Ekki bara núna, heldur alltaf! Sigmar Vilhjálmsson skrifar 24. apríl 2020 13:01 Í Covid faraldrinum sem við búum við þessa dagana þá leitar hugur margra að raunverulegum gildum lífsins. Flest erum við sammála um að heilsa, fjölskylda og nákomnir vinir eru það sem skiptir mestu máli. Einnig hefur hugurinn leitað til sjálfstæðis og sjálfbærni. Ekki bara fjölskyldunnar og heimilisins, heldur samfélagsins alls. Við sem þjóð áttum okkur betur á því núna hvað það skiptir miklu máli að vera sjálfsstæð og sjálfbær í okkar ákvörðunum. Okkur er líka ljóst á svona tímum úr hverju við erum gerð. Við sjáum hvað við erum mögnuð saman. Við stöndum saman og göngum saman í takt. Við hlíðum Víði og náum skjótum árangri saman. Lykilatriðið í þessum árangri er að við erum öll að taka þátt. Við lítum á það sem okkar samfélagslegu ábyrgð. Samfélagsleg ábyrgð er hugtak sem er mikið notað af fyrirtækjum. Oft slá fyrirtæki um sig með þessu hugtaki án þess að raunverulega vera samfélagslega ábyrg. Samfélagsleg ábyrgð snýst ekki um að fyrirtæki styrki gott málefni heldur að það skili ávinningi til samfélagsins, ávinningi sem verður meðal annars til við endurnýtingu á auðlindum sem fyrirtækin nota í rekstri sínum, atvinnuskapandi, skapi störf í tengslum við sína starfssemi og auki þannig hagsæld samfélagsins í heild en ekki bara hag hluthafa. Íslenskir bændur eru dæmi um samfélagslega ábyrga starfsstétt. Þeirra ræktun skilar ótal jaðarstörfum til samfélagsins á sama tíma og þeirra framlag til samfélagsins tryggir fæðuöryggi. Þessu þarf að halda til haga og standa þarf vörð um íslenska matvælaframleiðslu. Það sem ógnar bændum og matvælaframleiðendum mest er innflutningur á matvælum sem við erum sjálfbær í að framleiða. Það sem ógnar bændum, ógnar okkur öllum. Það er þjóðaröryggi að vera sjálfbær í matvælaframleiðslu. Góðu fréttirnar eru þær að við sem þjóð getum tryggt þetta öryggi með vali okkar í verslunum. Að velja Íslenskt framyfir innflutt er okkar framlag í að tryggja þetta öryggi. Einnig getum við krafist þess að stjórnvöld standi betur vörð um matvælaöryggi. Stjórnvöld hafa völd til að standa vörð um sjálfbærni þjóðarinnar í matvælaframleiðslu m.a. með milliríkjasamningum, búvörusamningum og tilslökunum á gjöldum er kemur að uppbyggingu og endurnýjun framleiðslubúa. Núverandi EES samningur er í uppnámi, Bretland er gengið úr Evrópusambandinu og því er klár forsendubrestur á núgildandi EES samningi. Utanríkisráðherra ætti að vera byrjaður í viðræðum við Evrópusambandið um nýjan samning í ljósi nýrra forsendna. Nýr samningur ætti að standa betur vörð um íslenskan landbúnað með mun skilgreindari skilmálum um innflutning frá Evrópu til Íslands. Skilgreina þarf betur hvað má flytja inn til landsins án tolla og hindra ætti innflutning á vörum sem við erum algjörlega sjálfbær í að framleiða sjálf. Þetta er hagsmunamál okkar allra og það er okkar réttur og krafa að stjórnvöld standi vörð um okkar hag. Þangað til höfum við valið í versluninni: innflutt eða íslenskt. Stöndum vörð um íslenskt atvinnulíf, íslenskan landbúnað og íslenskt sjálfsstæði. Ekki bara núna, heldur alltaf. Höfundur er talsmaður FESK, Félags eggja-, svína- og kjúklingabænda á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmar Vilhjálmsson Landbúnaður Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Afkastadrifin menntun og verðgildi nemenda Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Ég er deildarstjóri í leikskóla Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Sjá meira
