Ferðaþjónustan æf út í ASÍ Stefán Ó. Jónsson skrifar 1. apríl 2020 14:35 Jóhannes Þ. Skúlason, framkvæmdastjóri SAF og Bjarnheiður Hallsdóttur, formaður SAF, undirrita harðorða ályktun. Samtök ferðaþjónustunnar skora á Alþýðusamband Íslands að breyta afstöðu sinni til þeirra hugmynda sem viðraðar hafa verið, sem draga myndu úr launakostnaði fyrirtækja. Fulltrúar verkalýðshreyfingarinnar hafa tekið fálega í tillögur Samtaka atvinnulífsins um að fresta launahækkunum og lækka mótframlag atvinnurekenda í lífeyrissjóð nú þegar hagkerfið er í lamasessi vegna kórónuveirunnar. Sjá einnig: Stærri biti en verkalýðshreyfingin var tilbúin að kyngja SAF segist fordæma þessa tregðu ASÍ - „enda verður neitun ASÍ ekki skilin á annan hátt en að verkalýðshreyfingin skorist undan ábyrgð sinni og hyggist ekki leggjast á árarnar með stjórnvöldum og atvinnulífinu á neinn hátt í þeirri lífsbaráttu sem íslensk ferðaþjónusta og efnahagslíf í heild stendur frammi fyrir næstu mánuði og ár,“ segja samtökin í harðorðri yfirlýsingu. Þau bæta um betur; segja að ekki sé lengur hægt að treysta ASÍ í þeim aðstæðum sem upp eru komnar, afstaða ASÍ sýni „fullkomið tómlæti“ gagnvart ábyrgðarhlutverki Alþýðusambandsins á vinnumarkaði og að með óbilgirni sinni muni ASÍ verða valdur að enn verri fjárhagsstöðu fyrirtækja í ferðaþjónustu. Það eru fáir á ferli í miðbæ Reykjavíkur þessa dagana. Engir ferðamenn þar sem nánast allt flug í heiminum hefur lagst af og fáir Íslendingar vegna samkomubannsins.Vísir/Vilhelm Það sé þannig „óskiljanlegt með öllu“ að ASÍ vilji halda launahækkunum til streitu, þegar fjöldi fyrirtækja er nú tekjulaus í þessu árferði. „SAF benda á að mjög stór hluti þeirra umsókna um 25 þúsund umsóknir um hlutaatvinnuleysisbætur sem borist höfðu vinnumálastofunun í gær voru frá ferðaþjónustufyrirtækjum og starfsfólki þeirra, sem sýnir svart á hvítu hve alvarleg staðan er í greininni.“ Ljóst er að SAF eru ekki þau einu ósáttu. Samtök atvinnulífsins hafa lýst miklum vonbrigðum með ákvörðun ASÍ, auk þess sem Vilhjálmur Birgisson og Ragnar Þór Ingólfsson hafa báðir sagt sig frá trúnaðarstörfum fyrir ASÍ í dag. „Ákvörðun ASÍ vinnur beinlínis gegn markmiðum aðgerða stjórnvalda um að styðja við atvinnulíf og að gera fyrirtækjum eins og kostur er kleift að halda ráðningarsambandi við starfsfólks,“ skrifa ferðaþjónustusamtökin og bæta við: „SAF telja því augljóst að afstaða ASÍ muni því miður koma niður á félagsmönnum sambandsins þar sem óhugsandi er að ferðaþjónustufyrirtæki geti nú uppfyllt launahækkanir nema með frekari niðurskurði á launakostnaði, m.a. með enn frekari uppsögnum. Samtök ferðaþjónustunnar skora á Alþýðusamband Íslands að breyta afstöðu sinni.“ Ferðamennska á Íslandi Félagasamtök Vinnumarkaður Tengdar fréttir Villi Birgis hættir sem varaforseti ASÍ 1. apríl 2020 13:41 Stærri biti en verkalýðshreyfingin var tilbúin að kyngja Samtök atvinnulífsins segja afstöðu verkalýðshreyfingarinnar mikil vonbrigði og óhjákvæmilegt sé að fleiri fyrirtæki muni neyðast til að grípa til uppsagna. 1. apríl 2020 12:39 Saka Drífu og félaga um að skella hurðinni á nef atvinnurekenda Samtök atvinnulífsins eru vonsvikin með það sem þau telja óbilgirni verkalýðshreyfingarinnar, nú þegar þrengir að í íslensku efnahagslífi. 1. apríl 2020 11:48 Mest lesið Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Innlent Stúlkan er fundin Innlent Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Erlent Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Erlent Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Erlent Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Innlent Fleiri fréttir Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Sjá meira
