Var í fýlu út í Óla Stef í viku en segir að áritunin eigi vel við í dag Anton Ingi Leifsson skrifar 22. apríl 2020 21:00 Bjarki Már Elísson í viðtalinu í dag í búningnum fræga. vísir/s2s Handboltamaðurinn Bjarki Már Elísson er léttur og skemmtilegur yfirleitt í viðtölum. Hann var í viðtali í Sportinu í dag en Bjarki Már var á dögunum krýndur markakóngur þýsku úrvalsdeildarinnar. Bjarki Már sem spilar með Lemgo var efstur með 216 mörk, fjórtán á undan Hans Lindberg, er deildin var blásin af. Lemgo var í 10. sæti deildarinnar en Bjarki bíður nú eftir markakóngstitlinum í pósti. Hann var í treyju frá AG Kaupmannahöfn í viðtalinu í dag en Snorri Steinn Guðjónsson og Ólafur Stefánsson léku meðal annars með liðinu áður en það varð gjaldþrota. Hver er sagan á bakvið búninginn? „Þetta er góð saga. Nú er ég að reyna láta eins og ég hafi ekki vitað að þú ætlaðir að spyrja mig að þessu,“ sagði Bjarki Már glaður í bragði. Klippa: Sportið í dag - Bjarki Már fékk áritun frá Óla Stef „Þetta er AG Kaupmannahöfn. Ég var í menningarferð í Köben 2012. Ég fór á úrslitaleik AG og Bjerringbro/Silkeborg með tveimur félögum mínum. Á einhvern óskiljanlegan hátt þá náðum við að koma okkur niður í klefa hjá AG sem er sennilega næst stærsta afrekið á ferlinum fyrir utan þennan markakóngstitil sem ég var að vinna.“ „Ég var að láta gaurana skrifa á bolinn í liðinu og svo kom að Óla Stef. Hann sagði svona: Ertu tilbúinn? Ég sagði honum bara skrifa nafnið og þá væri þetta búið. Þá skrifaði hann: Things turn out best for the people who make the best of the way things turn out.“ „Ég var í fýlu út í hann í svona viku því ég vildi ekki að hann myndi skrifa svona mikið á bolinn en þetta á vel við tíðarandann og fólk á að hugsa svona í dag og spila vel úr spilunum,“ sagði Bjarki í léttum tón. Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Þýski handboltinn Sportið í dag Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Í beinni: Southampton - Liverpool | Rauði herinn marserar áfram Enski boltinn Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Fleiri fréttir Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Sjá meira
Handboltamaðurinn Bjarki Már Elísson er léttur og skemmtilegur yfirleitt í viðtölum. Hann var í viðtali í Sportinu í dag en Bjarki Már var á dögunum krýndur markakóngur þýsku úrvalsdeildarinnar. Bjarki Már sem spilar með Lemgo var efstur með 216 mörk, fjórtán á undan Hans Lindberg, er deildin var blásin af. Lemgo var í 10. sæti deildarinnar en Bjarki bíður nú eftir markakóngstitlinum í pósti. Hann var í treyju frá AG Kaupmannahöfn í viðtalinu í dag en Snorri Steinn Guðjónsson og Ólafur Stefánsson léku meðal annars með liðinu áður en það varð gjaldþrota. Hver er sagan á bakvið búninginn? „Þetta er góð saga. Nú er ég að reyna láta eins og ég hafi ekki vitað að þú ætlaðir að spyrja mig að þessu,“ sagði Bjarki Már glaður í bragði. Klippa: Sportið í dag - Bjarki Már fékk áritun frá Óla Stef „Þetta er AG Kaupmannahöfn. Ég var í menningarferð í Köben 2012. Ég fór á úrslitaleik AG og Bjerringbro/Silkeborg með tveimur félögum mínum. Á einhvern óskiljanlegan hátt þá náðum við að koma okkur niður í klefa hjá AG sem er sennilega næst stærsta afrekið á ferlinum fyrir utan þennan markakóngstitil sem ég var að vinna.“ „Ég var að láta gaurana skrifa á bolinn í liðinu og svo kom að Óla Stef. Hann sagði svona: Ertu tilbúinn? Ég sagði honum bara skrifa nafnið og þá væri þetta búið. Þá skrifaði hann: Things turn out best for the people who make the best of the way things turn out.“ „Ég var í fýlu út í hann í svona viku því ég vildi ekki að hann myndi skrifa svona mikið á bolinn en þetta á vel við tíðarandann og fólk á að hugsa svona í dag og spila vel úr spilunum,“ sagði Bjarki í léttum tón. Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Þýski handboltinn Sportið í dag Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Í beinni: Southampton - Liverpool | Rauði herinn marserar áfram Enski boltinn Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Fleiri fréttir Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Sjá meira