Karlar í miklum meirihluta á gjörgæslu Sunna Sæmundsdóttir skrifar 1. apríl 2020 18:44 Níu einstaklingar af tíu sem voru í gær í öndunarvél vegna kórónuveirunnar eru karlar að sögn forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar. Hann segir þetta til marks um að karlar sýkist verr en konur. Fólkið er á fimmtugsaldri og allt upp í áttrætt Kórónuveirusmitum fjölgaði um 85 á síðasta sólarhring og eru smitin hér á landi nú alls 1.220. 41 er á sjúkrahúsi og þar af tólf á gjörgæslu. „Flestir þeirra eru á öndunarvél og eru býsna veikir," sagði Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans á upplýsingafundi almannavarna í dag. „Þetta er fólk frá fimmtugs- og upp í áttræðisaldur þannig það er aðeins að koma yngra fólk líka. Og ég held að það sé bara brýning og áminning um það að yngra fólk veikist líka alvarlega," sagði Páll. Fjöldi þeirra sem veikjast alvarlega hefur fylgt svartsýnustu spám en á sama tíma fylgir fjöldi smita bjartsýnni spám. Forstjóri íslenskrar erfðagreiningar segir mikinn mun á því hvernig fólk bregðist við veirunni. Því sé nær ómögulegt að setja fram marktækar spár um alvarleg veikindi. „Eins og stendur sýnist manni eins og sá hundraðshluti sem lasnast illa sé aðeins meiri en við bjuggumst við," segir Kári Stefánsson. Tólf eru á gjörgæslu á Landspítalanum vegna kórónuveirunnar.Vísir/Vilhelm Hlutfall karla og kvenna sem hafa sýkst af veirunni er nær jafnt, eða 613 konur og 607 karlar. Kári segir viðnám kynjanna ólíkt og þar með einn þátt sem geri spár um alvarleg tilvik erfiðar. „Ef konur sýkjast verða þær minna lasnar en karlmenn. Í gær eða í fyrradag voru tíu manns á öndunarvél á Landspítala. Þar af voru níu karlmenn og ein kona," segir hann. Erlend gögn hafa bent til þess sama. Fleiri karlmenn hafa látist en konur en ýmsir áhrifaþættir gætu búið að baki, líkt og til dæmis reykingar og lífstíll. Hefur engum skýringum verið slegið föstum. Ýmis afbrigði veirunnar hafa greinst í skimunum íslenskrar erfðagreininar. Kári segir enn ekki unnt að greina hvort eitthvað afbrigði sé skæðara en annað. „Við erum að lesa í þau gögn en við höfum ekki séð neitt mynstur ennþá. Þó svo að 1.200 sjúklingar sé mikill fjöldi og miklu fleiri sjúklingar en við viljum sjá að þá er það því miður of lítið að nota það þýði eitt. En við erum hins vegar að fara í samvinnu með fólki víða um heim og það má vel vera að þegar við leggjum það saman nægi það," segir Kári. Kári Stefánsson segir útbreiðslu veirunnar sýna að þríeykið svokallaða hafi tekið réttar ákvarðanir.Vísir/Vilhelm Það að fjöldi smita fylgi hins vegar bjartsýnari spám segir Kári til marks um að aðgerðir til að stemma stigu við útbreiðslu veirunnar hafi virkað. „Þó svo að við höfum tekið það sem sumum finnst of lin afstaða í málinu. Við höfum ekki verið að loka landamærum, við höfum ekki að verið að setja á útgöngubann og svo framvegis. Þær aðferðir sem þríeykið hefur notað hafa virkað. Þetta ágæta fólk hefur held ég tekið réttar ákvarðanir í þessu máli," segir hann. Skimun Íslenskrar erfðagreiningar hefst um land all nú á næstu dögum.visir/Vilhelm Íslensk erfðagreining er nú að útvíkka sína skimun. „Hingað til hefur skimuninni að mestu leyti verið beint að fólki hér á höfuðborgarsvæðinu. Við förum að senda sýnatökupinna til Vestmannaeyja og þar mun sjúkrahúsið þar sjá um að afla sýna. Við komum til með að senda til Austurlands annað hvort í dag eða á morgun og síðan á Norðurland til sjúkrahússins á Akureyri. Einnig á Ísafjörð og á Borgarnes," segir Kári. „Við vonumst til að fá um eitt þúsund einstaklinga á hverjum stað fyrir sig vegna þess að það skiptir miklu máli að sjá hvernig smitið dreifist út um landið," segir Kári. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Titringur á Alþingi Innlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fleiri fréttir Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Sjá meira
