Áttar sig ekki á því hvaðan hræðsla við CBD framleiðslu kemur Andri Eysteinsson skrifar 21. apríl 2020 12:01 Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata. Vísir/Vilhelm „Ég átta mig ekki alveg á því af hverju hræðslan stafar,“ segir Halldóra Mogensen þingkona Pírata í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Halldóra hefur lengi barist fyrir því að notkun iðnaðarhamps yrði gerð leyfileg hér á landi en á dögunum vannst sigur í baráttunni þegar ráðherra heimilaði innflutning hampfræja sem notuð er til ræktunar iðnaðarhamps. Einnig er hægt að vinna úr plöntunni önnur efni, þar á meðal CBD olíu. Halldóra segir olíuna geta nýst við allskyns kvillum. „Fólk hefur verið að nota þetta fyrir gláku, verkjum, bólgum, vefjagigt og annað,“ sagði Halldóra. „Auðvitað, þegar við erum að leyfa ræktun á iðnaðarhampi sem þarf að vera undir 0,2% THC (virkt efni plöntunnar sem veldur vímu) þá þarf að hafa eftirlit með því,“ segir Halldóra. Halldóra segir innflutning áður hafa verið heimilaðan áður en að Lyfjastofnun stöðvaði hann, fræin séu á gráu svæði lagalega. Öll kannabisplantan sé flokkuð undir lögum um ávana- og fíkniefni, efni líkt og CBD sem ekki veldur vímu sé ekki tekið út fyrir sviga. Ráðherra heimilaði innflutning fræjanna með reglugerð en Halldóra segir að nauðsynlegt sé að skýra málið betur og breyta lögum. Enn sé til að mynda óljóst hvort vinna megi CBD úr plöntunni. „Það er samtal sem þyrfti að taka upp með ráðherra. Mér skilst að svo sé ekki en ég er ekki viss, þetta er á mjög gráu svæði,“ segir Halldóra. Þingsályktunartillaga hennar um málið liggur fyrir þingnefnd og hafa umsagnir fjölda aðila borist nefndinni. Nefnir Halldóra þar embætti Landlæknis, Lyfjastofnun, Hampfélagið og Snarrótina. „Það var flottur fundur en það voru neikvæðar umsagnir. Það kom upp hugmynd að breytingu á tillögunni,“ segir Halldóra en breytingin sneri að því að leyfa heilbrigðisráðherra að stjórna aðgengi að vörunni. Neikvæðar umsagnir komu frá Landlækni og Lyfjastofnun. „Ég var dálítið brött í því að koma CBD í almenna sölu og það eru ekki allir sammála þeirri nálgun. Ég held að þau vilji geta haft betri eftirlit með þessu og að það sé flokkað sem lyf,“ sagði Halldóra og bætti við að skiptar skoðanir séu um hvort efnið ætti að flokkast sem lyf eður ei. Spurð hvort að vörur unnar úr til að mynda ætihvönn ættu ekki að flokkast sem lyf væri CBD flokkað á þann hátt jánkaði Halldóra. „Ég veit ekki hvort það sé hræðsla eða einhver tregi. Mér finnst við oft vera langt eftir í þessari umræðu,“ segir Halldóra. Kannabis Píratar Bítið Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Sjá meira
„Ég átta mig ekki alveg á því af hverju hræðslan stafar,“ segir Halldóra Mogensen þingkona Pírata í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Halldóra hefur lengi barist fyrir því að notkun iðnaðarhamps yrði gerð leyfileg hér á landi en á dögunum vannst sigur í baráttunni þegar ráðherra heimilaði innflutning hampfræja sem notuð er til ræktunar iðnaðarhamps. Einnig er hægt að vinna úr plöntunni önnur efni, þar á meðal CBD olíu. Halldóra segir olíuna geta nýst við allskyns kvillum. „Fólk hefur verið að nota þetta fyrir gláku, verkjum, bólgum, vefjagigt og annað,“ sagði Halldóra. „Auðvitað, þegar við erum að leyfa ræktun á iðnaðarhampi sem þarf að vera undir 0,2% THC (virkt efni plöntunnar sem veldur vímu) þá þarf að hafa eftirlit með því,“ segir Halldóra. Halldóra segir innflutning áður hafa verið heimilaðan áður en að Lyfjastofnun stöðvaði hann, fræin séu á gráu svæði lagalega. Öll kannabisplantan sé flokkuð undir lögum um ávana- og fíkniefni, efni líkt og CBD sem ekki veldur vímu sé ekki tekið út fyrir sviga. Ráðherra heimilaði innflutning fræjanna með reglugerð en Halldóra segir að nauðsynlegt sé að skýra málið betur og breyta lögum. Enn sé til að mynda óljóst hvort vinna megi CBD úr plöntunni. „Það er samtal sem þyrfti að taka upp með ráðherra. Mér skilst að svo sé ekki en ég er ekki viss, þetta er á mjög gráu svæði,“ segir Halldóra. Þingsályktunartillaga hennar um málið liggur fyrir þingnefnd og hafa umsagnir fjölda aðila borist nefndinni. Nefnir Halldóra þar embætti Landlæknis, Lyfjastofnun, Hampfélagið og Snarrótina. „Það var flottur fundur en það voru neikvæðar umsagnir. Það kom upp hugmynd að breytingu á tillögunni,“ segir Halldóra en breytingin sneri að því að leyfa heilbrigðisráðherra að stjórna aðgengi að vörunni. Neikvæðar umsagnir komu frá Landlækni og Lyfjastofnun. „Ég var dálítið brött í því að koma CBD í almenna sölu og það eru ekki allir sammála þeirri nálgun. Ég held að þau vilji geta haft betri eftirlit með þessu og að það sé flokkað sem lyf,“ sagði Halldóra og bætti við að skiptar skoðanir séu um hvort efnið ætti að flokkast sem lyf eður ei. Spurð hvort að vörur unnar úr til að mynda ætihvönn ættu ekki að flokkast sem lyf væri CBD flokkað á þann hátt jánkaði Halldóra. „Ég veit ekki hvort það sé hræðsla eða einhver tregi. Mér finnst við oft vera langt eftir í þessari umræðu,“ segir Halldóra.
Kannabis Píratar Bítið Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Sjá meira