Getur Fylkir blandað sér í toppbaráttuna í sumar? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. apríl 2020 15:00 Tekst Fylki að blanda sér í toppbaráttu Pepsi Max deildarinnar í sumar? Vísir/Daníel Kemur Fylkir á óvart í Pepsi Max deild kvenna í sumar? Þó enn sé töluvert í að knattspyrnusumarið geti hafist af fullum krafti hér heima fyrir þá er spennan mikil. Það var farið í saumana á því nýverið hvort „nýi skólinn“ gæti stuggað við þeim „gamla“ í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu í sumar. Nú er spurningin hvað gerist kvennamegin en Fylkisstúlkur virðast til alls líklegar. Allavega ef eitthvað er að marka veturinn, sem reynist reyndar oft ekki vera. Á síðustu leiktíð voru Íslandsmeistarar Vals og Breiðablik sér á báti í Pepsi Max deild kvenna. Fóru þau taplaus í gegnum tímabilið og gerðu jafntefli í báðum sínum leikjum en það sem felldi Blika var markalaust jafntefli gegn Þór/KA í Kópavogi. Margrét Lára Viðarsdóttir, markadrottning Íslands, lagði skóna á hilluna eftir að tímabilinu lauk og þar með ljóst að Valur mætir ekki með jafn sterkt lið til leiks næsta sumar enda Margrét Lára einn albesti knattspyrnumaður sem Ísland hefur alið. Ef miða má við úrslit vetrarins, sem þó hafa oftar en ekki ekkert að segja um útkomu sumarsins, þá má reikna með að Fylkir láti að sér kveða þegar deildin fer loks af stað. Liðið endaði í 6. sæti á síðustu leiktíð og árið þar áður voru þær í 1. deild. Þá misstu þær einn sinn sterkasta leikmann, Ídu Marín Hermannsdóttur, til Vals í vetur en það hefur ekki komið að sök. Fylkir vann alla sjö mótsleiki sína á undirbúningstímabilinu og urðu þar með Reykjavíkurmeistarar í fyrsta skipti í sögu félagsins. Það sem meira er þá fékk liðið aðeins á sig eitt mark í þeim leikjum. Þær skoruðu hins vegar 22 mörk. Cecilía Rán Rúnarsdóttur á eflaust sinn þátt í því. Þessi ungi og efnilegi markvörður er fædd árið 2003 en var sem áður í lykilhlutverki hjá Fylki á síðustu leiktíð. Að kalla hana efnilega er í raun hálfgerð móðgun þar sem hún er nú þegar mögulega besti markvörður Pepsi Max deildarinnar. Sjá einnig: Cecilía bætir met Þóru í dag Stefanía Ragnarsdóttir kom á láni frá Val á síðustu leiktíð en skipti alfarið yfir í vetur. Skoraði hún fimm mörk fyrir Fylki í vetur. Þar á eftir komu þær Marija Radojicic og Bryndís Arna Níelsdóttir með þrjú mör hvor. Þurfa Fylkis konur að fylla upp í markafjölda Ídu Marínar sem skoraði sjö deildarmörk síðasta sumar. Topplið Breiðabliks og Vals eru þó enn ógnarsterk og fóru Blikar til að mynda tauplausir í gegnum veturinn. Þá hefur KR verið að styrkja sig og geta Katrín Ásbjörnsdóttir og Katrín Ómarsdóttir veitt öllum liðum deildarinnar skráveifu. Fótbolti Pepsi Max-deild kvenna Íslenski boltinn Fylkir Mest lesið Ungu strákarnir mætast í úrslitaleiknum á HM í pilu Sport Luke „the Nuke“ Littler í úrslitaleikinn þriðja árið í röð Sport Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Enski boltinn Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth Enski boltinn Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Enski boltinn Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Körfubolti Al Amri stal sviðsljósinu af Ronaldo og Toney tók frá honum stigin Fótbolti Searle vann fyrsta settið á móti Littler Sport Fleiri fréttir Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth AC Milan hoppaði upp fyrir nágranna sína og í toppsætið Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Al Amri stal sviðsljósinu af Ronaldo og Toney tók frá honum stigin Losnar Sterling úr frystikistunni hjá Chelsea? Settir í bann frá landsliðinu nema þeir semji fyrst í Argentínu Brennan Johnson er orðinn leikmaður Crystal Palace „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ Berst við krabbamein „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Sjá meira
