Fremstu pílukastarar Íslands mætast á Stöð 2 Sport Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. apríl 2020 11:20 Sýnt verður frá pílumótinu næstu tvo daga á Stöð 2 Sport. mynd/stöð 2 sport Átta af fremstu pílukösturum Íslands eigast við á boðsmóti Stöðvar 2 Sports í dag og á morgun. Þetta er fyrsta íþróttamótið á landinu eftir að samkomubannið var sett á vegna kórónuveirufaraldursins. Klukkan 21:00 í kvöld hefst útsending frá átta manna úrslitum á Stöð 2 Sport. Klukkan 21:00 á laugardaginn er svo komið að undanúrslitunum og loks úrslitaviðureigninni. Átta manna úrslitin: Björn Steinar Brynjólfsson - Pétur Rúðrik GuðmundssonAlexander Þorvaldsson - Matthías Örn FriðrikssonVitor Charrua - Ingibjörg MagnúsdóttirHallgrímur Egilsson - Axel Máni Pétursson „Þetta hefur verið smá tíma í vinnslu. Ég er í stjórn íslenska pílukastssambandsins og okkar markmið er að stækka íslenskt pílukast og koma því í sjónvarpið. Við ákváðum að vera með boðsmót þar sem átta af bestu pílukösturum Íslands tækju þátt,“ sagði Matthías Örn Friðriksson, einn þátttakanda á mótinu og Íslandsmeistari í pílukasti, í samtali við Vísi í dag. „Við spilum þennan hefðbundna 501 leik, þar þú byrjar með 501 stig og reynir að koma þér niður á núll á undan mótherjanum. Þú verður að koma þér niður á núllið með því að hitta ysta hringinn á spjaldinu sem er tvöfald tala,“ sagði Matthías um fyrirkomulag mótsins. Í átta manna og undanúrslitunum þurfa keppendur að vinna fimm leggi til að komast áfram. Í úrslitaleiknum þarf svo að vinna sex leiki. Páll Sævar Guðjónsson, Röddin sjálf, sér um að lýsa mótinu. Páll, sem er landsfrægur sem vallarþulur á A-landsleikjum Íslands í fótbolta, hefur lýst HM í pílukasti á Stöð 2 Sport undanfarin ár. Pílukast Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann „Litla ég hefði aldrei trúað þessu“ Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Loksins brosti Dagur Sigurðsson Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Sjá meira
Átta af fremstu pílukösturum Íslands eigast við á boðsmóti Stöðvar 2 Sports í dag og á morgun. Þetta er fyrsta íþróttamótið á landinu eftir að samkomubannið var sett á vegna kórónuveirufaraldursins. Klukkan 21:00 í kvöld hefst útsending frá átta manna úrslitum á Stöð 2 Sport. Klukkan 21:00 á laugardaginn er svo komið að undanúrslitunum og loks úrslitaviðureigninni. Átta manna úrslitin: Björn Steinar Brynjólfsson - Pétur Rúðrik GuðmundssonAlexander Þorvaldsson - Matthías Örn FriðrikssonVitor Charrua - Ingibjörg MagnúsdóttirHallgrímur Egilsson - Axel Máni Pétursson „Þetta hefur verið smá tíma í vinnslu. Ég er í stjórn íslenska pílukastssambandsins og okkar markmið er að stækka íslenskt pílukast og koma því í sjónvarpið. Við ákváðum að vera með boðsmót þar sem átta af bestu pílukösturum Íslands tækju þátt,“ sagði Matthías Örn Friðriksson, einn þátttakanda á mótinu og Íslandsmeistari í pílukasti, í samtali við Vísi í dag. „Við spilum þennan hefðbundna 501 leik, þar þú byrjar með 501 stig og reynir að koma þér niður á núll á undan mótherjanum. Þú verður að koma þér niður á núllið með því að hitta ysta hringinn á spjaldinu sem er tvöfald tala,“ sagði Matthías um fyrirkomulag mótsins. Í átta manna og undanúrslitunum þurfa keppendur að vinna fimm leggi til að komast áfram. Í úrslitaleiknum þarf svo að vinna sex leiki. Páll Sævar Guðjónsson, Röddin sjálf, sér um að lýsa mótinu. Páll, sem er landsfrægur sem vallarþulur á A-landsleikjum Íslands í fótbolta, hefur lýst HM í pílukasti á Stöð 2 Sport undanfarin ár.
Pílukast Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann „Litla ég hefði aldrei trúað þessu“ Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Loksins brosti Dagur Sigurðsson Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Sjá meira