi. Auðvitað hefur þetta verið hjá okkur eins og hjá öllum öðrum; einhver fjarþjálfun og það er undir mönnunum sjálfum komið hversu duglegir þeir eru. Það stendur til að byrja æfa 4. maí eftir þessum fyrirmælum.“ „Ég átti ekki von á því að þessir leikir færu fram í júní en ég viðurkenni að ég var að gæla við að snillingarnir í EHF myndu finna einhverja lausn á þessu og setja þetta á í ágúst. Þá fengjum við skemmtilega æfingaleiki.“ Allt viðtalið við Snorra má sjá hér að neðan. Klippa: Sportpakkinn - Snorri Steinn Handbolti Sportpakkinn Valur Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fjórar knattspyrnukonur handteknar Fótbolti Fleiri fréttir Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa Sjá meira
Snorri Steinn Guðjónsson þjálfari deildarmeistara Vals í Olís-deild karla sér jafn mikið á eftir EHF-keppninni eins og úrslitakeppninni hér heima en það varð ljóst í dag að Valur myndi ekki spila meir í EHF-bikarnum þetta árið. Valsmenn áttu að mæta Haldum frá Noregi í 8-liða úrslitunum í byrjun júní en eftir tilkynningu frá EHF í dag varð ljóst að búið væri að blása keppnina af. Snorri segir að hann hafi verið viðbúinn undir þessi skilaboð en þó sé þetta súrt. „Ég átti ekki von á því að fara spila 7. eða 8. júní eins og fyrst var gert ráð fyrir. Þetta kemur ekki á óvart en þetta er fúlt og svekkjandi að þetta hafi farið svona. Við vorum á góðu róli og það hefði verið mjög gaman að klára þessa keppni,“ sagði Snorri í Sportpakkanum í kvöld. „Við áttum mjög góðan séns. Ekki bara að komast í átta liða úrslitin. Við hefðum getað unnið þessa keppni. Það er klárt mitt mat. Við hefðum getað tapað fyrir þessu norska liði og dottið út í átta liða. Það voru fín lið sem voru eftir.“ Hann segir að mikið sé hægt að ræða um þessa keppni en hún sé góð fyrir íslensku liðin og passi fínt gæðalega séð. „Þessi keppni; það er hægt að segja margt um hana en hún hentar íslenskum liðum mjög vel. Standardinn á henni er þannig að lið eins og Valur eru hátt skrifaðir í henni. Það hefði verið gaman að láta reyna á þetta og ég sé alveg jafn mikið á eftir Evrópukeppninni og úrslitakeppninni til dæmis,“ en kom þetta honum á óvart? „Já og nei. Þegar mótið hérna heima var blásið af þá sá maður í hvað stefndi. Auðvitað hefur þetta verið hjá okkur eins og hjá öllum öðrum; einhver fjarþjálfun og það er undir mönnunum sjálfum komið hversu duglegir þeir eru. Það stendur til að byrja æfa 4. maí eftir þessum fyrirmælum.“ „Ég átti ekki von á því að þessir leikir færu fram í júní en ég viðurkenni að ég var að gæla við að snillingarnir í EHF myndu finna einhverja lausn á þessu og setja þetta á í ágúst. Þá fengjum við skemmtilega æfingaleiki.“ Allt viðtalið við Snorra má sjá hér að neðan. Klippa: Sportpakkinn - Snorri Steinn
Handbolti Sportpakkinn Valur Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fjórar knattspyrnukonur handteknar Fótbolti Fleiri fréttir Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa Sjá meira