Slapp ómeiddur frá banaslysi, birti myndir á Facebook og flúði vettvang Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. apríl 2020 09:00 Frá vettvangi slyssins í gær. Vísir/AP Fjórir lögreglumenn létust í umferðarslysi á hraðbraut í grennd við áströlsku borgina Melbourne á miðvikudagskvöld. Ökumaður Porsche-bifreiðar, sem stöðvaður hafði verið vegna ofsaaksturs, flúði vettvang slyssins ómeiddur en tók fyrst myndir af slysinu og birti á samfélagsmiðlum. Tveir lögreglumannanna stöðvuðu ökumanninn, hinn 41 árs Richard Pusey að því er fram kemur í frétt Guardian, og beindu honum inn á neyðarakrein við hraðbrautina. Tveir lögreglumenn til viðbótar voru svo kallaðir á vettvang til aðstoðar við að gera bifreið Pusey upptæka, eftir að hann sýndi jákvæða niðurstöðu úr fíkniefnaprófi. Lögreglumennirnir fjórir voru allir komnir út úr bílum sínum og voru við störf þegar stór vörubíll sveigði inn á neyðarakreinina og hafnaði á þeim. Lögreglumennirnir létust allir við áreksturinn, og þá gjöreyðilagðist Porsche-bíllinn, en Pusey og bílstjóri vörubílsins hlutu enga eða minniháttar áverka. Pusey, sem sagður er eiga umfangsmikinn afbrotaferil að baki, tók myndir af slysinu og birti á Facebook áður en hann flúði vettvang. Myndirnar eru sagðar afar ósmekklegar og lögregla í Viktoríu-fylki hefur hvatt almenning til að dreifa þeim ekki á netinu. Pusey hafði síðar samband við lögreglu og er sagður munu gefa sig fram. Bílstjóri vörubílsins var fluttur á sjúkrahús og vonast lögregla til að ræða við hann í dag. Þá fékk lögregla heimild til leitar á heimili hans en hann er sagður hafa fengið einhvers konar veikindakast á vettvangi. Graham Ashton lögreglustjóri í Viktoríufylki sagði slysið hvíla þungt á lögreglu. Aldrei hafa fleiri lögregluþjónar látist í einu við störf í sögu umdæmisins. Ástralía Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Fleiri fréttir Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Sjá meira
Fjórir lögreglumenn létust í umferðarslysi á hraðbraut í grennd við áströlsku borgina Melbourne á miðvikudagskvöld. Ökumaður Porsche-bifreiðar, sem stöðvaður hafði verið vegna ofsaaksturs, flúði vettvang slyssins ómeiddur en tók fyrst myndir af slysinu og birti á samfélagsmiðlum. Tveir lögreglumannanna stöðvuðu ökumanninn, hinn 41 árs Richard Pusey að því er fram kemur í frétt Guardian, og beindu honum inn á neyðarakrein við hraðbrautina. Tveir lögreglumenn til viðbótar voru svo kallaðir á vettvang til aðstoðar við að gera bifreið Pusey upptæka, eftir að hann sýndi jákvæða niðurstöðu úr fíkniefnaprófi. Lögreglumennirnir fjórir voru allir komnir út úr bílum sínum og voru við störf þegar stór vörubíll sveigði inn á neyðarakreinina og hafnaði á þeim. Lögreglumennirnir létust allir við áreksturinn, og þá gjöreyðilagðist Porsche-bíllinn, en Pusey og bílstjóri vörubílsins hlutu enga eða minniháttar áverka. Pusey, sem sagður er eiga umfangsmikinn afbrotaferil að baki, tók myndir af slysinu og birti á Facebook áður en hann flúði vettvang. Myndirnar eru sagðar afar ósmekklegar og lögregla í Viktoríu-fylki hefur hvatt almenning til að dreifa þeim ekki á netinu. Pusey hafði síðar samband við lögreglu og er sagður munu gefa sig fram. Bílstjóri vörubílsins var fluttur á sjúkrahús og vonast lögregla til að ræða við hann í dag. Þá fékk lögregla heimild til leitar á heimili hans en hann er sagður hafa fengið einhvers konar veikindakast á vettvangi. Graham Ashton lögreglustjóri í Viktoríufylki sagði slysið hvíla þungt á lögreglu. Aldrei hafa fleiri lögregluþjónar látist í einu við störf í sögu umdæmisins.
Ástralía Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Fleiri fréttir Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Sjá meira