Undirbjuggu hjartaflugið í flughermi í Hafnarfirði Stefán Árni Pálsson skrifar 21. apríl 2020 10:28 Linda Gunnarsdóttir er yfirflugstjóri Icelandair. „Þetta kom nú þannig til að einn af flugstjórunum í þessu flugi kom með þessa hugmynd til okkar að sýna heilbrigðisstarfsfólki þennan þakklætisvott,“ segir Linda Gunnarsdóttir yfirflugstjóri Icelandair um flugið til Sjanghæ og hjartað yfir borginni. Flugmenn Boeing 767 vélar Icelandair sem komu til landsins á sunnudaginn með átján tonn af lækningavörum frá Kína lögðu lykkju á leið sína til Keflavíkur og flugu yfir höfuðborgarsvæðið á sérstakan hátt. Myndaði ferill vélarinnar þá hjarta yfir borginni og er gjörningurinn ætlaður til stuðnings heilbrigðisstarfsfólki landsins en fyrir miðju hjartanu er að finna Landspítalana við Hringbraut og í Fossvogi. „Okkur fannst þetta strax alveg stórkostleg hugmynd enda erum við óskaplega þakklát þessu fólki eins og þjóðin öll. Þetta þarf undirbúning eins og annað. Við búum svo vel að við erum með okkar eigin flughermi í Hafnarfirði, þannig að þeir fóru í flugherminn og æfðu þetta og bjuggu til hnit og útlínur sem þeir unnu svo með í gegnum flugtölvu vélarinnar. Þetta er vandasamt að gera þetta og erfiðara heldur en það lítur út fyrir að vera.“ Hún segir að aðstæður á sunnudaginn hafi ekki verið þær bestu. „Það var mikill vindur í lofti og það þarf að taka tillit til þess svo þetta verði fallegt. Það er í raun sjálfstýring á og þeir voru búnir að búa til í hnittölvu vélarinnar hnit og útlínur.“ Hér að neðan má heyra viðtal við Lindu sem tekið var í Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni í gær. Fréttir af flugi Hafnarfjörður Mest lesið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira
„Þetta kom nú þannig til að einn af flugstjórunum í þessu flugi kom með þessa hugmynd til okkar að sýna heilbrigðisstarfsfólki þennan þakklætisvott,“ segir Linda Gunnarsdóttir yfirflugstjóri Icelandair um flugið til Sjanghæ og hjartað yfir borginni. Flugmenn Boeing 767 vélar Icelandair sem komu til landsins á sunnudaginn með átján tonn af lækningavörum frá Kína lögðu lykkju á leið sína til Keflavíkur og flugu yfir höfuðborgarsvæðið á sérstakan hátt. Myndaði ferill vélarinnar þá hjarta yfir borginni og er gjörningurinn ætlaður til stuðnings heilbrigðisstarfsfólki landsins en fyrir miðju hjartanu er að finna Landspítalana við Hringbraut og í Fossvogi. „Okkur fannst þetta strax alveg stórkostleg hugmynd enda erum við óskaplega þakklát þessu fólki eins og þjóðin öll. Þetta þarf undirbúning eins og annað. Við búum svo vel að við erum með okkar eigin flughermi í Hafnarfirði, þannig að þeir fóru í flugherminn og æfðu þetta og bjuggu til hnit og útlínur sem þeir unnu svo með í gegnum flugtölvu vélarinnar. Þetta er vandasamt að gera þetta og erfiðara heldur en það lítur út fyrir að vera.“ Hún segir að aðstæður á sunnudaginn hafi ekki verið þær bestu. „Það var mikill vindur í lofti og það þarf að taka tillit til þess svo þetta verði fallegt. Það er í raun sjálfstýring á og þeir voru búnir að búa til í hnittölvu vélarinnar hnit og útlínur.“ Hér að neðan má heyra viðtal við Lindu sem tekið var í Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni í gær.
Fréttir af flugi Hafnarfjörður Mest lesið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira