Neil Black látinn: Hjálpaði Mo Farah að vinna fjögur Ólympíugull Anton Ingi Leifsson skrifar 21. apríl 2020 17:00 Neil Black, lengst til vinstri, ásamt Mo Farah. vísir/getty Neil Black, fyrrum starfsmaður breska frjálsíþróttasambandsins Bretlandi, er látinn. Þetta staðfesti fjölskylda hans með yfirlýsingu í morgun en Black var sextugur er hann lést. Fjölskylda hans greindi frá þessu í yfirlýsingu sinni í morgun en talið er að hann hafi látist á heimili sínu nærri Loghborough í Leicester-héraði á Englandi. „Við viljum þakka öllum fyrir frábærar og hjartnæmar kveðjur sem við höfum fengið. Það hafa svo margir haft samband við okkur og það er klárt að Neil var elskaður sem lætur okkur líða betur á þessum tímum,“ sagði í yfirlýsingu fjölskyldunnar. Þessar hörmulegu fréttir koma sex mánuðum eftir að Black yfirgaf breska frjálsíþróttasambandsins þar sem hann starfaði sem yfirmaður frammistöðu (e. director of performance). Tributes have been paid to former UK Athletics performance director Neil Black, who has died aged 60. https://t.co/Vvrc8juD6x— AW (@AthleticsWeekly) April 21, 2020 „Eftir að hafa hætt að vinna hjá frjálsíþróttasambandinu í október 2019 hefur hann haldið áfram að vinna með bæði iðkendum og þjálfurum. Neil verður sárt saknað af þeim sem störfuðu með honum og þekktu hann. Hugur okkar er með fjölskyldu hans og vinum á þessum erfiðu tímum,“ segir í tilkynningu frá frjálsíþróttasambandi Bretlands. Black vann meðal annars með Mo Farah og flæktist þar af leiðandi inn í Alberto Salazar skandalinn en Alberto var dæmdur í fjögurra ára bann frá íþróttum seint á síðasta ári vegna misnotkun á lyfjum. Hann er talinn hafa unnið með innkirtlafræðingnum, Jeffrey Brown, til þess að auðvelda íþróttafólki að misnota lyf. Black vann með hinum magnaða Mo Farah frá 2011 til 2017 en á þeim tíma vann hann meðal annars fjórum sinnum Ólympíugull. Very saddened by the passing of Neil Black. A gentle, loyal, thoughtful & extremely hard working man who quietly helped so many achieve their dreams. His satisfaction came from quietly watching those dreams unfold and standing true to himself. His legacy lives on in those dreams.— Paula Radcliffe (@paulajradcliffe) April 21, 2020 Frjálsar íþróttir Andlát Bretland Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Fleiri fréttir Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Dagskráin í dag: Lokasóknin, Extra, píla, snóker og íshokkí Sjá meira
Neil Black, fyrrum starfsmaður breska frjálsíþróttasambandsins Bretlandi, er látinn. Þetta staðfesti fjölskylda hans með yfirlýsingu í morgun en Black var sextugur er hann lést. Fjölskylda hans greindi frá þessu í yfirlýsingu sinni í morgun en talið er að hann hafi látist á heimili sínu nærri Loghborough í Leicester-héraði á Englandi. „Við viljum þakka öllum fyrir frábærar og hjartnæmar kveðjur sem við höfum fengið. Það hafa svo margir haft samband við okkur og það er klárt að Neil var elskaður sem lætur okkur líða betur á þessum tímum,“ sagði í yfirlýsingu fjölskyldunnar. Þessar hörmulegu fréttir koma sex mánuðum eftir að Black yfirgaf breska frjálsíþróttasambandsins þar sem hann starfaði sem yfirmaður frammistöðu (e. director of performance). Tributes have been paid to former UK Athletics performance director Neil Black, who has died aged 60. https://t.co/Vvrc8juD6x— AW (@AthleticsWeekly) April 21, 2020 „Eftir að hafa hætt að vinna hjá frjálsíþróttasambandinu í október 2019 hefur hann haldið áfram að vinna með bæði iðkendum og þjálfurum. Neil verður sárt saknað af þeim sem störfuðu með honum og þekktu hann. Hugur okkar er með fjölskyldu hans og vinum á þessum erfiðu tímum,“ segir í tilkynningu frá frjálsíþróttasambandi Bretlands. Black vann meðal annars með Mo Farah og flæktist þar af leiðandi inn í Alberto Salazar skandalinn en Alberto var dæmdur í fjögurra ára bann frá íþróttum seint á síðasta ári vegna misnotkun á lyfjum. Hann er talinn hafa unnið með innkirtlafræðingnum, Jeffrey Brown, til þess að auðvelda íþróttafólki að misnota lyf. Black vann með hinum magnaða Mo Farah frá 2011 til 2017 en á þeim tíma vann hann meðal annars fjórum sinnum Ólympíugull. Very saddened by the passing of Neil Black. A gentle, loyal, thoughtful & extremely hard working man who quietly helped so many achieve their dreams. His satisfaction came from quietly watching those dreams unfold and standing true to himself. His legacy lives on in those dreams.— Paula Radcliffe (@paulajradcliffe) April 21, 2020
Frjálsar íþróttir Andlát Bretland Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Fleiri fréttir Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Dagskráin í dag: Lokasóknin, Extra, píla, snóker og íshokkí Sjá meira