Misskilnings gætt með frumvarp um rafræna þjónustu Andri Eysteinsson skrifar 23. apríl 2020 12:14 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra. Vísir/Vilhelm Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, segir misskilnings hafa gætt með nýtt frumvarp ráðherra um aukna rafræna þjónustu vegna faraldurs kórónuveirunnar. Áslaug segir engar efnislegar breytingar gerðar á meðferð mála og aldrei hafi verið lagt til að uppboð gætu farið fram rafrænt. Frumvarpið hefur verið gagnrýnt, bæði af stjórnarandstöðu, hagsmunasamtökum heimilanna og af netverjum, þar á meðal fyrrverandi ritara Samfylkingarinnar og varaforseta ungra jafnaðarmanna. Hvaða rugl er í gangi? Ekki búið að tryggja afkomu sjálfstætt starfandi fólks, tugþúsundir komnar eða á leiðinni á atvinnuleysisbætur og forgangsmálið er að tryggja að það sé hægt að selja ofan af þeim heimilin? https://t.co/mkrkBLcCwO— Óskar Steinn (@oskasteinn) April 21, 2020 „Markmiðin með frumvarpinu er einungis að bæta þjónustu með rafrænum hætti og gera sýslumönnum m.a. kleift að fara að fyrirmælum sóttvarna,“ segir dómsmálaráðherra. „Ég hef þó óskað eftir því við allsherjar- og menntamálanefnd að ákvæðin um rafræna fyrirtöku falli brott þar sem viljinn var skýr, að bæta rafræna þjónustu og einfalda sýslumanni að fylgja fyrirmælum um fjöldatakmarkanir og reyna að fækka óþarfa viðveru á skrifstofu sýslumanna en með engum hætti að breyta eða einfalda ferlið sjálft“ segir Áslaug en minnist á að vegna þess að ráðgert sé að hækka mörk fjöldatakmarkana á næstu vikum sé ekki eins áríðandi og talið var að bjóða upp á mætingu í gegnum fjarfundarbúnað. Áslaug segir sýslumanninn á höfuðborgarsvæðinu hafa brugðist við með ráðstöfun í húsnæði og auknum opnunartíma eftir að óskað var eftir því að embættið lágmarkaði áhrif faraldursins á störf með öllum tiltækum ráðum. „Það mun þó enn muna verulega um að geta boðið upp á rafræna þjónustu vegna annarra mála sem fjallað er um í frumvarpinu og verða vonandi að lögum til hagsbóta fyrir alla,“ skrifar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra. Stjórnsýsla Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Erlent Fleiri fréttir Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Sjá meira
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, segir misskilnings hafa gætt með nýtt frumvarp ráðherra um aukna rafræna þjónustu vegna faraldurs kórónuveirunnar. Áslaug segir engar efnislegar breytingar gerðar á meðferð mála og aldrei hafi verið lagt til að uppboð gætu farið fram rafrænt. Frumvarpið hefur verið gagnrýnt, bæði af stjórnarandstöðu, hagsmunasamtökum heimilanna og af netverjum, þar á meðal fyrrverandi ritara Samfylkingarinnar og varaforseta ungra jafnaðarmanna. Hvaða rugl er í gangi? Ekki búið að tryggja afkomu sjálfstætt starfandi fólks, tugþúsundir komnar eða á leiðinni á atvinnuleysisbætur og forgangsmálið er að tryggja að það sé hægt að selja ofan af þeim heimilin? https://t.co/mkrkBLcCwO— Óskar Steinn (@oskasteinn) April 21, 2020 „Markmiðin með frumvarpinu er einungis að bæta þjónustu með rafrænum hætti og gera sýslumönnum m.a. kleift að fara að fyrirmælum sóttvarna,“ segir dómsmálaráðherra. „Ég hef þó óskað eftir því við allsherjar- og menntamálanefnd að ákvæðin um rafræna fyrirtöku falli brott þar sem viljinn var skýr, að bæta rafræna þjónustu og einfalda sýslumanni að fylgja fyrirmælum um fjöldatakmarkanir og reyna að fækka óþarfa viðveru á skrifstofu sýslumanna en með engum hætti að breyta eða einfalda ferlið sjálft“ segir Áslaug en minnist á að vegna þess að ráðgert sé að hækka mörk fjöldatakmarkana á næstu vikum sé ekki eins áríðandi og talið var að bjóða upp á mætingu í gegnum fjarfundarbúnað. Áslaug segir sýslumanninn á höfuðborgarsvæðinu hafa brugðist við með ráðstöfun í húsnæði og auknum opnunartíma eftir að óskað var eftir því að embættið lágmarkaði áhrif faraldursins á störf með öllum tiltækum ráðum. „Það mun þó enn muna verulega um að geta boðið upp á rafræna þjónustu vegna annarra mála sem fjallað er um í frumvarpinu og verða vonandi að lögum til hagsbóta fyrir alla,“ skrifar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra.
Stjórnsýsla Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Erlent Fleiri fréttir Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Sjá meira