Fólk hvatt til útiveru á sumardaginn fyrsta Nadine Guðrún Yaghi skrifar 23. apríl 2020 12:45 Það gæti verið tilvalið að skella sér út að hjóla í dag, fyrst hátíðahöld falla víðast hvar niður. Vísir/vilhelm Hátíðarhöld í tilefni sumardagsins fyrsta, sem er í dag, hafa víðast hvar verið felld niður vegna kórónuveirunnar. Víða er þó bjart og fallegt veður og eru landsmenn hvattir til að nýta daginn með fjölskyldunni, fara út og njóta dagsins. Þá segir veðurfræðingur að veðrið á sumardaginn fyrsta segi ekkert til um hvernig veðrið verður í sumar. Sumardagurinn er fyrsti fimmtudagurinn á bilinu 19. til 25. apríl. Venjulega fara hátíðarhöld víða fram á sumardaginn fyrsta, og eru skrúðgöngur iðulega hluti af slíkri dagskrá. Vegna kórónuveirufaraldursins hafa hátíðarhöld verið felld niður í ár að því er fram kemur á vef Skátanna. Landsmenn eru þó hvattir til að nýta daginn með fjölskyldunni, fara út og njóta dagsins, en muna tveggja metra regluna. Veðrið er að minnsta kosti fínt víðast hvar á landinu í dag að sögn Birgis Arnar Höskuldssonar, veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands. „Bjart og fallegt verður á Norður- og Austurlandi og smá skúrir og skýjað á sunnan- og vestanverðu landinu.“ En n æ stu dagar, erum vi ð a ð sigla inn í sumari ð ? „Já, á morgun er þetta áfram svipað en aðeins meiri væta sunnan- og vestanlands en síðan snýst þetta við á laugardaginn, þá birtir til hérna um suðvestanvert landið og skúrir og él fyrir norðan. En síðan eftir það er útlit fyrir mjög vorlegt veður,“ segir Birgir Örn. Í gær voru sagðar fréttir af því að langtímaspár gerðu ráð fyrir köldu sumri. „Þær eru það ótryggar að ég myndi ekki þora að segja neitt út frá þeim. Þær eru oftar en ekki rangar. Ég held nú að í fyrra hafi langtímaspáin talað um vætusamt sumar og svo hefur það sjaldan verið jafn þurrt.“ Þá segir Birgir Örn að mýtan um að ef veðrið sé gott á sumardaginn fyrsta, verði það ekki gott um sumarið - eigi við engin rök að styðjast. „Það er oft einhver fótur fyrir þessum gömlu mýtum en þetta er nú ekki ein af þeim. Það er búið að taka það saman að veðrið getur verið allavegana,“ segir Birgir Örn. Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Veður Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Erlent Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Erlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent Fleiri fréttir Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Sjá meira
Hátíðarhöld í tilefni sumardagsins fyrsta, sem er í dag, hafa víðast hvar verið felld niður vegna kórónuveirunnar. Víða er þó bjart og fallegt veður og eru landsmenn hvattir til að nýta daginn með fjölskyldunni, fara út og njóta dagsins. Þá segir veðurfræðingur að veðrið á sumardaginn fyrsta segi ekkert til um hvernig veðrið verður í sumar. Sumardagurinn er fyrsti fimmtudagurinn á bilinu 19. til 25. apríl. Venjulega fara hátíðarhöld víða fram á sumardaginn fyrsta, og eru skrúðgöngur iðulega hluti af slíkri dagskrá. Vegna kórónuveirufaraldursins hafa hátíðarhöld verið felld niður í ár að því er fram kemur á vef Skátanna. Landsmenn eru þó hvattir til að nýta daginn með fjölskyldunni, fara út og njóta dagsins, en muna tveggja metra regluna. Veðrið er að minnsta kosti fínt víðast hvar á landinu í dag að sögn Birgis Arnar Höskuldssonar, veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands. „Bjart og fallegt verður á Norður- og Austurlandi og smá skúrir og skýjað á sunnan- og vestanverðu landinu.“ En n æ stu dagar, erum vi ð a ð sigla inn í sumari ð ? „Já, á morgun er þetta áfram svipað en aðeins meiri væta sunnan- og vestanlands en síðan snýst þetta við á laugardaginn, þá birtir til hérna um suðvestanvert landið og skúrir og él fyrir norðan. En síðan eftir það er útlit fyrir mjög vorlegt veður,“ segir Birgir Örn. Í gær voru sagðar fréttir af því að langtímaspár gerðu ráð fyrir köldu sumri. „Þær eru það ótryggar að ég myndi ekki þora að segja neitt út frá þeim. Þær eru oftar en ekki rangar. Ég held nú að í fyrra hafi langtímaspáin talað um vætusamt sumar og svo hefur það sjaldan verið jafn þurrt.“ Þá segir Birgir Örn að mýtan um að ef veðrið sé gott á sumardaginn fyrsta, verði það ekki gott um sumarið - eigi við engin rök að styðjast. „Það er oft einhver fótur fyrir þessum gömlu mýtum en þetta er nú ekki ein af þeim. Það er búið að taka það saman að veðrið getur verið allavegana,“ segir Birgir Örn.
Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Veður Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Erlent Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Erlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent Fleiri fréttir Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Sjá meira