Kemur Fylkir á óvart í Pepsi Max deild kvenna í sumar? Þó enn sé töluvert í að knattspyrnusumarið geti hafist af fullum krafti hér heima fyrir þá er spennan mikil. Það var farið í saumana á því nýverið hvort „nýi skólinn“ gæti stuggað við þeim „gamla“ í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu í sumar. Nú er spurningin hvað gerist kvennamegin en Fylkisstúlkur virðast til alls líklegar. Allavega ef eitthvað er að marka veturinn, sem reynist reyndar oft ekki vera. Á síðustu leiktíð voru Íslandsmeistarar Vals og Breiðablik sér á báti í Pepsi Max deild kvenna. Fóru þau taplaus í gegnum tímabilið og gerðu jafntefli í báðum sínum leikjum en það sem felldi Blika var markalaust jafntefli gegn Þór/KA í Kópavogi. Margrét Lára Viðarsdóttir, markadrottning Íslands, lagði skóna á hilluna eftir að tímabilinu lauk og þar með ljóst að Valur mætir ekki með jafn sterkt lið til leiks næsta sumar enda Margrét Lára einn albesti knattspyrnumaður sem Ísland hefur alið. Ef miða má við úrslit vetrarins, sem þó hafa oftar en ekki ekkert að segja um útkomu sumarsins, þá má reikna með að Fylkir láti að sér kveða þegar deildin fer loks af stað. Liðið endaði í 6. sæti á síðustu leiktíð og árið þar áður voru þær í 1. deild. Þá misstu þær einn sinn sterkasta leikmann, Ídu Marín Hermannsdóttur, til Vals í vetur en það hefur ekki komið að sök. Fylkir vann alla sjö mótsleiki sína á undirbúningstímabilinu og urðu þar með Reykjavíkurmeistarar í fyrsta skipti í sögu félagsins. Það sem meira er þá fékk liðið aðeins á sig eitt mark í þeim leikjum. Þær skoruðu hins vegar 22 mörk. Cecilía Rán Rúnarsdóttur á eflaust sinn þátt í því. Þessi ungi og efnilegi markvörður er fædd árið 2003 en var sem áður í lykilhlutverki hjá Fylki á síðustu leiktíð. Að kalla hana efnilega er í raun hálfgerð móðgun þar sem hún er nú þegar mögulega besti markvörður Pepsi Max deildarinnar. Sjá einnig: Cecilía bætir met Þóru í dag Stefanía Ragnarsdóttir kom á láni frá Val á síðustu leiktíð en skipti alfarið yfir í vetur. Skoraði hún fimm mörk fyrir Fylki í vetur. Þar á eftir komu þær Marija Radojicic og Bryndís Arna Níelsdóttir með þrjú mör hvor. Þurfa Fylkis konur að fylla upp í markafjölda Ídu Marínar sem skoraði sjö deildarmörk síðasta sumar. Topplið Breiðabliks og Vals eru þó enn ógnarsterk og fóru Blikar til að mynda tauplausir í gegnum veturinn. Þá hefur KR verið að styrkja sig og geta Katrín Ásbjörnsdóttir og Katrín Ómarsdóttir veitt öllum liðum deildarinnar skráveifu.
Fótbolti Pepsi Max-deild kvenna Íslenski boltinn Fylkir Mest lesið Ungu strákarnir mætast í úrslitaleiknum á HM í pilu Sport Luke „the Nuke“ Littler í úrslitaleikinn þriðja árið í röð Sport Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Enski boltinn Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth Enski boltinn Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Enski boltinn Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Körfubolti Al Amri stal sviðsljósinu af Ronaldo og Toney tók frá honum stigin Fótbolti Searle vann fyrsta settið á móti Littler Sport Fleiri fréttir Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth AC Milan hoppaði upp fyrir nágranna sína og í toppsætið Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Al Amri stal sviðsljósinu af Ronaldo og Toney tók frá honum stigin Losnar Sterling úr frystikistunni hjá Chelsea? Settir í bann frá landsliðinu nema þeir semji fyrst í Argentínu Brennan Johnson er orðinn leikmaður Crystal Palace „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ Berst við krabbamein „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Sjá meira