Samtök ferðaþjónustunnar skora á Alþýðusamband Íslands að breyta afstöðu sinni til þeirra hugmynda sem viðraðar hafa verið, sem draga myndu úr launakostnaði fyrirtækja. Fulltrúar verkalýðshreyfingarinnar hafa tekið fálega í tillögur Samtaka atvinnulífsins um að fresta launahækkunum og lækka mótframlag atvinnurekenda í lífeyrissjóð nú þegar hagkerfið er í lamasessi vegna kórónuveirunnar. Sjá einnig: Stærri biti en verkalýðshreyfingin var tilbúin að kyngja SAF segist fordæma þessa tregðu ASÍ - „enda verður neitun ASÍ ekki skilin á annan hátt en að verkalýðshreyfingin skorist undan ábyrgð sinni og hyggist ekki leggjast á árarnar með stjórnvöldum og atvinnulífinu á neinn hátt í þeirri lífsbaráttu sem íslensk ferðaþjónusta og efnahagslíf í heild stendur frammi fyrir næstu mánuði og ár,“ segja samtökin í harðorðri yfirlýsingu. Þau bæta um betur; segja að ekki sé lengur hægt að treysta ASÍ í þeim aðstæðum sem upp eru komnar, afstaða ASÍ sýni „fullkomið tómlæti“ gagnvart ábyrgðarhlutverki Alþýðusambandsins á vinnumarkaði og að með óbilgirni sinni muni ASÍ verða valdur að enn verri fjárhagsstöðu fyrirtækja í ferðaþjónustu. Það eru fáir á ferli í miðbæ Reykjavíkur þessa dagana. Engir ferðamenn þar sem nánast allt flug í heiminum hefur lagst af og fáir Íslendingar vegna samkomubannsins.Vísir/Vilhelm Það sé þannig „óskiljanlegt með öllu“ að ASÍ vilji halda launahækkunum til streitu, þegar fjöldi fyrirtækja er nú tekjulaus í þessu árferði. „SAF benda á að mjög stór hluti þeirra umsókna um 25 þúsund umsóknir um hlutaatvinnuleysisbætur sem borist höfðu vinnumálastofunun í gær voru frá ferðaþjónustufyrirtækjum og starfsfólki þeirra, sem sýnir svart á hvítu hve alvarleg staðan er í greininni.“ Ljóst er að SAF eru ekki þau einu ósáttu. Samtök atvinnulífsins hafa lýst miklum vonbrigðum með ákvörðun ASÍ, auk þess sem Vilhjálmur Birgisson og Ragnar Þór Ingólfsson hafa báðir sagt sig frá trúnaðarstörfum fyrir ASÍ í dag. „Ákvörðun ASÍ vinnur beinlínis gegn markmiðum aðgerða stjórnvalda um að styðja við atvinnulíf og að gera fyrirtækjum eins og kostur er kleift að halda ráðningarsambandi við starfsfólks,“ skrifa ferðaþjónustusamtökin og bæta við: „SAF telja því augljóst að afstaða ASÍ muni því miður koma niður á félagsmönnum sambandsins þar sem óhugsandi er að ferðaþjónustufyrirtæki geti nú uppfyllt launahækkanir nema með frekari niðurskurði á launakostnaði, m.a. með enn frekari uppsögnum. Samtök ferðaþjónustunnar skora á Alþýðusamband Íslands að breyta afstöðu sinni.“
Ferðamennska á Íslandi Félagasamtök Vinnumarkaður Tengdar fréttir Villi Birgis hættir sem varaforseti ASÍ 1. apríl 2020 13:41 Stærri biti en verkalýðshreyfingin var tilbúin að kyngja Samtök atvinnulífsins segja afstöðu verkalýðshreyfingarinnar mikil vonbrigði og óhjákvæmilegt sé að fleiri fyrirtæki muni neyðast til að grípa til uppsagna. 1. apríl 2020 12:39 Saka Drífu og félaga um að skella hurðinni á nef atvinnurekenda Samtök atvinnulífsins eru vonsvikin með það sem þau telja óbilgirni verkalýðshreyfingarinnar, nú þegar þrengir að í íslensku efnahagslífi. 1. apríl 2020 11:48 Mest lesið Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Innlent Stúlkan er fundin Innlent Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Erlent Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Erlent Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Erlent Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Innlent Fleiri fréttir Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Sjá meira
Stærri biti en verkalýðshreyfingin var tilbúin að kyngja Samtök atvinnulífsins segja afstöðu verkalýðshreyfingarinnar mikil vonbrigði og óhjákvæmilegt sé að fleiri fyrirtæki muni neyðast til að grípa til uppsagna. 1. apríl 2020 12:39
Saka Drífu og félaga um að skella hurðinni á nef atvinnurekenda Samtök atvinnulífsins eru vonsvikin með það sem þau telja óbilgirni verkalýðshreyfingarinnar, nú þegar þrengir að í íslensku efnahagslífi. 1. apríl 2020 11:48