Mikil fækkun brota eftir að kórónuveiran greindist hér á landi Eiður Þór Árnason skrifar 1. apríl 2020 13:47 Tölurnar benda til þess að færri mál hafi komið inn á borð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í marsmánuði en alla jafna. Vísir/vilhelm Mikil fækkun var í fjölda skráðra hegningarlagabrota hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í mars, ef horft er til meðalfjölda brota síðasta hálfa og heila árið. Alls voru 514 hegningarlagabrot skráð á höfuðborgarsvæðinu í mars og fækkaði þeim á milli mánaða. Þar af fækkaði tilkynningum meðal annars um þjófnaði, innbrot og ofbeldisbrot. Tilkynningum um heimilisofbeldi fjölgaði þó á milli mánaða. Þetta kemur fram í mánaðarskýrslu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu fyrir marsmánuð. Ef fjöldi brota í mars er borinn saman við meðalfjölda síðasta hálfa og heila árið sést mikil fækkun í tilkynningum um þjófnaði, minniháttar eignaspjöll, umferðalagabrot, ölvun við akstur og akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Að sama skapi sést fækkun í tilkynningum um innbrot, manndráp og líkamsmeiðingar, kynferðisbrot og fíkniefnalagabrot samanborið við meðalfjölda brota síðustu mánuði. Þess ber að geta að um er að ræða bráðabirgðatölur og getur fjöldi skráðra brota í mars breyst vegna brota sem kærð eru seint til lögreglu. Tafla úr mánaðarskýrslu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu fyrir marsmánuð.Lögreglan Engar skýringar eru lagðar fram í skýrslunni á þessari þróun. Þó má leiða líkur að því að faraldur kórónuveirunnar, með tilkomu samkomubanns, samdrætti í samgöngum og aukinni félagslegri fjarlægð hafi mögulega haft hér áhrif. Fyrsta staðfesta tilfelli veirunnar greindist hér á landi þann 28. febrúar síðastliðinn. Fréttin hefur verið uppfærð. Mest lesið Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira
Mikil fækkun var í fjölda skráðra hegningarlagabrota hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í mars, ef horft er til meðalfjölda brota síðasta hálfa og heila árið. Alls voru 514 hegningarlagabrot skráð á höfuðborgarsvæðinu í mars og fækkaði þeim á milli mánaða. Þar af fækkaði tilkynningum meðal annars um þjófnaði, innbrot og ofbeldisbrot. Tilkynningum um heimilisofbeldi fjölgaði þó á milli mánaða. Þetta kemur fram í mánaðarskýrslu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu fyrir marsmánuð. Ef fjöldi brota í mars er borinn saman við meðalfjölda síðasta hálfa og heila árið sést mikil fækkun í tilkynningum um þjófnaði, minniháttar eignaspjöll, umferðalagabrot, ölvun við akstur og akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Að sama skapi sést fækkun í tilkynningum um innbrot, manndráp og líkamsmeiðingar, kynferðisbrot og fíkniefnalagabrot samanborið við meðalfjölda brota síðustu mánuði. Þess ber að geta að um er að ræða bráðabirgðatölur og getur fjöldi skráðra brota í mars breyst vegna brota sem kærð eru seint til lögreglu. Tafla úr mánaðarskýrslu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu fyrir marsmánuð.Lögreglan Engar skýringar eru lagðar fram í skýrslunni á þessari þróun. Þó má leiða líkur að því að faraldur kórónuveirunnar, með tilkomu samkomubanns, samdrætti í samgöngum og aukinni félagslegri fjarlægð hafi mögulega haft hér áhrif. Fyrsta staðfesta tilfelli veirunnar greindist hér á landi þann 28. febrúar síðastliðinn. Fréttin hefur verið uppfærð.
Mest lesið Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira