Sjaldan meiri hætta á ofbeldi gegn börnum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 1. apríl 2020 19:45 Ofbeldi gegn börnum getur aukist við aðstæður eins og nú eru í þjóðfélaginu að sögn barnamálaráðherra. Hann hefur ráðist í aðgerðir til að fækka slíkum tilfellum. Börn á Akureyri geta með rafrænum hætti sjálf tilkynnt um ofbeldi gegn sér eða öðrum. Rannsóknir hafa sýnt að heimilisofbeldi og ofbeldi gegn börnum getur aukist á tímum farsótta og félagslegrar einangrunar. Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra.Vísir/baldur Ásmundur Einar Daðason barnamálaráðherra segir brýnt að fækka slíkum tilfellum og ná til barna sem verða fyrir ofbeldi. „Tölfræðin sýnir okkur að við svona aðstæður þarf að grípa inní en það er áskorun að finna leiðir til að gera það. Það hefur líka sýnt sig á Ítalíu þar sem farsóttin hefur verið mun lengur en hér að bæði heimilisofbeldi og ofbeldi gegn börnum virðist hafa aukist,“ segir hann. Ásmundur segir að ráðist hafi verið í ýmsar aðgerðir eins og samvinnu við Rauða krossinn og hjálparsímann 1717, þá sé verið að undirbúa vitundarvakningu um mikilvægi þess að fólk tilkynni um ofbeldi til 112 og loks sé verið að undirbúa aðgerðir til að ná sérstaklega til barna til dæmis á samfélagsmiðlum. Börn geta sjálf tilkynnt um ofbeldi á Akureyri Akureyrarbær setti nýlega sérstakan tilkynningahnapp á vefsíðu sína fyrir börn þar sem þau geta sjálf tilkynnt um ofbeldi gegn sér. Alfa Dröfn Jóhannesdóttir verkefnastýra hjá barnvænu sveitarfélagi hjá AkureyrarbæVísir Alfa Dröfn Jóhannesdóttir verkefnastýra barnvæns sveitarfélags segir það afar mikilvægt. [„Sérstaklega núna á þess þar sem hættan á heimilisofbeldi er að aukast þá er sérstaklega mikilvægt að börn geti sjálf tilkynnt um ofbeldi gegn sér og leiðirnar til þess séu einfaldar, segir Alfa. Við erum öll barnavernd Hún segir einnig afar mikilvægt að almenningur láti vita ef það telur barn í vanda. „Þær aðstæður sem nú eru uppi í samfélaginu eru kjöraðstæður fyrir ofbeldi inni á heimilum og því afar brýnt að við sem þjóð séum meðvituð og látum vita ef við verðum vör við slíkt. Við erum öll barnavernd,“ segir hún að lokum. Skóla - og menntamál Ofbeldi gegn börnum Barnavernd Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Fleiri fréttir Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Sjá meira
Ofbeldi gegn börnum getur aukist við aðstæður eins og nú eru í þjóðfélaginu að sögn barnamálaráðherra. Hann hefur ráðist í aðgerðir til að fækka slíkum tilfellum. Börn á Akureyri geta með rafrænum hætti sjálf tilkynnt um ofbeldi gegn sér eða öðrum. Rannsóknir hafa sýnt að heimilisofbeldi og ofbeldi gegn börnum getur aukist á tímum farsótta og félagslegrar einangrunar. Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra.Vísir/baldur Ásmundur Einar Daðason barnamálaráðherra segir brýnt að fækka slíkum tilfellum og ná til barna sem verða fyrir ofbeldi. „Tölfræðin sýnir okkur að við svona aðstæður þarf að grípa inní en það er áskorun að finna leiðir til að gera það. Það hefur líka sýnt sig á Ítalíu þar sem farsóttin hefur verið mun lengur en hér að bæði heimilisofbeldi og ofbeldi gegn börnum virðist hafa aukist,“ segir hann. Ásmundur segir að ráðist hafi verið í ýmsar aðgerðir eins og samvinnu við Rauða krossinn og hjálparsímann 1717, þá sé verið að undirbúa vitundarvakningu um mikilvægi þess að fólk tilkynni um ofbeldi til 112 og loks sé verið að undirbúa aðgerðir til að ná sérstaklega til barna til dæmis á samfélagsmiðlum. Börn geta sjálf tilkynnt um ofbeldi á Akureyri Akureyrarbær setti nýlega sérstakan tilkynningahnapp á vefsíðu sína fyrir börn þar sem þau geta sjálf tilkynnt um ofbeldi gegn sér. Alfa Dröfn Jóhannesdóttir verkefnastýra hjá barnvænu sveitarfélagi hjá AkureyrarbæVísir Alfa Dröfn Jóhannesdóttir verkefnastýra barnvæns sveitarfélags segir það afar mikilvægt. [„Sérstaklega núna á þess þar sem hættan á heimilisofbeldi er að aukast þá er sérstaklega mikilvægt að börn geti sjálf tilkynnt um ofbeldi gegn sér og leiðirnar til þess séu einfaldar, segir Alfa. Við erum öll barnavernd Hún segir einnig afar mikilvægt að almenningur láti vita ef það telur barn í vanda. „Þær aðstæður sem nú eru uppi í samfélaginu eru kjöraðstæður fyrir ofbeldi inni á heimilum og því afar brýnt að við sem þjóð séum meðvituð og látum vita ef við verðum vör við slíkt. Við erum öll barnavernd,“ segir hún að lokum.
Skóla - og menntamál Ofbeldi gegn börnum Barnavernd Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Fleiri fréttir Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Sjá meira