Íslenskur læknir smitaðist við störf erlendis og þurfti að leggjast inn á sjúkrahús Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. apríl 2020 14:55 Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala, á fundinum í dag. Lögreglan Íslenskur læknir þurfti að leggjast inn á sjúkrahús erlendis, þar sem hann hefur búið og starfað um árabil, vegna Covid-19-sýkingar. Þetta kom fram í máli Páls Matthíassonar, forstjóra Landspítala á upplýsingafundi almannavarna vegna kórónuveirunnar nú síðdegis. Páll lagði áherslu á það á fundinum að veikindi af völdum veirunnar gætu verið alvarleg í mörgum tilfellum, veikindi sem allir eiga að reyna að forðast eins og hægt er. Hann kvaðst þakklátur fyrir að búa í landi þar sem farið er með sjúklinga sem einstaklinga, þar sem staðan er metin út frá staðreyndum og þar sem vilji er til að bregðast við vánni með samheldni og á skjótan hátt. Páll sagði svo sögu af besta vini sínum, íslenskum lækni sem búið og starfað hefur erlendis í aldarfjórðung. Hann hefði þurfti að sinna Covid-sjúklingum með lítinn eða engan hlífðarbúnað og á endanum skeði hið óumflýjanlega: hann smitaðist. Veikindum reyndust lækninum erfið. Hann er enn í einangrun og þurfti að leggjast inn á sjúkrahús. Nú er hann þó loks að ná sér en einn deildarlæknirinn hans, þrítug kona, lést úr sjúkdómnum. Páll sagði að allir, líka þeir yngri, þyrftu að taka persónulega ábyrgð í að hindra að smit berist áfram. Ekki ólíklegt að álag aukist aftur Inniliggjand á Landspítala með Covid eru nú ellefu. Þrír eru sterklega grunaðir um smit og átta liggja inni sem greinast ekki lengur með veiruna en eru enn að glíma við afleiðingar sýkingarinnar. 297 eru í eftirliti á göngudeild og þrír eru rauðir, þ.e. í hættu á að þurfa innlögn. Þá eru aðeins tíu manns frá vinnu vegna Covid-sýkingar. Þá lagði Páll áherslu á að þótt sjúklingum væri að fækka verði spítalinn tilbúinn að bregðast aftur við auknu álagi. Þegar við á verði aftur hægt að auka viðbragðið með skömmum fyrirvara, sem ekki er ólíklegt að þurfi að gera. Að lokum þakkaði Páll fyrir gjafirnar sem borist hafa Landspítala, sem og stjórnvöldum fyrir þá umbun sem heilbrigðisstarfsfólk mun fá fyrir vinnu sína í baráttunni við veiruna. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Íslendingar erlendis Mest lesið „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Innlent Sýkingin líklega af völdum bacillus cereus Innlent Hnífurinn fannst í skotti forráðamanna Innlent „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Innlent Sitja sem fastast og hleypa gröfum og vörubílum ekki fram hjá Innlent Fyrstu trén felld á morgun Innlent Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Girnist Gasa og vill íbúana burt Erlent Líkamsárás, hótanir og umferðarslys Innlent Gengu kílómetra með slasaðan ferðamann á börum Innlent Fleiri fréttir „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Sýkingin líklega af völdum bacillus cereus Líkamsárás, hótanir og umferðarslys „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Fyrstu trén felld á morgun Gengu kílómetra með slasaðan ferðamann á börum Segir fullan einhug um öll mál hjá samhentri ríkisstjórn Hnífurinn fannst í skotti forráðamanna „Við í Framsókn erum að setja allt í loft upp“ „Ég er bara pínu leiður“ Stefnuræða forsætisráðherra „Manni finnst að manni sé kippt út úr baráttunni“ Sitja sem fastast og hleypa gröfum og vörubílum ekki fram hjá Óvissa í Ráðhúsinu og dýrustu auglýsingar í heimi Vilja að bankinn „láti af mismunun“ og telja rök hans ekki halda vatni Hamar fannst í bíl hjónanna sem Alfreð ók Fundinum lokið án árangurs Framkvæmdir á Bessastöðum kostuðu 120 milljónir Ráðuneytið biður umboðsmann Alþingis afsökunar Hálfs árs dómur yfir skólastjóra fyrir umboðssvik Foreldrar Bryndísar Klöru í Kompás Fékk að borða hjá hjónunum þegar hann var svangur Ungir nágrannar heyrðu óvenjuleg hljóð frá heimili hjónanna Miðflokkurinn gagnrýnir að Daði Már flytji tölu Tryggja varnir Sjúkratrygginga eftir stórfelld fjársvik verkefnastjóra Sprungin dekk og ónýtar felgur Óvíst hversu langan tíma myndun meirihluta tekur Kennarar klæðast svörtu í dag Hinn grunaði hafi verið svakalega duglegur og greindur Kennarar íhuga næstu skref og óvissa um borgarstjórnarmeirihluta Sjá meira
