Segir stuðningslánin einungis gagnast litlum hluta atvinnulífsins Birgir Olgeirsson skrifar 21. apríl 2020 18:34 Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Vísir/Vilhelm Gunnarsson „Mér sýnist við fyrstu sýn að þessar aðgerðir, stuðningslánin og breytingar á skattalögum, muni fyrst og fremst gagnast þessum litlu og hluta meðalstórra fyrirtækja. Ég myndi segja að það sé augljóst að það muni þurfa frekari aðgerðir, sér í lagi gagnvart stærri atvinnurekendum, og ég geri ráð fyrir að það hljóti að vera á næsta leyti,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, um aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar sem var kynntur í dag. „Bara sem dæmi, þessi stuðningslán, sem eru góðra gjalda verð, þau miða hins vegar bara við 500 milljóna króna veltu á ári. Mér sýnist að það séu um það bil 15 prósent af umsvifum viðskiptahagkerfisins á árinu 2018. Eftir standa þessi 85 prósent og það er augljóst að það þarf að tilkynna innan skamms hvert framhaldið verður á hlutabótaleiðinni. Eins hafa heyrst háværar raddir, sér í lagi innan ferðaþjónustu, að ríkið komi að greiðslu uppsagnarfrests fyrirtækja með einum eða öðrum hætti. Við væntum þess að fá fréttir af því á allra næstu dögum,“ segir Halldór Benjamín. Hann segir þó góða punkta í aðgerðapakkanum. „Til dæmis varðandi stefnumörkun sem er stigin gagnvart nýsköpunarfyrirtækjum og rannsóknum og þróun. Það er stigið mjög mikilvægt skref þar með því að hækka endurgreiðslu hlutfallskostnaðar vegna rannsókna og þróunar. Auk þess eru há framlög í tækniþróunarsjóð. Ríkissjóður kemur einnig með mótframlög á móti fjárfestum inn í nýsköpunarfyrirtæki, sem er jákvætt skref.“ Hann minnir þó á að staðan sé grafalvarleg og meira þurfi til. „Það þýðir ekkert lengur að tala um það að hér sé einhver smá efnahagslægð. Ég hef notað orðið móðir allra kreppa, það er það sem við stöndum frammi fyrir. Það eru 50 þúsund manns á atvinnuleysisskrá eða hlutabótaúrræði og ég geri ráð fyrir því að atvinnuleysi muni halda áfram að aukast um næstu mánaðamót og mánaðamótin þar á eftir. Við þessu þarf að bregðast, í dag var stigið mikilvægt skref, en það þarf meira að koma til.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Hlutabótaleiðin Tengdar fréttir 350 milljóna króna stuðningur við einkarekinna fjölmiðla Ríkisstjórnin kynnti í dag fyrirætlanir til að styðja við rekstur einkarekinna fjölmiðla með 350 milljóna króna framlagi vegna tekjutaps sem miðlar hafa orðið fyrir undanfarin misseri samhliða minnkandi umsvifum í hagkerfinu. 21. apríl 2020 18:14 ASÍ segir aðgerðirnar eiga að snúast um fólk, ekki fjármagn Alþýðusamband Íslands lýsir yfir vonbrigðum með nýjar tillögur stjórnvalda um efnahagsaðgerðir vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. Sambandið segir þær ekki í takt við áherslur þess um að aðgerðirnar eigi að tryggja afkomuöryggi allra og vera í þágu fólks, ekki fjármagns. 21. apríl 2020 18:10 Ríkisstjórnin kynnir aðgerðir upp á 60 milljarða Lítil og meðalstór fyrirtæki geta bæði fengið styrki og hagstæð lán til að laga stöðu sína samkvæmt aðgerðapakka sem ríkisstjórnin kynnti í dag. 21. apríl 2020 16:47 Heilbrigðisstarfsmenn fá milljarð í bónus Rúmlega 2000 þúsund heilbrigðisstarfsmenn eiga von á eingreiðslu vegna álagsins sem hefur fylgt kórónuveirufaraldrinum 21. apríl 2020 16:28 Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Innlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Fleiri fréttir Rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Sjá meira
