Damir varð vitni að heimilisofbeldi: „Hræddur að þetta yrði verra ef ég segði frá þessu“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. apríl 2020 12:37 Damir hefur leikið með Breiðabliki síðan 2014. vísir/bára Damir Muminovic, leikmaður Breiðabliks, er í viðtali í hlaðvarpsþættinum Miðjunni á Fótbolta.net. Þar ræðir hann m.a. um heimilisofbeldi sem hann og móðir hans urðu fyrir af hendi stjúpföður hans. Damir fluttist hingað til lands frá Serbíu ásamt móður sinni þegar hann var tíu ára gamall. Faðir hans yfirgaf fjölskylduna þegar Damir var þriggja ára. Eftir 2-3 ár á Íslandi flutti kærasti móður hans til þeirra. „Ég held ég hafi fyrst orðið vitni af heimilisofbeldi þegar ég var 15-16 ára. Ég vissi ekkert hvernig ég átti að haga mér,“ sagði Damir í Miðjunni. „Þetta var gróft. Kærastinn hennar hafði alveg tekið í mig þegar ég var yngri. En ég hélt þessu inni í mér. Ég þorði aldrei að hringja í lögregluna eða segja einhverjum frá þessu.“ Damir segist ekki hafa vitað hvað hann ætti að gera í aðstæðum sem þessum. „Ég vissi ekki hvað ég ætti að gera og hvort ég ætti að segja frá þessu. Ég var hræddur að þetta yrði verra ef ég segði einhverjum frá þessu,“ sagði Damir. „Ég held ég hafi verið tvítugur þegar ég sagði fyrst frá þessu, þá bróður mömmu.“ Damir segist hafa fengið nóg þegar hann var tvítugur. „Ég spurði mömmu alltaf út í þetta en hún sagði aldrei frá þessu og harkaði allt af sér. Hún var þannig. Hún var í þremur vinnum bara svo ég gæti átt gott líf og kvartaði aldrei,“ sagði Damir. „Þegar ég var tvítugur kom ég heim og þá hafði þetta verið í gangi í lengri tíma. Mamma sagði mér frá þessu og þá urðu slagsmál á heimilinu milli mín og mannsins. Það fauk í mig og mér fannst ég þurfa að taka á þessu. Ég fékk nóg.“ Damir segir að móðir sín og maðurinn hefðu búið saman í um tíu ár. Damir segist ekki hafa litið á manninn sem ígildi föðurs. „Eftir þetta voru samskipti okkar aldrei góð. Ég leit aldrei á hann sem mann sem var að koma inn í mitt líf sem faðir eða föðurímynd. Alltaf þegar ég fór í heimsókn talaði ég aldrei við hann. Ég fór bara því mig langaði að sjá móður mína,“ sagði Damir en móðir hans lést 2017. Hlusta má á viðtalið við Damir í Miðjunni með því að smella hér. Ekkert barn á að þurfa að þola ofbeldi eða verða vitni að ofbeldi. Allt ofbeldi á heimili þar sem börn dvelja, er jafnframt ofbeldi gagnvart börnum. Ef þú býrð við slíkar aðstæður eða þekkir eitthvert barn sem býr við slíkar aðstæður þá áttu að hafa samband við 112. Þar getur þú rætt málin við lögreglu í fullum trúnaði. Samband er haft við barnaverndarnefnd ef ástæða er til. Mikilvægt er að hafa samband þótt þú sért í vafa. Allir eru skyldugir samkvæmt íslenskum lögum til að tilkynna til lögreglu eða barnaverndarnefndar ef grunur er um að barn sé beitt ofbeldi, það verði fyrir áreitni eða búi við óviðunandi uppeldisaðstæður. Sá sem tilkynnir þarf ekki að hafa rökstuddan grun um að brotið sé gegn barni. Nánar á vef Lögreglunnar. Pepsi Max-deild karla Heimilisofbeldi Breiðablik Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Sjá meira