Í Covid faraldrinum sem við búum við þessa dagana þá leitar hugur margra að raunverulegum gildum lífsins. Flest erum við sammála um að heilsa, fjölskylda og nákomnir vinir eru það sem skiptir mestu máli. Einnig hefur hugurinn leitað til sjálfstæðis og sjálfbærni. Ekki bara fjölskyldunnar og heimilisins, heldur samfélagsins alls. Við sem þjóð áttum okkur betur á því núna hvað það skiptir miklu máli að vera sjálfsstæð og sjálfbær í okkar ákvörðunum. Okkur er líka ljóst á svona tímum úr hverju við erum gerð. Við sjáum hvað við erum mögnuð saman. Við stöndum saman og göngum saman í takt. Við hlíðum Víði og náum skjótum árangri saman. Lykilatriðið í þessum árangri er að við erum öll að taka þátt. Við lítum á það sem okkar samfélagslegu ábyrgð. Samfélagsleg ábyrgð er hugtak sem er mikið notað af fyrirtækjum. Oft slá fyrirtæki um sig með þessu hugtaki án þess að raunverulega vera samfélagslega ábyrg. Samfélagsleg ábyrgð snýst ekki um að fyrirtæki styrki gott málefni heldur að það skili ávinningi til samfélagsins, ávinningi sem verður meðal annars til við endurnýtingu á auðlindum sem fyrirtækin nota í rekstri sínum, atvinnuskapandi, skapi störf í tengslum við sína starfssemi og auki þannig hagsæld samfélagsins í heild en ekki bara hag hluthafa. Íslenskir bændur eru dæmi um samfélagslega ábyrga starfsstétt. Þeirra ræktun skilar ótal jaðarstörfum til samfélagsins á sama tíma og þeirra framlag til samfélagsins tryggir fæðuöryggi. Þessu þarf að halda til haga og standa þarf vörð um íslenska matvælaframleiðslu. Það sem ógnar bændum og matvælaframleiðendum mest er innflutningur á matvælum sem við erum sjálfbær í að framleiða. Það sem ógnar bændum, ógnar okkur öllum. Það er þjóðaröryggi að vera sjálfbær í matvælaframleiðslu. Góðu fréttirnar eru þær að við sem þjóð getum tryggt þetta öryggi með vali okkar í verslunum. Að velja Íslenskt framyfir innflutt er okkar framlag í að tryggja þetta öryggi. Einnig getum við krafist þess að stjórnvöld standi betur vörð um matvælaöryggi. Stjórnvöld hafa völd til að standa vörð um sjálfbærni þjóðarinnar í matvælaframleiðslu m.a. með milliríkjasamningum, búvörusamningum og tilslökunum á gjöldum er kemur að uppbyggingu og endurnýjun framleiðslubúa. Núverandi EES samningur er í uppnámi, Bretland er gengið úr Evrópusambandinu og því er klár forsendubrestur á núgildandi EES samningi. Utanríkisráðherra ætti að vera byrjaður í viðræðum við Evrópusambandið um nýjan samning í ljósi nýrra forsendna. Nýr samningur ætti að standa betur vörð um íslenskan landbúnað með mun skilgreindari skilmálum um innflutning frá Evrópu til Íslands. Skilgreina þarf betur hvað má flytja inn til landsins án tolla og hindra ætti innflutning á vörum sem við erum algjörlega sjálfbær í að framleiða sjálf. Þetta er hagsmunamál okkar allra og það er okkar réttur og krafa að stjórnvöld standi vörð um okkar hag. Þangað til höfum við valið í versluninni: innflutt eða íslenskt. Stöndum vörð um íslenskt atvinnulíf, íslenskan landbúnað og íslenskt sjálfsstæði. Ekki bara núna, heldur alltaf. Höfundur er talsmaður FESK, Félags eggja-, svína- og kjúklingabænda á Íslandi.
Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar