Saka Drífu og félaga um að skella hurðinni á nef atvinnurekenda Stefán Ó. Jónsson skrifar 1. apríl 2020 11:48 Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, og Drífa Snædal, forseti ASÍ, í Karphúsinu þegar kjarasamningar voru undirritaðir. vísir/vilhelm Samtök atvinnulífsins eru vonsvikin með það sem þau telja óbilgirni verkalýðshreyfingarinnar, nú þegar þrengir að í íslensku efnahagslífi. Umleitanir þeirra um að fresta launahækkunum í þessu árferði hafi skollið á daufum eyrum Drífu Snædal, forseta ASÍ, og annarra í framlínu verkalýðsins. Sjá einnig: Stærri biti en verkalýðshreyfingin var tilbúin að kyngja „Aðgerðir stjórnvalda hafa allar miðast við að koma í veg fyrir fjöldagjaldþrot fyrirtækja og fordæmalausa fjölgun atvinnulausra vegna þess tímabundna áfalls sem COVID-19 faraldurinn hefur valdið. Á sama tíma skellir verkalýðshreyfingin hurðinni á nef atvinnurekenda þegar óskað er eftir samstarfi um leiðir til að bregðast við þeirri grafalvarlegu stöðu sem ríkir í atvinnulífinu,“ segir þannig í langri yfirlýsingu SA vegna þessa. Umræddar launahækkanir sem samtökin óttast eru til komnar vegna Lífskjarasamningsins, sem samþykktur var fyrir um ári síðan. Samningurinn hækkar laun á almennum vinnumarkaði að lágmarki um 24 þúsund krónur hjá þeim sem hafa lægri laun og 18 þúsund krónur hjá hærra launuðum frá og með deginum í dag. Þetta samsvari 4 prósenta hækkun launakostnaðar fyrir fyrirtækin, sem SA segir að mörg hver ráði ekki við nú þegar kórónuveirufaraldurinn lamar atvinnulífið. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra við kynningu lífskjarasamningsins.Vísir/vilhelm Af þessum sökum segjast SA hafa leitað til ASÍ á mánudag og óskað þess að umræddum launahækkunum yrði frestað. Fyrir slíkri frestun séu fordæmi, til að mynda í hruninu. Þá var sambærilegum hækkunum frestað um hálft ár. „Árið 2009 voru það sameiginleg viðbrögð samningsaðila almenna vinnumarkaðarins að bregðast við alvarlegu kreppuástandi með breytingum á kjarasamningum til að vernda störf og atvinnustarfsemi. Núverandi forysta Alþýðusamband Íslands virðist hafa allt aðra afstöðu en sambandið hafði þá til stóraukins atvinnuleysis og hættu á lömun atvinnulífsins,“ skrifa Samtök atvinnulífsins. Máli sínu til stuðnings nefna þau mikla ásókn í hlutabætur ríkisstjórnarinnar og stóraukið atvinnuleysi. „Það eru vægast sagt mikil vonbrigði á sama tíma og fyrirséð er að allt að fimmti hver einstaklingur á vinnumarkaði muni fá bætur úr atvinnuleysistryggingasjóði á næstunni.“ Yfirlýsingu SA má nálgast í heild sinni hér og bréf SA til ASÍ má lesa með því að smella hérna. Uppfært klukkan 12:55. Samtök atvinnulífsins segjast ekki vera miður sín með ofangreinda afstöðu ASÍ eins og upphaflega var greint frá. Þau séu aðeins vonsvikin. Þetta hefur hér með verið leiðrétt. Kjaramál Efnahagsmál Tengdar fréttir Sögulegar uppsagnatölur og bæjarstjóri áhyggjufullur Aldrei hafa fleiri misst vinnuna eða hluta úr vinnu á jafn skömmum tíma líkt og nú, að sögn forstjóra Vinnumálastofnunar. Atvinnuleysið er mest í Reykjanesbæ og óttast bæjarstjóri að það gæti farið upp í tuttugu prósent. 31. mars 2020 11:51 Hefur verið tilkynnt um sautján hópuppsagnir í mars Vinnumálastofnun hefur verið tilkynnt um sautján hópuppsagnir hjá fyrirtækjum þar sem af er marsmánuði. Alls taka uppsagnirnar til 695 starfsmanna. 31. mars 2020 07:43 Stærri biti en verkalýðshreyfingin var tilbúin að kyngja Samtök atvinnulífsins segja afstöðu verkalýðshreyfingarinnar mikil vonbrigði og óhjákvæmilegt sé að fleiri fyrirtæki muni neyðast til að grípa til uppsagna. 1. apríl 2020 12:39 Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Fleiri fréttir Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Sjá meira