„Mér sýnist við fyrstu sýn að þessar aðgerðir, stuðningslánin og breytingar á skattalögum, muni fyrst og fremst gagnast þessum litlu og hluta meðalstórra fyrirtækja. Ég myndi segja að það sé augljóst að það muni þurfa frekari aðgerðir, sér í lagi gagnvart stærri atvinnurekendum, og ég geri ráð fyrir að það hljóti að vera á næsta leyti,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, um aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar sem var kynntur í dag. „Bara sem dæmi, þessi stuðningslán, sem eru góðra gjalda verð, þau miða hins vegar bara við 500 milljóna króna veltu á ári. Mér sýnist að það séu um það bil 15 prósent af umsvifum viðskiptahagkerfisins á árinu 2018. Eftir standa þessi 85 prósent og það er augljóst að það þarf að tilkynna innan skamms hvert framhaldið verður á hlutabótaleiðinni. Eins hafa heyrst háværar raddir, sér í lagi innan ferðaþjónustu, að ríkið komi að greiðslu uppsagnarfrests fyrirtækja með einum eða öðrum hætti. Við væntum þess að fá fréttir af því á allra næstu dögum,“ segir Halldór Benjamín. Hann segir þó góða punkta í aðgerðapakkanum. „Til dæmis varðandi stefnumörkun sem er stigin gagnvart nýsköpunarfyrirtækjum og rannsóknum og þróun. Það er stigið mjög mikilvægt skref þar með því að hækka endurgreiðslu hlutfallskostnaðar vegna rannsókna og þróunar. Auk þess eru há framlög í tækniþróunarsjóð. Ríkissjóður kemur einnig með mótframlög á móti fjárfestum inn í nýsköpunarfyrirtæki, sem er jákvætt skref.“ Hann minnir þó á að staðan sé grafalvarleg og meira þurfi til. „Það þýðir ekkert lengur að tala um það að hér sé einhver smá efnahagslægð. Ég hef notað orðið móðir allra kreppa, það er það sem við stöndum frammi fyrir. Það eru 50 þúsund manns á atvinnuleysisskrá eða hlutabótaúrræði og ég geri ráð fyrir því að atvinnuleysi muni halda áfram að aukast um næstu mánaðamót og mánaðamótin þar á eftir. Við þessu þarf að bregðast, í dag var stigið mikilvægt skref, en það þarf meira að koma til.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Hlutabótaleiðin Tengdar fréttir 350 milljóna króna stuðningur við einkarekinna fjölmiðla Ríkisstjórnin kynnti í dag fyrirætlanir til að styðja við rekstur einkarekinna fjölmiðla með 350 milljóna króna framlagi vegna tekjutaps sem miðlar hafa orðið fyrir undanfarin misseri samhliða minnkandi umsvifum í hagkerfinu. 21. apríl 2020 18:14 ASÍ segir aðgerðirnar eiga að snúast um fólk, ekki fjármagn Alþýðusamband Íslands lýsir yfir vonbrigðum með nýjar tillögur stjórnvalda um efnahagsaðgerðir vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. Sambandið segir þær ekki í takt við áherslur þess um að aðgerðirnar eigi að tryggja afkomuöryggi allra og vera í þágu fólks, ekki fjármagns. 21. apríl 2020 18:10 Ríkisstjórnin kynnir aðgerðir upp á 60 milljarða Lítil og meðalstór fyrirtæki geta bæði fengið styrki og hagstæð lán til að laga stöðu sína samkvæmt aðgerðapakka sem ríkisstjórnin kynnti í dag. 21. apríl 2020 16:47 Heilbrigðisstarfsmenn fá milljarð í bónus Rúmlega 2000 þúsund heilbrigðisstarfsmenn eiga von á eingreiðslu vegna álagsins sem hefur fylgt kórónuveirufaraldrinum 21. apríl 2020 16:28 Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Innlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Fleiri fréttir Rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Sjá meira
350 milljóna króna stuðningur við einkarekinna fjölmiðla Ríkisstjórnin kynnti í dag fyrirætlanir til að styðja við rekstur einkarekinna fjölmiðla með 350 milljóna króna framlagi vegna tekjutaps sem miðlar hafa orðið fyrir undanfarin misseri samhliða minnkandi umsvifum í hagkerfinu. 21. apríl 2020 18:14
ASÍ segir aðgerðirnar eiga að snúast um fólk, ekki fjármagn Alþýðusamband Íslands lýsir yfir vonbrigðum með nýjar tillögur stjórnvalda um efnahagsaðgerðir vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. Sambandið segir þær ekki í takt við áherslur þess um að aðgerðirnar eigi að tryggja afkomuöryggi allra og vera í þágu fólks, ekki fjármagns. 21. apríl 2020 18:10
Ríkisstjórnin kynnir aðgerðir upp á 60 milljarða Lítil og meðalstór fyrirtæki geta bæði fengið styrki og hagstæð lán til að laga stöðu sína samkvæmt aðgerðapakka sem ríkisstjórnin kynnti í dag. 21. apríl 2020 16:47
Heilbrigðisstarfsmenn fá milljarð í bónus Rúmlega 2000 þúsund heilbrigðisstarfsmenn eiga von á eingreiðslu vegna álagsins sem hefur fylgt kórónuveirufaraldrinum 21. apríl 2020 16:28