Níu einstaklingar af tíu sem voru í gær í öndunarvél vegna kórónuveirunnar eru karlar að sögn forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar. Hann segir þetta til marks um að karlar sýkist verr en konur. Fólkið er á fimmtugsaldri og allt upp í áttrætt Kórónuveirusmitum fjölgaði um 85 á síðasta sólarhring og eru smitin hér á landi nú alls 1.220. 41 er á sjúkrahúsi og þar af tólf á gjörgæslu. „Flestir þeirra eru á öndunarvél og eru býsna veikir," sagði Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans á upplýsingafundi almannavarna í dag. „Þetta er fólk frá fimmtugs- og upp í áttræðisaldur þannig það er aðeins að koma yngra fólk líka. Og ég held að það sé bara brýning og áminning um það að yngra fólk veikist líka alvarlega," sagði Páll. Fjöldi þeirra sem veikjast alvarlega hefur fylgt svartsýnustu spám en á sama tíma fylgir fjöldi smita bjartsýnni spám. Forstjóri íslenskrar erfðagreiningar segir mikinn mun á því hvernig fólk bregðist við veirunni. Því sé nær ómögulegt að setja fram marktækar spár um alvarleg veikindi. „Eins og stendur sýnist manni eins og sá hundraðshluti sem lasnast illa sé aðeins meiri en við bjuggumst við," segir Kári Stefánsson. Tólf eru á gjörgæslu á Landspítalanum vegna kórónuveirunnar.Vísir/Vilhelm Hlutfall karla og kvenna sem hafa sýkst af veirunni er nær jafnt, eða 613 konur og 607 karlar. Kári segir viðnám kynjanna ólíkt og þar með einn þátt sem geri spár um alvarleg tilvik erfiðar. „Ef konur sýkjast verða þær minna lasnar en karlmenn. Í gær eða í fyrradag voru tíu manns á öndunarvél á Landspítala. Þar af voru níu karlmenn og ein kona," segir hann. Erlend gögn hafa bent til þess sama. Fleiri karlmenn hafa látist en konur en ýmsir áhrifaþættir gætu búið að baki, líkt og til dæmis reykingar og lífstíll. Hefur engum skýringum verið slegið föstum. Ýmis afbrigði veirunnar hafa greinst í skimunum íslenskrar erfðagreininar. Kári segir enn ekki unnt að greina hvort eitthvað afbrigði sé skæðara en annað. „Við erum að lesa í þau gögn en við höfum ekki séð neitt mynstur ennþá. Þó svo að 1.200 sjúklingar sé mikill fjöldi og miklu fleiri sjúklingar en við viljum sjá að þá er það því miður of lítið að nota það þýði eitt. En við erum hins vegar að fara í samvinnu með fólki víða um heim og það má vel vera að þegar við leggjum það saman nægi það," segir Kári. Kári Stefánsson segir útbreiðslu veirunnar sýna að þríeykið svokallaða hafi tekið réttar ákvarðanir.Vísir/Vilhelm Það að fjöldi smita fylgi hins vegar bjartsýnari spám segir Kári til marks um að aðgerðir til að stemma stigu við útbreiðslu veirunnar hafi virkað. „Þó svo að við höfum tekið það sem sumum finnst of lin afstaða í málinu. Við höfum ekki verið að loka landamærum, við höfum ekki að verið að setja á útgöngubann og svo framvegis. Þær aðferðir sem þríeykið hefur notað hafa virkað. Þetta ágæta fólk hefur held ég tekið réttar ákvarðanir í þessu máli," segir hann. Skimun Íslenskrar erfðagreiningar hefst um land all nú á næstu dögum.visir/Vilhelm Íslensk erfðagreining er nú að útvíkka sína skimun. „Hingað til hefur skimuninni að mestu leyti verið beint að fólki hér á höfuðborgarsvæðinu. Við förum að senda sýnatökupinna til Vestmannaeyja og þar mun sjúkrahúsið þar sjá um að afla sýna. Við komum til með að senda til Austurlands annað hvort í dag eða á morgun og síðan á Norðurland til sjúkrahússins á Akureyri. Einnig á Ísafjörð og á Borgarnes," segir Kári. „Við vonumst til að fá um eitt þúsund einstaklinga á hverjum stað fyrir sig vegna þess að það skiptir miklu máli að sjá hvernig smitið dreifist út um landið," segir Kári.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Titringur á Alþingi Innlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fleiri fréttir Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Sjá meira