Damir Muminovic, leikmaður Breiðabliks, er í viðtali í hlaðvarpsþættinum Miðjunni á Fótbolta.net. Þar ræðir hann m.a. um heimilisofbeldi sem hann og móðir hans urðu fyrir af hendi stjúpföður hans. Damir fluttist hingað til lands frá Serbíu ásamt móður sinni þegar hann var tíu ára gamall. Faðir hans yfirgaf fjölskylduna þegar Damir var þriggja ára. Eftir 2-3 ár á Íslandi flutti kærasti móður hans til þeirra. „Ég held ég hafi fyrst orðið vitni af heimilisofbeldi þegar ég var 15-16 ára. Ég vissi ekkert hvernig ég átti að haga mér,“ sagði Damir í Miðjunni. „Þetta var gróft. Kærastinn hennar hafði alveg tekið í mig þegar ég var yngri. En ég hélt þessu inni í mér. Ég þorði aldrei að hringja í lögregluna eða segja einhverjum frá þessu.“ Damir segist ekki hafa vitað hvað hann ætti að gera í aðstæðum sem þessum. „Ég vissi ekki hvað ég ætti að gera og hvort ég ætti að segja frá þessu. Ég var hræddur að þetta yrði verra ef ég segði einhverjum frá þessu,“ sagði Damir. „Ég held ég hafi verið tvítugur þegar ég sagði fyrst frá þessu, þá bróður mömmu.“ Damir segist hafa fengið nóg þegar hann var tvítugur. „Ég spurði mömmu alltaf út í þetta en hún sagði aldrei frá þessu og harkaði allt af sér. Hún var þannig. Hún var í þremur vinnum bara svo ég gæti átt gott líf og kvartaði aldrei,“ sagði Damir. „Þegar ég var tvítugur kom ég heim og þá hafði þetta verið í gangi í lengri tíma. Mamma sagði mér frá þessu og þá urðu slagsmál á heimilinu milli mín og mannsins. Það fauk í mig og mér fannst ég þurfa að taka á þessu. Ég fékk nóg.“ Damir segir að móðir sín og maðurinn hefðu búið saman í um tíu ár. Damir segist ekki hafa litið á manninn sem ígildi föðurs. „Eftir þetta voru samskipti okkar aldrei góð. Ég leit aldrei á hann sem mann sem var að koma inn í mitt líf sem faðir eða föðurímynd. Alltaf þegar ég fór í heimsókn talaði ég aldrei við hann. Ég fór bara því mig langaði að sjá móður mína,“ sagði Damir en móðir hans lést 2017. Hlusta má á viðtalið við Damir í Miðjunni með því að smella hér. Ekkert barn á að þurfa að þola ofbeldi eða verða vitni að ofbeldi. Allt ofbeldi á heimili þar sem börn dvelja, er jafnframt ofbeldi gagnvart börnum. Ef þú býrð við slíkar aðstæður eða þekkir eitthvert barn sem býr við slíkar aðstæður þá áttu að hafa samband við 112. Þar getur þú rætt málin við lögreglu í fullum trúnaði. Samband er haft við barnaverndarnefnd ef ástæða er til. Mikilvægt er að hafa samband þótt þú sért í vafa. Allir eru skyldugir samkvæmt íslenskum lögum til að tilkynna til lögreglu eða barnaverndarnefndar ef grunur er um að barn sé beitt ofbeldi, það verði fyrir áreitni eða búi við óviðunandi uppeldisaðstæður. Sá sem tilkynnir þarf ekki að hafa rökstuddan grun um að brotið sé gegn barni. Nánar á vef Lögreglunnar.
Ekkert barn á að þurfa að þola ofbeldi eða verða vitni að ofbeldi. Allt ofbeldi á heimili þar sem börn dvelja, er jafnframt ofbeldi gagnvart börnum. Ef þú býrð við slíkar aðstæður eða þekkir eitthvert barn sem býr við slíkar aðstæður þá áttu að hafa samband við 112. Þar getur þú rætt málin við lögreglu í fullum trúnaði. Samband er haft við barnaverndarnefnd ef ástæða er til. Mikilvægt er að hafa samband þótt þú sért í vafa. Allir eru skyldugir samkvæmt íslenskum lögum til að tilkynna til lögreglu eða barnaverndarnefndar ef grunur er um að barn sé beitt ofbeldi, það verði fyrir áreitni eða búi við óviðunandi uppeldisaðstæður. Sá sem tilkynnir þarf ekki að hafa rökstuddan grun um að brotið sé gegn barni. Nánar á vef Lögreglunnar.
Pepsi Max-deild karla Heimilisofbeldi Breiðablik Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Sjá meira