Íslenskur læknir þurfti að leggjast inn á sjúkrahús erlendis, þar sem hann hefur búið og starfað um árabil, vegna Covid-19-sýkingar. Þetta kom fram í máli Páls Matthíassonar, forstjóra Landspítala á upplýsingafundi almannavarna vegna kórónuveirunnar nú síðdegis. Páll lagði áherslu á það á fundinum að veikindi af völdum veirunnar gætu verið alvarleg í mörgum tilfellum, veikindi sem allir eiga að reyna að forðast eins og hægt er. Hann kvaðst þakklátur fyrir að búa í landi þar sem farið er með sjúklinga sem einstaklinga, þar sem staðan er metin út frá staðreyndum og þar sem vilji er til að bregðast við vánni með samheldni og á skjótan hátt. Páll sagði svo sögu af besta vini sínum, íslenskum lækni sem búið og starfað hefur erlendis í aldarfjórðung. Hann hefði þurfti að sinna Covid-sjúklingum með lítinn eða engan hlífðarbúnað og á endanum skeði hið óumflýjanlega: hann smitaðist. Veikindum reyndust lækninum erfið. Hann er enn í einangrun og þurfti að leggjast inn á sjúkrahús. Nú er hann þó loks að ná sér en einn deildarlæknirinn hans, þrítug kona, lést úr sjúkdómnum. Páll sagði að allir, líka þeir yngri, þyrftu að taka persónulega ábyrgð í að hindra að smit berist áfram. Ekki ólíklegt að álag aukist aftur Inniliggjand á Landspítala með Covid eru nú ellefu. Þrír eru sterklega grunaðir um smit og átta liggja inni sem greinast ekki lengur með veiruna en eru enn að glíma við afleiðingar sýkingarinnar. 297 eru í eftirliti á göngudeild og þrír eru rauðir, þ.e. í hættu á að þurfa innlögn. Þá eru aðeins tíu manns frá vinnu vegna Covid-sýkingar. Þá lagði Páll áherslu á að þótt sjúklingum væri að fækka verði spítalinn tilbúinn að bregðast aftur við auknu álagi. Þegar við á verði aftur hægt að auka viðbragðið með skömmum fyrirvara, sem ekki er ólíklegt að þurfi að gera. Að lokum þakkaði Páll fyrir gjafirnar sem borist hafa Landspítala, sem og stjórnvöldum fyrir þá umbun sem heilbrigðisstarfsfólk mun fá fyrir vinnu sína í baráttunni við veiruna.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Íslendingar erlendis Mest lesið „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Innlent Sýkingin líklega af völdum bacillus cereus Innlent Hnífurinn fannst í skotti forráðamanna Innlent „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Innlent Sitja sem fastast og hleypa gröfum og vörubílum ekki fram hjá Innlent Fyrstu trén felld á morgun Innlent Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Girnist Gasa og vill íbúana burt Erlent Líkamsárás, hótanir og umferðarslys Innlent Gengu kílómetra með slasaðan ferðamann á börum Innlent Fleiri fréttir „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Sýkingin líklega af völdum bacillus cereus Líkamsárás, hótanir og umferðarslys „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Fyrstu trén felld á morgun Gengu kílómetra með slasaðan ferðamann á börum Segir fullan einhug um öll mál hjá samhentri ríkisstjórn Hnífurinn fannst í skotti forráðamanna „Við í Framsókn erum að setja allt í loft upp“ „Ég er bara pínu leiður“ Stefnuræða forsætisráðherra „Manni finnst að manni sé kippt út úr baráttunni“ Sitja sem fastast og hleypa gröfum og vörubílum ekki fram hjá Óvissa í Ráðhúsinu og dýrustu auglýsingar í heimi Vilja að bankinn „láti af mismunun“ og telja rök hans ekki halda vatni Hamar fannst í bíl hjónanna sem Alfreð ók Fundinum lokið án árangurs Framkvæmdir á Bessastöðum kostuðu 120 milljónir Ráðuneytið biður umboðsmann Alþingis afsökunar Hálfs árs dómur yfir skólastjóra fyrir umboðssvik Foreldrar Bryndísar Klöru í Kompás Fékk að borða hjá hjónunum þegar hann var svangur Ungir nágrannar heyrðu óvenjuleg hljóð frá heimili hjónanna Miðflokkurinn gagnrýnir að Daði Már flytji tölu Tryggja varnir Sjúkratrygginga eftir stórfelld fjársvik verkefnastjóra Sprungin dekk og ónýtar felgur Óvíst hversu langan tíma myndun meirihluta tekur Kennarar klæðast svörtu í dag Hinn grunaði hafi verið svakalega duglegur og greindur Kennarar íhuga næstu skref og óvissa um borgarstjórnarmeirihluta Sjá meira