Samtök atvinnulífsins eru vonsvikin með það sem þau telja óbilgirni verkalýðshreyfingarinnar, nú þegar þrengir að í íslensku efnahagslífi. Umleitanir þeirra um að fresta launahækkunum í þessu árferði hafi skollið á daufum eyrum Drífu Snædal, forseta ASÍ, og annarra í framlínu verkalýðsins. Sjá einnig: Stærri biti en verkalýðshreyfingin var tilbúin að kyngja „Aðgerðir stjórnvalda hafa allar miðast við að koma í veg fyrir fjöldagjaldþrot fyrirtækja og fordæmalausa fjölgun atvinnulausra vegna þess tímabundna áfalls sem COVID-19 faraldurinn hefur valdið. Á sama tíma skellir verkalýðshreyfingin hurðinni á nef atvinnurekenda þegar óskað er eftir samstarfi um leiðir til að bregðast við þeirri grafalvarlegu stöðu sem ríkir í atvinnulífinu,“ segir þannig í langri yfirlýsingu SA vegna þessa. Umræddar launahækkanir sem samtökin óttast eru til komnar vegna Lífskjarasamningsins, sem samþykktur var fyrir um ári síðan. Samningurinn hækkar laun á almennum vinnumarkaði að lágmarki um 24 þúsund krónur hjá þeim sem hafa lægri laun og 18 þúsund krónur hjá hærra launuðum frá og með deginum í dag. Þetta samsvari 4 prósenta hækkun launakostnaðar fyrir fyrirtækin, sem SA segir að mörg hver ráði ekki við nú þegar kórónuveirufaraldurinn lamar atvinnulífið. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra við kynningu lífskjarasamningsins.Vísir/vilhelm Af þessum sökum segjast SA hafa leitað til ASÍ á mánudag og óskað þess að umræddum launahækkunum yrði frestað. Fyrir slíkri frestun séu fordæmi, til að mynda í hruninu. Þá var sambærilegum hækkunum frestað um hálft ár. „Árið 2009 voru það sameiginleg viðbrögð samningsaðila almenna vinnumarkaðarins að bregðast við alvarlegu kreppuástandi með breytingum á kjarasamningum til að vernda störf og atvinnustarfsemi. Núverandi forysta Alþýðusamband Íslands virðist hafa allt aðra afstöðu en sambandið hafði þá til stóraukins atvinnuleysis og hættu á lömun atvinnulífsins,“ skrifa Samtök atvinnulífsins. Máli sínu til stuðnings nefna þau mikla ásókn í hlutabætur ríkisstjórnarinnar og stóraukið atvinnuleysi. „Það eru vægast sagt mikil vonbrigði á sama tíma og fyrirséð er að allt að fimmti hver einstaklingur á vinnumarkaði muni fá bætur úr atvinnuleysistryggingasjóði á næstunni.“ Yfirlýsingu SA má nálgast í heild sinni hér og bréf SA til ASÍ má lesa með því að smella hérna. Uppfært klukkan 12:55. Samtök atvinnulífsins segjast ekki vera miður sín með ofangreinda afstöðu ASÍ eins og upphaflega var greint frá. Þau séu aðeins vonsvikin. Þetta hefur hér með verið leiðrétt.
Kjaramál Efnahagsmál Tengdar fréttir Sögulegar uppsagnatölur og bæjarstjóri áhyggjufullur Aldrei hafa fleiri misst vinnuna eða hluta úr vinnu á jafn skömmum tíma líkt og nú, að sögn forstjóra Vinnumálastofnunar. Atvinnuleysið er mest í Reykjanesbæ og óttast bæjarstjóri að það gæti farið upp í tuttugu prósent. 31. mars 2020 11:51 Hefur verið tilkynnt um sautján hópuppsagnir í mars Vinnumálastofnun hefur verið tilkynnt um sautján hópuppsagnir hjá fyrirtækjum þar sem af er marsmánuði. Alls taka uppsagnirnar til 695 starfsmanna. 31. mars 2020 07:43 Stærri biti en verkalýðshreyfingin var tilbúin að kyngja Samtök atvinnulífsins segja afstöðu verkalýðshreyfingarinnar mikil vonbrigði og óhjákvæmilegt sé að fleiri fyrirtæki muni neyðast til að grípa til uppsagna. 1. apríl 2020 12:39 Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Fleiri fréttir Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Sjá meira
Sögulegar uppsagnatölur og bæjarstjóri áhyggjufullur Aldrei hafa fleiri misst vinnuna eða hluta úr vinnu á jafn skömmum tíma líkt og nú, að sögn forstjóra Vinnumálastofnunar. Atvinnuleysið er mest í Reykjanesbæ og óttast bæjarstjóri að það gæti farið upp í tuttugu prósent. 31. mars 2020 11:51
Hefur verið tilkynnt um sautján hópuppsagnir í mars Vinnumálastofnun hefur verið tilkynnt um sautján hópuppsagnir hjá fyrirtækjum þar sem af er marsmánuði. Alls taka uppsagnirnar til 695 starfsmanna. 31. mars 2020 07:43
Stærri biti en verkalýðshreyfingin var tilbúin að kyngja Samtök atvinnulífsins segja afstöðu verkalýðshreyfingarinnar mikil vonbrigði og óhjákvæmilegt sé að fleiri fyrirtæki muni neyðast til að grípa til uppsagna. 1. apríl 2020 12:39